Stjarnan - 01.03.1949, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.03.1949, Blaðsíða 2
18 STJARNAN Hve alverlegt er svarið sem spámaður- inn gaf honum: “Hlýðni er betri en fórn.” Guð vill að menn gjöri nákvæmlega það sem hann segir þeim. Það er haft eftir Dr. Sun Yat Sen í Kína að hann hafi sagt: “Guð heimtar ekki viðskifti þín heldur hlýðni þína.” Guð tekur ekkert annað gilt í stað hlýðinnar. Eftirfarandi saga skýrir þetta. Faðirinn sendi son sinn á skólann, en í stað þess að fara þangað sem faðir hans bauð honum fór Róbert upp á heyloft og smíðaði dátítinn bát, sem var mjög haglega gjörð- ur. Um kvöldið kom hann með bátinn og ætlaði að gefa föður sínum hann. Gjöfin var ekki þegin. Undir öðrum kringustæðum hefði faðirinn glaðst af gjöfinni, sem vott um starfsemi og lagvirkni sonar síns. En drengurinn hafði óhlýðnast föður sínum og báturinn var vottur um óhlýðni hans. Lögleysi getur aldrei verið þóknanlegt eða viðurkent í stað hlýðni. Það ber aldrei vott um kærleika. Þegar athygli manna er_ leidd að hinni einföldu, skýru skipun Guðs í fjórða boð- orðinu, þá leiðir það af sjálfu sér að hann verður að halda heilagan sjöunda dag vik- unnar, sem vér nefnum laugardag. En hversu oft koma menn þá ekki með þá athugasemd, að ef þeir halda einn daginn af þeim sjö þá vona þeir að Guð gjöri sig ánægðan með það. Guð hefir skipað oss að halda sjöunda daginn heilagan og hvað sem vér höldum sunnudaginn vel þá er Guði engin þóknun í því. Eins og báturinn drengsins þá verður sunnudagshald vort aðeins vottur um óhlýðni vora. Einhver nauðsynlegasta lexían sem vér getum lært er, að alt er undir því komið að vér gjörum nákvæmlega það sem Guð skipar oss. Guð skipaði Israel að ganga 13 sinnum kring um Jeriko og hann mundi veita þeim hjálp. Þó þeir hefðu gengið um- hverfis allar aðrar borgir en ekki Jeriko , þá hefðu þeir enga hjálp fengið. Hefðu þeir gengið aðeins 12 sinnum kring um borgina þá hefðu þeir mist af hjálpinni. Þegar þeir gjörðu nákvæmlega það sem Guð bauð þeim þá stóð hann með þeim. María móðir Jesú hefir eflaust haft í huga þessa grund- vallarreglu þegar hún sagði: “Gjör það sem hann segir yður.” Jóh. 2:5. Ein af falskenningum þeim sem haldið er fram nú á dögum er sú að hinir ýmsu kirkjuflokkar sem bera nafn Krists stefni allir að sama takmarki. Maður getur til- heyrt kirkju sem kannast við Krist, játar- trú á Biblíuna og hinn sanna Guð, en þó ekki verið sannur lærisveinn Krists. Bæði Kain og Abel könnuðust við hinn sanna Guð. Báðir báru fórnir sínar fram fyrir Guð. En þeir voru ekki báðir Guði þóknan- legir. Hvers vegna ekki? Af því Kain kom með það sem honum sýndist en ekki það sem Guð hafði ákveðið. Reynsla Kains og Abels sýnir að Guð heimtar nákvæma, fullkomna hlýðni. Þegar Jesús kom í heiminn fyrir rúm- um 1900 árum síðan fann hann trúhneigt fólk, sem setti sínar eigin reglur og flygdi þeim fremur en Guðs orði. Hann sagði um þá: “Til einkis dýrka þeir mig með því þeir kenna lærdóma sem eru manna boð- orð.” Hann benti á hvernig þeir brutu fimta boðorðið með því að setja sínar eigin reglur og taka þær fram yfir Guðs boð. Sjá Matt. 15:3-6. Ef það var gagnlaust eða til einkis að Guðs þjóð dýrkaði hann er þeir breyttu fimta boðorðinu, má þá ekki segja hið sama þegar um fjórða boðorðið er að ræða. Gætum vor að vér ekki séum í þeim flokki sem hafa augu og sjá ekki og eyru en heyra ekki. Lítill drengur var spurður hvað það meinti að hafa eyru en heyra ekki, þá svaraði litli Tommi: “Ég veit það, ég veit það. Þegar mamma kemur út í dyrnar og kallar á mig, err ég vil ekki fara inn, þá læt ég fingurnar upp í eyrun á mér og segi: Ég heyri ekki til þín mamma.” Hversu oft byrgjum vér ekki fyrir eyru vor svo vér heyrum ekki hvað Guð segir. Þegar maður les skýrt boðorð Guðs í heilagri Ritningu þá vegna þess einginn af vinum hans fylgir því þá þorir hann ekki að hlýða. Ef prestur hans eða einhver ann- ar mótmælir boðorðinu eða hafnar því, þá fylgir hann þeirra dæmi. Gyðingaþjóðin þorði ekki að viðurkenna Jesúm af því leiðtogar hennar gjörðu það ekki. Spurn- ingin hjá þeim var ekki hvað Ritningin segði heldur: “Trúir nokur af höfðingjun- um á hann eða af faríseunum?” Drottinn segir: “Þjóð mín var sem týndir sauðir, hirðar þeirra leiddu þá afvega.” Jer. 50:6. Aftur segir hann: “Leiðtogar þessa fólks leiða það afleiðis, og þeir sem láta leiða sig tortýnast.” Lægri stéttir manna vilja helst fylgja dæmi yfirmanna sinna. Minn-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.