Stjarnan - 01.03.1949, Síða 7
STJARNAN
23
Örugg von í stað örvæntingar
Nafnkunnur ritstjóri einn skrifaði
snemma árið 1948 að heimurinn væri full-
ur af örvænting og svartsýni, Sólin væri
gengin til viðar um bjartan dag. Svo hélt
hann áfram: “Þetta er að nokkru leiti
afleiðing af óreiðu í fjármálum og stjórn,
einnig af ótta fyrir stríði í ýmsum áttum
heimsins . . . En það er líka annað og
þyngra mein sem getur valdið þessu, veikl-
aðar taugar. Afleiðingin er alment von-
leysi.”
Þessi svartsýni gjöirir alstaðar vart við
sig á vörum og í hjarta fjöldans. Alstaðar
virðist að sú sannfæring ríki og festi æ
dýpri rætur að eyðilegging í stærri stýl,
heldur en áður hefir þekst sé rétt fram-
undan. Að vísu fer fleira fólk á leikhús
og aðrar skemtanir heldur en áður. En
þeir geta ekki hrint af sér hræðslunni um
að einhver voðaleg skelfing sé fyrir hendi.
Ritstjóri blaðsins “The Christian Cen-
tury” (Jan. 1948) segir: “Útlitið alstaðar
í alþjóða stjórnarmálum er að verða enn
alvarlegra . . . Menn leggja engan trúnað
lengur á hugbreystingarorð leiðtoga þjóð-
ar sinnar. Þeir geta ekki séð alt sem fram
fer, en þeir sjá nóg til þess að sannfærast
um að heimurinn er að glatast.
“Sannleikurinn er sá að vér erum allir
dauðadæmdir, nema eitthvað nýtt komi
upp sem gefur heimsmálunum nýja stefnu.
Sem stendur líðum vér af ótta íyrir ein-
hverri framtíðar skélfingu, vér vitum það
allir hvort sem vér viljum kannast við
það fyrir sjálfum oss eða ekki.”
Hin eina von sem hann lætur í ljósi
er ef stofnuð væri alheims stjórn. Ef það
er ómögulegt þá eru “forlög siðmenningar
vorrar innsigluð. Sú leið sem vér nú fylgj-
um endar í afgrunninu.”
Margir fleiri hafa látið í Ijósi svipaða
skoðun, þeir eru sannfærðir um að manns-
ins eina von er stofnun alheimsstjórnar. En
ef það er rétt ályktað, þá mega menn ör-
vænta. Því ef alþjóðanefndin getur ekkert
áunnið, hvernig má þá vænta að alþjóða-
stjórn geti komist á nógu fljótt til að af-
stýra alheims eyðileggingu þeirri sem allir
óttast fyrir?
En ef alheims stjórn er ómöguleg eða
óhugsandi, þurfum vér þess vegna að láta
hugfallast og gefa upp alla von? Nei. Vissu-
lega ekki. Sannkristinn maður þarf aldrei
að láta hugfallast. Trúarbrögð hans bera
með sér úrlausn allrasmannlegria viðfangs-
efna. í Biblíunni finnum vér boðskap Guðs
einnmitt fyrir yfirstandandi tíma. Sá boð-
skapur snýst um vorn lifandi frelsara
Jesúm Krist. Hann sem dó og reis upp
aftur og nú situr til hægri handar guðlegri
hátign á hæðum og mun innan skams
'koma í dýrð og veldi.
Þetta er gleðiboðskapurinn, sem Guð
gegn um þjóna sína sendir til als mann-
kynsins nú á dögum. í þessum boðskap
er innifalin lifandi von sem nægir til að
hrekja burt hið dimmasta myrkur vonleys-
is og örvæntingar.
A.S.M.
-------------*------------
Ég var hræddur
Alt var í uppnámi í litla Afríku þorpinu
þegar við komum þangað inn um eftir-
miðdaginn Gamli höfðinginn heilsaði okk-
ur vingjarnlega og sagði að stór svartur
höggormur hefði komist inn í eitt húsið
sitt. Hann gat engan fundið sem hefði
hugrekki til að fara inn og ráðast á þennan
hættulega óvin. Ég spurði hvar hinn frægi
veiðmaður hans væri og frétti þá að hann
vildi ekki fara inn í torfkofann þar sem
höggormurinn hékk niður úr rjáfrinu. Ég
lét kalla á þennan veiðimann. Hann kvaðst
hafa farið inn í kofann, en hánn gat ekki
barist við höggorminn. “Hvers vegna
ekki?” spurði ég. Hann hengdi niður höfuð-
ið, reyndi að brosa og sagði: “Ég var
hræddur.” *
Samferða mér var ungur kristinn kenn-
ari, hann var einn hinna hugrökku veiði-
manna. Vér litum inn í kofann og sáum
óvenjulega stórann höggorm hanga með
hausinn niður frá þakinu og veifa sér fram
og aftur tilbúinn að ráðast á hvern sem
kæmi nálægt. Kennarinn sem með mér var
hafði stóran veiðihníf. Hann sagði að hér
væri tækifæri til að vitna um kristnu trúna
fyrir heiðingjunum. Hann fór inn í kofann
og lokaði dyrunum, svo birtan frá þeim
gjörði honum ekki villuljós. Hann gjörði
ráð fyrir þær yrðu opnaðar ef hann hróp-
aði.