Stjarnan - 01.03.1949, Qupperneq 8
24
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The'Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjórn og afgreiðslu annast:
MISS S. JOHNS'ON, Lundar_ Man., Can.
Innfædda fólkið var eins og á nálum,
því það er ekki eins hrætt við neitt eins
og höggorma. Það tók nokkrar mínútur
þangað til ungi maðurinn gat komið sér
svo fyrir að hitta höggrominn með hnífn-
um. Hann nærri því hjó af honum hausinn.
Svo kom hann brosandi út, og dróg á eftir
sér hálfdauðan höggorminn, fram fyrir
höfðingjann.
Einn veiðimaður misti álit sitt af því
hann var hræddur. Hinn náði hylli fólks-
ins af því hann var hugrakkur.
Það er sagt um vora fyrstu* foreldra
að þau földu sig þegar Guð nálgaðist. Skap-
arinn kallaði: “Adam, hvar ertu?” Hann
svaraði: “Ég heyrði raust þína . . . og varð
hræddur . . . og faldi mig.” Hann var
hræddur við þann sem hafði veitt honum
velgjörðir og séð honum fyrir hamingju-
sömu lífi. Synd og ranglæti eyðileggur
kærleika og traust, vekur hjá oss ranga
hugmynd um Guð, og orsakar hræðslu í
stað trúar og kærleika.
Jesús sagði dæmisögu um ríkan mann,
sem fékk þjónum sínum fé í hendur til að
ávaxta það meðan hann væri í burtu. Ein-
um fékk hann 5 pund og á þeim græddi
hann önnur 5 pund. Annar tók á móti
tveimur pundum og hann græddi á þeim
önnur tvö. Sá þriðji tók á móti einu pundi,
en hann gjörði enga tilraun til að ávaxta
það. Þegar hann var krafinn reikningskap-
ar fyrir, kæruleysi sitt svaraði hann “Ég
vissi herra að þú ert harður maður . . .
þetta hræddist ég.’ Hræðsla, sekt, og mis-
skilningur á eiginlegleikum Guðs fylgist
altaf að.
Heimurinn sem vér lifum í er fullur af
hræðslu og kvíða. Menn eru hræddir við
framtíðina, hræddir við óstöðugleika
allra hluta, hræddir við menn. Það er lítið
af kærleika og trausti, því enginn getur
elskað sem er óttasleginn. “Það sem ég
hræðist mest í heiminum er hræðslan,”
er haft eftir Montaigne.
Einu sinni heyrði ég litla stúlku lesa
bænir sínar við kné móður sinnar. Svo
bauð hún góða nótt með kossi. Um leið
sagði hún svo sakleysislega við föður sinn:
“Pabbi, hefir þú lesið bænirnar þínar?”
Aldrei hef ég séð nokkurn mann eins
sneypulegan. Hann skorti, hugrekki til að
biðja. Þetta er það sem stendur í vegi
fyrir fjölda manna. “Ég var hræddur”. Vér
höfum mikla þörf fyrir hugrekki nú á
dögum. Vér þurfum hugrekki til að vitna
um Guð og vinna fyrir hann.
H. W. LOWE
----------*---------
SMÁVEGIS
Danskir landkönnunarmenn hafa fund-
ið blý og úraníu námur á Grænlandi.
Australía hefir fjórar flugferðaleiðir
fyrir lækna. Árið 1947 flugu þeir 289,239
mílur og fluttu 603 sjúklinga frá fjarlæg-
um heimilum inn til sjúkrahúsa í borgun-
um.
>4-4-
Ameríkumenn eyddu 112.800.000 doll-
urum fyrir rakhnífa og rakhnífa blöð árið
1947.
4-4-4-
Rússneskir vísindamenn hafa verið
sendir til Kamchatka skagans í norður
Kyrrahafinu, til að gjöra tilraun með að
nota heitar vatnsuppsprettur til að fram-
leiða grænmeti í hitunarhúsum árið um
kring.
4-4-4-
Vísindamenn álíta að mannsaugað noti
um einn fjórða hluta af taugastyrk líka-
mans.
4-4-4-
Yfir 30 miljón pund af lifur úr ýmsum
skepnum eru árlega notuð við meðaltilbún-
ing gegn blóðleysi og öðrum sjúkdómum.
4-4-4-
Það er haft fyrir satt að íbúar heimsins
hafi fjölgað um 10 af hundraði síðastliðin
10 ár.
Hér um bil 1.330.000 heimili í Banda-
ríkjunum nota olíu til að hita upp heimili
sín. !