Stjarnan - 01.03.1949, Side 4
20
STJARNAN
búinn ef við kynnum að lenda fyr en áætl-
að var. Það var nístandi köld nótt, en ég
fann ekki til kuldans. Það brann eldur í
sál minni sem hélt mér heitum. Ég var að
koma heim. Ég vildi fyrir hvern mun sjá
landið mitt strax er það kæmi í augsýn.”
Þesskonar hrifning ætti að gagntaka oss
öll einmitt nú. Hin lánga vegferð vor er
þegar á enda. Vort himneska heimkynni
er örskamt í burtu. “Nóttin er bráðum
liðin, dagurinn er í nánd.” Óskandher að
eldur eftirvæntingarinnar vermi hjörtu
vor þangað til dagur rís.
Sökum þess hve áliðið er ættum vér
ávalt að gæta þess að vera ávalt reiðubún-
ir að breyta samkvæmt Guðs vilja. Þegar
síðasta nóttin á undan syndaflóðinu nálg-
aðist sagði Guð við Nóa: “Gakk þú og alt
þitt fólk í örkina.” Eftir öll hin löngu og
mörgu ár erfiðis og eftirvæntingar, var nú
aðeins ein vika eftir þangað til hinn skelfi-
legi viðburður kæmi sem eyðilagði þann
heim sem þá var. Það varð að hafa hraðan
á ef Nói og fjölkylda hans átti að bjargast.
Þau urðu að fara inn í örkina og það taf-
arlaust. Þau fylgdu leiðbeiningu Guðs og
frelsuðust, en alt annað tortýndist.
Guð kallar óss nú með hinni sömu al-
vöru til þess að fullkomna undirbúning
vorn áður en stormur hinnar guðlegu
hegningar skellur yfir aftur: “Komið þér
mitt fólk,” segir hann, “gakk þú þjóð rrtín
inn í herbergi þitt og lyk aftur dyrunum
á eftir þér, fel þig skamma stund uns reið-
in er liðin hjá, því sjá Drottinn gengur út
frá aðsetur stað sínum til þess að hegna
íbúum jarðarinnar fyrir misgjörðir
þeirra.” Jes. 26:20.21.
Takið eftir því, að í bæði skiftin segir
Guð komið. Hann sagði ekki við Nóa:
“Farið inn í örkina,” heldur “Komið,” það
var ætlun hans að vera með Nóa og fjöl-
skyldu hans á komandi þrautastundum,
hann ætlaði að vera með þeim þangað til
stormurinn væri um garð genginn. Eins
er það nú, hann segir við oss komið. Hann
býður oss að vera framvegis með sér
hversu dimt og ægilegt sem það kann að
verða.
Hversu óútmálanleg föður umhyggja
fyrir oss lýsir sér í þessu. Hér sjáum vér
enn merki þeirrar elsku sem yfirgengur
allan skilning, sem fyrirhugaði glötuðum
uppreisnar heimi frelsi og fyrirgefningu,
og sendi sinn eingetinn son, sem var sæmd
og gleði himinsins, til að deyja á krossin-
um fyrir vorar syndir, svo vér fengjum þær
fyrirgefnar “til þess að hver sem á hann
trúir ekki glatist heldur hafi eilíft líf.” Jóh.
3:16.
Það er þessi sama elska til vor sem seg-
ir: “Komið nú og eigumst lög við, segir
Drottinn, þó að syndir yðar séu sem skar-
lat, skulu þær verða hvítar sem mjöll.”
Jes. 1.18. og “Komið til mín allir þér sem
erfiðið og þunga eruð hlaðnir, ég mun
veita yður hvíld.” Matt. 11:28. Einnig,
“Andinn og brúðurin segja: Kom þú, og
hver sem vill hann taki ókeypis lífsvatnið.”
Op. 22:17.
Það er altaf, komið, alveg eins og Guð
segði persónulega til hvers eins útaf fyrir
sig: “Já, með ævarandi elsku hefi ég elsk-
að þig, fyrir því hef ég látið náð mína
haldast við þig.” Jer. 31:3.
Þannig biður hann oss með kærleiks-
ríkri alvöru að koma og fela oss og hann
æskir þess að vér svörum með einlægni og
áhuga, ekki af ótta, heldur með barnslegu
trausti, ekki af því að vér séum hræddir
við afleiðingarnar fyrir sjálfa oss ef vér
ekki tqkum boði hans, heldur vegna þess
að vér getum ekki hafnað hans ómótstæði-
lega, laðandi kærleika.
Hann vill vér minnumst meðaumkvun-
ar hans við oss, umburðarlyndis hans kær-
leika og þolinmæði, og • hans dásamlegu
ráðstafana um framtíð vora í hinum kom-
anda heimi, svo vér komum í skyndi þeg-
ar andi hans kallar eins og unnustinn þegar
hann heyrir rödd unnustu sinnar.
“Felið yður,” segir hann við oss. En
hvar? Ekki í einhverjum hellis skúta, eða
gryfju niðri í jörðinni, eða einhverstaðar
uppi á reginfjöllum, heldur við hlið hans
sjálfs, öruggir og óhultir undir verndar-
væng hans.
í mörgum dýrðlegum loforðum, sem
rituð eru einmitt1 fyrir núverandi tíma,
veitir hann oss fullvissu um almáttuga
vernd hvað sem fyrir kann að koma. Fyrir
munn sálmaskáldsins segir hann við oss:
“Sæll er sá, er situr í skjóli hins hæsta,
sá er gistir í skugga hins almáttuga. Sá,
er segir við Drottinn: “Hæli mitt og há-
borg, Guð minn er ég trúi á, því að hann