Stjarnan - 01.03.1949, Side 6
22
STJ AKNAN
sem var bygð svo vel og varanlega. Ó-
hversu lítilfjörleg eru hin mestu mann-
virki í samanburði við náttúruöflin. Jafn-
vel traustustu byggingar eyðileggjast þeg-
ar jörðin hristist og hreifist. í Fukui var
sjölyft bygging úr stáli og steinsteypu, það
var Daiwa verslunarhúsið, varanlega bygt.
Það hristist hallaðist, sprakk, brotnaði og
féll smámsaman.
Seinna heims stríðið, með allri þess
eyðileggingu á borgum, stórhýsum og
minnismerkjum, sýnir oss hvað öll verk
manna eru lítilsvirði. Þessi síðasti jarð-
skjálfti minnir oss á að “Fegurð þessa
heims hverfur.” “Hið sýnilega er tíman-
legt en hið ósýnilega eilíft.” 2 Kor. 4:18.
Guð bendir á þetta fyrir munn spá-
mannsins er hann segir: “Hinn vitri hrósi
sér ekki af sinni visku, og hinn sterki
hrósi sér ekki af styrkleika sínum, og hinn
auðugi hrósi sér ekki af auð sínum, held-
ur hrósi hver sér af því, sá er vill hrósa sér,
að hann sé hygginn og þekki mig, að það
er ég, Drottinn, sem auðsýni miskunsemi,
rétt og réttlæti á jörðinni, því að á slíku
hef ég velþóknan segir Drottinn.” Jer.
9:23-24.
Spyrjið sálmaskáldið. “Drottinn, hver
mun setjast í þína tjaldbúð? Hver mun búa
á þínu heilaga fjalli? Sá, sem fram gengur
flekklaus, gjörir rétt og talar sannleikann
af hjarta.” Sálm. 15:1-2.
Það sem Guð metur mest er hreint
hjarta og heilagt líferni. Enginn jarð
skjálfti,, eldur eða önnur slys geta eyði-
lagt það. Það er meira virði en allar jarðn-
eskar eignir, það stendur gegn um allar
skelfingar.
Hinn guðdómlegi spádómur segir fyrir
að sá mesti jarðskjálfti sé ennþá í fram-
tíðinni. Jóhannes postuli sá hann í sýn:
“Himininn hvarf eins og samanvafið bók-
fell, og hvert fjall og ey færðist úr stöðvum
sínum. Konungar jarðarinnar, höfðingjar
og hershöfðingjar, auðmenn og ríkismenn,
þegn og þræll fólu sig í hellum og hömrum
fjalla. Og sögðu til fjallanna og hamranna:
Hrynjið yfir oss og felið oss fyrir ásjónu
þess sem á hásætinu situr og fyrir reiði
lambsins, því nú er kominn sá mikli dagur
hans reiði. Hver fær nú staðist?” Op.
6:14-17.
Öll mannvirki verða einkisvirði á þeim
degi. En þeir sem hafa undirbúið hjarta
sitt munu geta staðist. Þeir eiga það sem
varanlegt er. Mitt í umturnun náttúrunnar
munu þeir líta upp og segja: “Sjá þessi
er vor Guð vér vonuðum á hann að hann
mundi frelsa oss. Þessi er Drottinn. Vér
vonuðum á hann. Fögnum og gleðjumst
yfir hjálpræði hans.” Jes. 25:9.
Með öruggri fullvissu vænta þeir frels-
'unar, því þeir hafa bygt og þroskað guð-
dómlegt innræti. Þeir hafa bygt varanlega.
F.A.S.
-----------+-----------
Dr. Davíð Paulson
Þegar Dr. Davíð Paulson var lítill dreng-
ur týndi hann vasahnífnum sínum. Fyrir
hann var það næstum eins alvarlegt eins
og ef einhver tapaði bílnum sínum nú á
dögum. Hann leitaði og leitaði og fann ekki
hnífinn. Loks sagði hann við sjálfan sig:
Guð veit hvar hnífurinn minn er ég ætla
að biðja hann að hjálpa mér að finna hann.
Hann féll nú á kné og bað, fór svo aftur að
leita og fann hnífinn. Ekkert er svo lítil-
fjörlegt að Guð veiti því ekki eftirtekt.
Enginn smáfugl fellur til jarðar án vilja
hans. “Jafnvel öll yðar höfuðhár eru talin,”
segiir Jesús. Honum er velþóknanlegt að
vér leggjum fram fyrir hann það smæðsta
engu síður en hið stæðsta. Ó hve dásamlegt
að ei'ga slíkan föður.
C.O.G.
-------------*-------------
Bandaríkja fólk notar um 380 egg að
meðaltali fyrir hvern mann yfir árið.
♦ ♦ ♦
San Francisco, Californía hefir fleiri
talsíma í samanburði við fólksfjölda held-
ur en nokkur önnur borg heimsins. Þar er
einn talsími fyrir hverja tvo íbúa. Wash-
ington, D.C. hefir lítið eitt færri að tiltölu
við fólksfjölda.
♦ ♦ ♦
Árið 1800 voru 6.1 manns fyrir hverja
ferhyrningsmílu í Bandaríkjunum. Árið
1900 voru það 25.6. En nú eru 48.2 íbúar
fyrir hverja ferhyrningsmílu að meðaltali.
♦ ♦ ♦
Slys út um landið kostuðu bændur í
Ameríku 19.500 mannslíf árið 1947.