Stjarnan - 01.04.1949, Qupperneq 5

Stjarnan - 01.04.1949, Qupperneq 5
STJARNAN 29 kemur óttalaus og fer vonlaus. Fólk nú á tímum álítur sig ekki syndugt, það skilur ekki sína andlegu neyð . . . Gremja og ilt umtal um aðra þrífst hjá þeim sem álíta sjálfa sig öðrum betri. Minnumst þess hvað Guðs orð segir: “Ef vér segjum vér höfum ekki synd þá svíkjum vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss. En ef vér játum vorar syndir þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur oss synd- irnar og hreinsar oss of öllu ranglæti.” 1 Jóh. 1:8.-9. Þegar vér sjáum sjálfa oss í ljósi kross- ins á Golgata þá þráum vér fyrirgefning og frelsun frá synd. . M.L.N. -----------*----------- “Látið sama lunderni vera í yður” Guð vill að vér séum áhugasamir, starfsamir kristnir menn. Páll postuli kemst þannig að orði: “Svo áminni ég yður bræður, að þér vegna miskunar Guðs, bjóðið fram líkami yðar að lifandi, heil- agri, Guði þóknanlegri fórn, og er það skynsamleg guðsdýrkun af yðar hendi.” Róm. 12:1. Þetta heimtar sjálfsafneitun og sjálfsfórn, en það verður að sýna sig í lífi hvers sannkristins manns. Páll samlíkir lífi hins kristna við reynslu hermannsins. Þegar hann skrifar Tímóteusi segir hann: “Þú skalt að þínu leiti ilt þola eins og góður hermaður Jesú Krists.” 2. Tím. 2:3. Enginn hermaður veit hvað mikið verður af honum heimtað fyrir föðurland hans og konung. Hann gengur í herinn, annaðhvort sjálfboðaliði eða sam- kvæmt skipun. Hann getur komist í hættu, orðið að yfirgefa góða stöðu, og þurft að ganga margs á mis. Hann hefir ekkert lof- orð um að koma lifandi heim aftur. Páll segir vér séum hermenn Krists. Oss eru ætluð margskonar störf sumir yfir- gefa góða stöðu og fjárhagslegt sjálfstæði, svo þeir geti fórnað tíma sínum og lífi til eflingar Guðs ríki. Sumir yfirgefa heim- ili, ástvini og föðurland til þess að gjörast hermenn Kriáts í fjarlægum löndum. Vér fáum ekki fremur en hermenn stjórnar- innar neitt loforð um að vér komum lifandi aftur. Margir koma aldrei aftur. Þeir liggja jarðaðir í Kína, Indlandi, Afríku eða Suð- urhafseyjunum, Þessir hermenn Krists hafa látið líf sitt í þjónustu hans. Þeir hafa tekið til sín og hlýtt orðinu: “Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var,” og eins og hann hafa þeir verið hlýðnir alt fram í dauðann. Höfum vér sýnt nokkuð svipaða sjálfs- fórn? Eða er það fyrsta áhugamál vort að tryggja sjálfum oss þægileg lífskjör, og vonumst svo eftir að frekari sjálfsafneitun verði ekki af oss heimtuð? Skömmu eftir að ég hafði tekið læknis- próf fyrir nokkrum árum síðan mætti ég skólabróður frá yngri árum sem spurði: “Hvað ætlar þú fyrir þér Ted? Hvar ætlar þú að setjast að til að stunda lækningar?” Ég kvaðst ætla að starfa hér um tíma með- an ég væri að komast úr skuldum, svo færi ég aftur til Indlands. Hann leit á mig með augna tilliti sem lýsti bæði undrun og meðaumkvun og sagði: “Athugaðu nú Ted, þú skuldar félaginu ekkert. Öll þessi ár sem þú og Jennie hefir unnið þarna úti á hinum enda heimsins. Tólf ár í landi eins og Indland er langur tími. Settu þig niður sem læknir einhverstaðar hér heima, svo þú getir notið góðs af því, sem þú hefir erfiðað fyrir öll þessi síðastliðin 5 ár. Hvílíkur misskilningur á skyldu krist- ins manns. Ég skuldaði fólkinu á Indlandi svo lengi sem þar var nokkur sem ekki þekti frelsara sinn, eða svo lengi sem ég hafði krafta og tækifæri til að starfa. Páll postuli sagði: “Skyldukvöð hvílir á mér, já vei mér ef ég ekki boðaði fagnaðar ernindið.” 1 Kor. 9:16. Einmitt þessi sjálfsfórnarandi gjörði al- heimsstarf vort mögulegt og hinn undra- verða framgang þess. Það er mjög eftir- tektaverð skipun, sem gefin verður rétt áður en jörðin verður eyðilögð við endur- komu Krists: ‘Safnið saman dýrkendum mínum, sem gjört hafa sáttmála við mig með fórnum.” Þarna er eins og undir- skilið hvernig fer fyrir þeim sem ekki hafa gjört sáttmála við Guð með fórnum. Allir sem bera nafn Krists eiga að vera meðstarfendur hans, og leggja fram líf og krafta til eflingar hans ríkis. Hugrakkir starjsmenn út um heim. Ef vér heima erum freistaðir til að álíta að vér fórnum miklu fyrir starf guðs ríkis, þá athugum reynslu hinna hugrökku

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.