Stjarnan - 01.07.1951, Side 5
STJARNAN
53
skulu allir undir lok líða, segir
Drottinn“. Jes. 66:16.—17.
6. Alvarleg aðvörun er gefin gegn
áfengi. „Vínið er spottari, sterkur
dykkur glaumsamur, hver sá sem
drukkinn reikar er óvitur“.
„Hver æjar? Hver kveinar? flver á
í deilum? Hver kvartar? Hver fær
sár að þarflausu? Hver rauð augu?
Þeir sem sitja við vín fram á næt-
ur, þeir sem koma saman til að
bergja á krydduðum drykkjum.
Horf þú ekki á vínið hve rautt það
er, hversu það glóir í bikarnum og
rennur ljúflega niður. Að síðustu
bítur það sem höggormur og spýtir
eitri sem naðra“. Orðskv. 20:1. og
23:29.-32.
7. Allur vondur vani ætti að vera
lagður niður.
„Þar eð vér höfum þessi fyrirheit
elskaðir, þá hreinsum sjálfa oss af
allri saurgun á holdi og anda, svo
svo að vér náum fullkomnum heilag-
leik með guðsótta“. 2Kor. 7:1.
X. Hvernig geiur maður lifað verulega
hófsömu lífi?
„Sérhver sem tekur þátt í kappleikj-
um er bindindissamur í öllu. Þeir
til þess að hljóta forgengilegan sigur
sveig, en vér óforgengilegan. Þess
vegna hleyp ég þá ekki eins og upp
á óvissu. Ég berst eins og hnefa-
leikamaður sem enginn vindhögg
slær, en ég leik líkama minn hart
og gjöri hann að þræli mínum, til
þess að ég, sem hef prédikað fyrir
öðrum, skuli ekki sjálfur verða
gjörður rækur“. lKor. 9:25.—27.
1. Lærið gott að gjöra. „Þvoið yður,
hreinsið yður, takið ilskubreytni
yðar burt frá augum mínum. Látið
af að gjöra ilt. Lærið gott að gjöra
leitið þess, sem rétt er, hjálpið þeim
sem fyrir ofríki verður, rekið rétt-
ar hins munaðarlausa og verjið mál-
efni ekkjunnar“. Jes. 1:16.—17.
2. Guðs dýrð á að vera vort helzta.
áhugamál. „Hvort sem þér því etið
eða drekkið, eða hvað sem þér gjör-
ið þá gjörið það alt Guði til dýrðar“.
lKor. 10:31.
3. „Alt megna ég fyrir hjálp hans sem
mig styrkan gjörir“. Fil. 4:13.
4. Gleymum því liðna. Keppum að
takmarkinu.
„En eitt gjöri ég, ég gleymi því sem
að baki er en seilist eftir því sem
fyrir framan er, og keppi þannig
að markinu til verðlaunanna, sem
himinköllun Guðs fyrir Krist Jesúm
býður mér“. Fil. 4:14.
5. „Látum oss því .... létta af oss allri
byrði og viðloðandi synd, og þreyt-
um þolgóðir skeið það, sem fyrir
oss er sett, og beinum sjónum vor-
um til Jesú, höfundar og fullkomn-
ara trúarinnar, til hans, sem 1 stað
þeirrar gleði, sem hann átti kost á,
leið þolinmóðlega á krossi, mat
smán einkis, og hefir sest til hægri
handar hástóli Guðs. Virðið því
fyrir yður þann, sem þolað hefir
slík andmæli gegn sér af syndurum,
til þess þér þreytist ekki lémagna
á sálum yðar. í baráttu yðar við
syndina hafið þér ekki ennþá staðið
í gegn svo blóð hafi runnið“. Hebr.
12:1.—4.
---------A-----------
„Ef þú hefðir séð það sem
ég sá"
Fyirir nokkrum árum starfaði undirrit-
aður í Arkansas og Lousiana. í söfnuði
vorum þar sem ég bjó var ein af trú-
systrum vorum sem afsagði alveg að fara
hús úr húsi með smárit til að gefa fólk-
inu. Nafn hennar var Hulsa. Hún var svo
hrædd við að heyra mótmæli eða háðs-
yrði þeirra, sem hún mætti. Aðrir safn-
aðarmenn og konur fóru út með blöð og
smárit og það veitti þeim verulega á-
nægju. En blöðin sem Mrs. Hulsu var
ætlað að fara með söfnuðust saman viku
eftir viku.
Mr. Hulsa var vélstjóri á járnbrautar-
lest. Yfirmenn hans höfðu ámint hann
aftur og aftur um að hætta að drekka, en
árangurslaust, en nú var honum vísað í
burtu. Þetta vakti hann upp svo hann
hætti að drekka. En félagið sem hann hafði
unnið hjá vildi ekki taka hann í vinnu
aftur. Þeir höfðu áður gefið honum svo
mörg tækifæri. Hann sagði nú konu sinni
að hann ætlaði til California, þar sem
hann var óþektur og sækja um vinnu hjá