Stjarnan - 01.04.1949, Page 7

Stjarnan - 01.04.1949, Page 7
STJARNAN 31 Hans vegna Það var eftir ákaflega harðan bardaga. Dauðir menn og særðir lágu hér og þar á orustuvellinum. Einn særður hermaður var grátandi að reyna að hjálpa deyjandi vini sínum og hughreysta hann. “Ó Jim,” sagði hann grátandi, “ég vildi það væri ég en ekki þú. Ég á engan vin nema þig, það verður líka svo þungt fyrir föður þinn. Er nokkuð sem ég get gjört fyrir þig?” Hinn deyjandi hermaður bað um skriffæri og pappír sem væri í tösku hans. Svo orð- aði hann bréf til föður síns og í endir þess bætti hann við: “Þegar George heimsækir þig þá gjörðu fyrir hann það sem þú get- ur.” Svo bað hann George að hjálpa sér til að skrifa undir það, og hann skrifaði: “Vegna Jims, sonar þíns.” George tók brefið heim til Ameríku nokkrum mánuðum seinna, og einn dag fór hann upp að stóru verslunarhúsi. Á skrifstofuhurðinni stóð: “Formaðurinn,” og nafn föður Jims. George var hálf feim- inn en hann hélt á bréfinu í hendinni. Þegar hann stóð fyrir framan skrifborðið gat hann ekki komið upp orði, aðeins rétti fram bréfið og beið meðan það var lesið. Eftir það sem honum fanst langur tími, gekk maðurinn með hægð yfir að gluggan- um. Eftir nokkrar mínútur sneri hann sér við, leit á George, gekk til hans, lagði hönd sína á öxl hans og sagði: “Ég tel víst að þú ert George.” “Já, herra minn.” ‘Hvar áttu heima George?” “Ég hef ekkert heimili. Ég er nýkominn úr hernum. Foreldrar mínir eru bæði dáin.’ Dauft bros sást á andliti verslunar- mannsins er hann sagði: “Fyrst Jim hefir valið þig fyrir vin George, þá hlýtur þú að vera góður drengur. Viltu hans vegna koma heim með mér og taka hans pláss, sem sonur minn. Ég átti engan annan. Alt sem ég á verður þitt. Ég veit Jim mundi vilja hafa það þannig.” C.O.G. ------------*------------ Eandaríka bóndinn fær nú helming verðs fyrir hvern dollar sem látinn er fyrir matvæli Hinn helmingurinn fer fyrir flutn- ing og sölukostnað. Með Pardusdýri inni í húsi Vér þurfum allir varðveislu Guðs hverjir sem vér erum og hvar sem vér erum, en mér finst vér þörfnumst hennar þó mest hér úti á trúboðstöðvunum. Það væri hægt að segja margar sögur um hvernig Guð hefir varðveitt börn sín mitt í dauðans hættu. *Ég ætla að segja eina þeirra. Innsöfnun fyrir trúboðið var byrjað. Prestar og kennarar fóru að heiman nokkra daga til að heimsækja sem flesta í Sierra Leone, einn af kennurunum varð fyrir reynslu sem mikið styrkti trú hans. Það var orðið dimt. Hann gat ekki haldið áfram til næsta þorps, svo hann tók sér nátt stað á litlum sveitabæ mitt inn í skóg- inum. Kofinn sem hann gisti í hafði dyraum- búðir og gluggakistur, en hvorki hurðir né glugga. Kennarinn hafði sofið aðeins stutta stund þegar hann vaknaði við ein- hvern hávaða meðal sauðfjár og geita sem voru úti á vegg svölunum. Húseigandinn sem svaf í öðru herbergi fór á fætur og hrópaði: “Pardusdýr, pardusdýr,” svo flýtti hann sér inn í húsið og pardusdýrið á eftir honum. Hann, kona hans og barn stukku út um glugga á bakhlið hússins, en pardusdýrið nam staðar í húsinu. Þá var það að kennarinn sá glóra í augu þess er það kom yfir að dyrunum á herbergi hans. Honum datt ekki í hug að biðja um frelsun. Það sýndist ómögulegt, en hann bað Guð að láta sig deyja áður en pardusdýrið réð- ist á hann, annaðhvort að höggormur biti hann eða eitthvað, svo Pardusdýrið dræpi hann ekki, það er svo voðalegur dauðdagi. En Guð svaraði ekki þeirri bæn að láta höggorm bíta hann. Stundum gjörir Guð betur fyrir oss heldur en vér höfum vit á að biðja hann um. Meðan kennarinn bað kom pardusdýrið inn í herbergi hans, sneri svo baki við kennaranum og fór út um dyrnar aftur. Meðan á þessu stóð höfðu nágrannarnir sett net í kring um húsið og biðu svo fyrir utan með barefli í höndunum þar til par- dusdýrið kæmi út. “Það er alt svo kyrt inni, hann hlýtur að vera að éta kennar- ann,” hvísluðu menn hver að öðrum. En þögnin hélst svo lengi að menn furðaði á

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.