Stjarnan - 01.04.1949, Qupperneq 1

Stjarnan - 01.04.1949, Qupperneq 1
STJARNAN APRÍL, 1949 — Innsöfnunarblaðið LUNDAR, MANITOBA Alheims trúboðstarf Sjöunda dags Aðventistar taka hjartan- lega og með miklum áhuga á móti skipun Krists að fara út um allan heim og kunn- gjöra gleðiboðskapinn allri skepnu. Áform vort sem einstaklingar, og sem söfðnuður trúaðra manna er, að framkvæma þessa skipun. Vér helgum þessu starfi sjálfa oss tíma vorn, krafta, hæfilegleika og fé. Um leið og vér prédikum fagnaðar erindið notum vér stórfé til að útvega fæði og klæðnað fyrir þá sem líða hungur og kulda 1 ýmsum löndum heimsins. Söfn- uðir vorir hafa líknarfélög, sem annast um að útvega fatnað, mat og peninga fyrir þá sem líða skort. Vér æfum lækna og hjúkr- unarfólk og sendum það út til að lina þjáningar fólks svo þúsundum skiftir þar sem þörfin er mest fyrir hjálp. Vér höfum starf í öllum löndum heims- ins. Frá Hammerfest nyrstu borg heimsins til Punta Arenas syðstu borgarinnar, og á öllum meginlöndum og helstu eyjum heimsins. Tækifærin til að starfa hafa margfald- ast síðan stríðinu linti. Aldrei hefir þörfin verið meiri en nú eða beiðnin um hjálp meira knýjandi. Nú eru bestu tækifæri til að flytja fagnaðar erindið. Á seinni árum hafa fundist nýir frum- þjóðaflokkar á miðbiki Nýju Guineu. Þetta fólk er farið að veita góða eftirtekt þegar það á kost á að heyra gleðiboðskap- inn. Þeir eru farnir að biðja um kennara og prédikara til að starfa meðal þeirra. Ný- lega höfum vér sent 8 fjölskyldur auk þeirra sem fyrir voru til að starfa meðal þeirra og þar að auki 70 innlenda kennara. En þetta nægir ekki. Vér þurfum hundruð fleiri guðelskandi starfsmenn til að senda þessu fjölmenna fólki. Það er sagt að síðan á dögum postul- anna hafi, ekki verið eins gott tækifæri og nú fyrir kristilegt starf í Japan. Aldrei fyr hafa Japanar haft svo mikinn áhuga fyrir að heyra gleðiboðskapinn. Vér höfum útlenda trúboða þar og einnig fjölda innlendra starfsmanna, sem vinna við heilbrigðisstarf, uppeldisstofn- anir og prentsmiðjur þar sem kristileg rit eru prentuð. En vegna þess hvað fólkið er áhugasamt og tækifærin góð, þá þurfum vér að senda miklu fleiri menn og meira fé til starfsins, í þessu landi sólaruppkomunn- ar. Frá Indlandi kemur innileg beiðni um hjálp til að flýta boðskapnum. Þar er nýr dagur runninn upp. Menn eru að yfirgefa hjátrú og gamlar venjur, en snúa sér til Krists. Hið sama á sér stað í Kína. Alt meginland Afríku er í svipuðu ást- andi. Fleiri starfsmenn, meira verkefni er nauðsynlegt til að styrkja starfið og hjálpa fjöldanum sem kemur til að taka á móti fagnaðar erindinu. Frá Norður og Suður Ameríku, Indon- esíu, Filippaeyjunum, Indo Kína, Siam, Burma, frá allri Evrópu, og fjölda eyja í Atlantshafinu, Kyrrahafinu og Indlands- hafi koma bænaskrár um að flýta sigurför fagnaðar erindisins. Til að mæta þörfum og nota tækifæri yfirstandandi tíma fórna Sjöunda dags Aðventistar sjálfum sér og öllu sínu til Guðs til að hjálpa fólki að undirbúa sig fyrir hið dýrðlega komandi ríki Drottins vors og frelsara Jesú Krists. Vér notum líka þetta tækifæri til að þakka öllum fjölda vina vorra, sem ásamt oss leggja fram af fé sínu til að styðja þetta alheims trúboðstarf. J. L. McELHANY

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.