Stjarnan - 01.07.1951, Blaðsíða 7
STJARNAN
55
Bæði faðirinn og allir synir hans pönt-
uðu bókina og borguðu hana fyrir fram.
Þegar maðurinn kom til að skila bókun-
um gaf hann' þeim Biblíulestur og þeir
innrituðust í Biblíu bréfaskólann. Nokkru
seinna frétti hann að þeir væru farnir að
halda öll Guðs boðorð.
í Dominican lýðveldinu voru 5 manns
sem meðtóku frelsarann eftir að hafa lesið
Deiluna miklu, og skamt þaðan meðtóku
6 manns frelsarann eftir að lesa „Eftir-
sókn aldanna“ og einn eftir að lesa bók-
ina „Þessi alvarlegi tími“. —C. O. G.
-----------☆------------
Samkvæmt miskun sinni
„Þá frelsaði hann oss ekki vegna rétt-
iætisverkanna, sem vér höfum unnið,
heldur samkvæmt miskun sinni fyrir
iaug endurfæðingarinnar og endurnýjun-
ur heilags anda“. Títus 3:5. Aftur og aftur
er þessi dýrmæti sannleikur um frelsun
af Guðs náð í Jesú Kristi endurtekinn í
Biblíunni. „Þeir réttlætast án verðskuld-
unar af náð hans, fyrir endurlausnina sem
er í Jesú Kristi“. Róm. 3:24. „Af náð eruð
þér hólpnir orðnir fyrir trú, og það er
ekki yður að þakka heldur Guðs gjöf“.
Efes. 2:8.
Guð sá það mundi þörf á að endurtaka
þennan dýrðlega sannleika, því menn
uiundu vera í þeirjji hættu, annaðhvort
að hyggja von sína um frelsun á góðverk-
Um sínum og stæra sig eins og faríseinn,
eða hann mundi faíla í örvænting yfir
syndum sínum og veikleika.
Ekki fyrir réttlætisverk sem vér höf-
um unnið fæst frelsun. Hinn hrokafulli
farísei leit á aðra með fyrirlitningu, en
þakkaði Guði fyrir að hann var ekki eins
°g aðrir menn, og taldi svo upp góðverk
sm og hlýðni við lögmál Móse. Hann hélt
sig réttlátan og fann enga þörf fyrir náð
eða réttlætingu, og öðlaðist hana því ekki.
Hversu margir líkjast þessum farísea,
halda sig betri en aðra, og telja svo upp
góðverk sem þeir hafi gjört, og finna enga
þörf fyrir að biðja Guð um náð.
Vér þurfum að skilja að kærleiki Guðs
til vor og náð hans er ekki endurgjald
fyrir góðverk vor. Langt frá því. Guð
leitaði oss uppi og með miskun sinni lað-
aði oss að sér. Af náð sinni afmáir hann
syndir þeirra sem til hans koma. Hann
sendir oss sinn heilaga anda, til að skapa
í oss nýtt hjarta, og gefur oss af náð sinni
von um eilíft líf.
„Maðurinn getur ekki séð Guðs ríki
nema að hann endurfæðist“. Af miskun
sinni mætir Guð þörfum hans og gefur
honum nýtt hjarta og nýtt líf.
Sumir berjast við gagnstæðar öfgar,
vegna þess hve freistaðir og syndugir þeir
eru, þá örvænta þeir um að geta fengið
inngang í Guðs ríki. Kvein þeirra er: „Ég
er ekki nógu góður til að komast inn í
Guðs ríki“. Auðvitað erum vér ekki nógu
góðir fyrir himnaríki. Hefði maðurinn ver-
ið það þá hefði Jesús ekki þurft að deyja
fyrir hann. Þegar vér finnum til slíks
vonleysis, þá kallar Guð til vor: „Komið
nú og eigumst lög við, segir Drottinn, þó
að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær
verða hvítar sem mjöll. Þó þær séu rauð-
ar sem pUrpuri skulu þær verða sem ull“
Jes. 1:18.
Vér þurfum ekki að örvænta þó vér
séum syndugir, því Jesús kom til að frelsa
syndara. „Guð auðsýnir kærleika sinn til
vor þar sem Kristur er fyrir oss dáinn,
meðan vér enn vorum í syndum vorum“.
Róm. 5:8.
Játum syndir vorar fyrir Guði. Treyst-
um náð hans, sem lofað hefir: „Ef vér
viðurkennum vorar syndir þá er hann trúr
og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss
syndirnar og hreinsar oss af öllu rang-
læti“. lJóh. 1:9.
Fyrirgefning og frelsun er vor ef vér
meðtökum hana sem gjöf frá Guði. Það
er undravert kraftaverk Guðs náðar að
endurskapa og ummynda oss eftir sinni
mynd. Vér erum hreinsaðir og ummynd-
aðir samkvæmt miskun Guðs „fyrir laug
endurfæðingarinnar og endurnýjunar hei-
lags anda“. Synd er útrýmt úr hjörtum
vorum, en Guðs andi fyllir þau guðræki-
legum hugsunum og áformum. Þá sannast
á oss að „Hver sem er í Kristi er ný
skepna“. Vér erum helgaðir Guði.
Lít til Jesú en ekki á sjálfan þig. Hann,
sem læknaði sjúka, lífgaði dauða og rak
út djöfla, meðan hann umgekst hér á
jörðinni, hann er enn í dag sami voldugi
frelsarinn, og hann segir: „Þann sem til
mín kemur mun ég alls ekki burt reka“.
Jóh. 6:37. Jerry Lien