Stjarnan - 01.09.1951, Qupperneq 1
STJARNAN
SEPTEMBER 1951 LUNDAR, MANITOBA
Líttu upp
Tveir fornkunningjar mættust á götu í
einni af borgum Vesturríkjanna. Eftir
fyrstu kveðjur kom þessi spurning:
!,Hvernig er útlitið Virgil?“ Svarið var:
„Ef satt skal segja er útlitið voðalegt,
en það er alt gott ef litið er upp.“ Þetta
er einmitt það sem vér þurfum að hafa
hugfast. Hvernig sem alt lítur út umhverf-
is, þá er altaf gott ef litið er upp.
Fyrir nokkru síðan heimsótti ég Sistine
kirkjuna í Róm og virti fyrir mér lista-
verk málarans Michelangelo, sem prýða
bæði veggina og hvelfinguna í þessari
stóru byggingu. Eg sá í huga mínum pall-
inn sem settur var upp fyrir listamanninn
þar sem hann stóð og horfði upp meðan
hann var að mála hvelfinguna. Það er
sagt hann hafi svo lengi unnið þannig
upp fyrir sig að það varð honum að
vana það sem eftir var æfinnar, jafnvel
þegar hann var úti á götunni að horfa
altaf upp fyrir sig. Andlega talað þurfum
vér altaf að horfa upp nú á dögum.
Þegar vér lítum á fréttablöðin eða
hlustum litla stund á víðvarpið, þá sann-
f®rumst vér um að þessi gamla veröld
er ekki í öllu það, sem hún ætti að vera.
Hún er full af vonleysi, ótta og kvíða.
Það sem hvert mannshjarta þráir er
framtíðarvon, öruggleiki og sálarfriður.
Þessi eftirþráðu gæði eru vor ef vér stöð-
ugt lítum upp og lifum í trú á Guðs ó-
brigðulu fyrirheit. Það eru fjórar góðar
°g gildar ástæður fyrir því að vér þurfum
aldrei að vera áhyggjufullir. Þær finnast
1 Heilagri Ritningu, í hinum indæla 14.
kapítula Jóhannesar Guðspjalls.
„Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð
°g trúið á mig. í húsi föður míns eru
mörg híbýli, væri ekki svo mundi ég þá
hafa sagt yður að ég færi burt að búa
yður stað. Og þegar ég er farin burt og
hefi búið yður stað, kem ég aftur og tek
yður til mín, til þess að þér séuð og þar
sem ég er.“
Þetta er læknismeðal Krists við
áhyggjum og kvíða. Hann gefur fjórar á-
stæður fyrir því að vér getum verið
kvíðalausir. Fyrst: „Þér irúið á Guð." þá
þarf hjarta yðar ekki að skelfast eða vera
áhyggjufult. Sá. sem í sannleika trúir á
Guð þarf ekki að kvíða. Hinn voldugi Guð
alheimsins, vor himneski faðir er of vitur
til að geta yfirSést, og of góður til að vera
oss óvinveittur. „Hæli er hinn eilífi Guð
og hið neðra eru eilífir armar.“ 5 Mós.
33:27. Hverju, skyldum vér kvíða? (Þegar
þú hefir tíma þá lestu og hugleiddu
Jesajas 40. kap. 28-31)
- Frægur læknir einn varð að gjöra upp-
skurð á lítilli stúlku án þess að svæfa
hana. Hann tók 50 centa silfurpening upp
úr vasa sínum gaf henni og sagði: „Þetta
er handa þér, þú mátt kaupa fyrir það
hvað sem þú vilt. Nú verð ég að meiða þig
svolítið en það verður ekki lengi. Skoðaðu
peninginn vel áður en ég byrja og haltu
honum fast í hendi þinni. Meðan ég er að
eiga við þig þá hugsaðu um það sem þú
sást á peningnum, þá muntu ekki kenna
svo mikið til.“
Þegar læknirinn hafði lokið við upp-
skurðinn strauk hann hár litlu stúlkunnar
og sagði: „Þú ert hugrökk lítil stúlka. Seg-
ðu mér nú hvað varstu að hugsa um meðan
ég gjörði uppskurðinn?“
„Ó það voru orðin“, svaraði hún.
„Þú meinar ártalið á peningnum?“
spurði læknirinn. Hann mundi varla að
það voru orð á honum.
„Ó, nei, það voru orðin fyrir ofan. Eg
hafði aldrei séð þau áður því ég hef aldrei
fyrri séð 50 cent. Þessi orð „Guði treystum
vér“, það er gott að hafa þau þar svo þeir
sem eiga hálfan dollar geti altaf hugsað
um þau.“
Já, vinir mínir. Vér treystum Guði. Það