Stjarnan - 01.09.1951, Blaðsíða 2
66
STJARNAN
er leyndardómurinn, svo vér þurfum engu
að kvíða. Vér þurfum að muna það að Guð
er elskandi. Þegar vér lesum söguna um
týnda soninn, sem vel mætti kallast sag-
an um hinn fyrirgefandi föður, þá ættum
vér að bera meira traust til Guðs, en hafa.
minni áhyggjur. Þér munið hvernig fað-
irinn fagnaði komu týnda sonarins og
bauð hann velkominn, það er líkt Guði.
Hann veit alt um ferðalag vort vonbrigði
og sorgir. Hann slcilur það alt og tekur
þátt í kjörum vorum. Hann hefir kraft til
að vernda oss, visku til að leiðbeina oss,
og býður oss velkomna þegar vér í ein-
lægri iðrun snúum oss til hans.
Ef vér treystum Guði betur mundum
vér hafa minni áhyggjur. Vandræðin eru,
þessi að margir meðal vor bera sig að eins
og enginn Guð væri til. Þeir reiða sig ekki
á Guð, biðja hann sjaldan eða aldrei, og
vanrækja að lesa hans heilaga orð.
Vinur minn, ef þú hefir vilst af leið
og hjarta þitt kvelst af kvíða og órósemi,
ef ástand heimsins bakar þér áhyggjur svo
líf þitt líkist vondum draumi, þá kom þú
heim til Guðs. Treystu honum. Hann segir
að jafnvel öll þín höfuðhár séu talin. Hann
þekkir allar þínar hugrenningar álengdar
Hann veit alt þér viðvíkjandi en elskar þig
engu að síður. Þess vegna „skelfist ekki . . .
Trúið á Guð“.
Hér er önnur ástæða fyrir því að vér
þurfum ekki að kvíða: „Trúið á Guð og irú-
ið á mig." Ef vér trúum á Krist þá munum
vér ekki kvíða. Hann er frelsari heimsins.
Vér verðum að trúa því að hann dó á
krossinum fyrir vorar syndir. Ef vér erum
áhyggjufullir yfir syndum vorum eftir að
vér höfum viðurkent þær og snúið frá
þeim þá sýnir það að vér trúum ekki að
Guð hafi fyrirgefið þær. Jesús dó fyrir
syndir vorar til þess Guð gæti fyrirgefið
þær. Þínar og mínar syndir voru partur
af þeirri byrði sem Jesús bar á krossinum.
Vér lesum í 1 Jóh. 2:2, að Jesús dó fyrir
als heimsins syndir, og í 1 Jóh. 1:9, stend-
ur: „En ef vér játum syndir vorar er hann
trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur
oss syndirnar og hreinsar oss af öllu rang-
læti.“ Ef vér höfum játað syndir vorar
og látið af þeim, þá þurfum vér ekki
að vera áhyggjufullir út af þeim. Jesús
hefir afplánað þær allar. Blóð hans hylur
þær.
Jesús þekkir framtíðina, hann hefir lof-
að þeim sem elska hann að þeir skuli vera
þar sem hann er, og hann hefir líka lofað
að vera með lærisveinum sínum alla daga
alt til veraldarinnar enda. Hverju höfum
vér að kvíða? Treystum Guði og frelsara
vorum Jesú Kristi.
Nú komum vér að þriðja læknismeðal-
inu við áhyggjum og kvíða: „Eg fer burt
að búa yður siað." Hugsið yður, vér höf-
um engu að kvíða. Vér höfum heimili á
himnum. Þetta líf hér er aðeins byrjunin.
Gröfin er ekki síðasti hvíldarstaðurinn.
Það eru ekki síðustu orðin sem töluð voru
við gröfina. Margt sem hér var ilt og rang-
látt og erfitt að skilja, verður leiðrétt og
skiljanlegt í hinum komandi heimi. Bak
við gröfina er land og líf. Þar munu Guðs
börn sameinast. Þar munum vér mæta
ástvinum Guðs og vorum, aldrei framar
skiljast að. Þar verður hvorki sorg mé
söknuður.
Vinur minn, ef hjarta þitt blæðir af
því þú heíir nýlega mist ástvin þinn, þá
minstu þess að Jesús hefir heimili tilbúið
handa þér þar sem þú sameinast ástvinum
þínum aftur, þar verður hvorki sorg né
sársauki framar. Biblían segir að vér mun-
um þekkja hver annan. Jesús mun um-
mynda oss eftir sinni mynd. „Vér munum
verða honum líkir því vér munum sjá
hann eins og hann er“. (1 Jóh. 3:2) Páll
postuli segir að vér munum þekkja eins
og vér erum þektir. (1 Kor. 13:12)
„Hjörtu yðar skelfist ekki.“ Trúið á
Guð. Trúið á Jesúm. Trúið að Jesús hefir
heimili tilbúið fyrir yður.
Þegar Marco Polo, hinn nafnkunni
ferðamaður þrettándu aldarinnar kom
heim aftur og sagði frá ýmsu undraverðu
sem hann hafði séð, þá voru fáir sem trúðu
sögu hans. Seinna þegar hann lá fyrir
dauðanum var hann alvarlega hvattur til
að afturkalla hinar fölsku frásagnir sínar
um Kína og önnur austurlönd, þá svaraði
hann: „Eg hef ekkert að afturkalla. Eg hef
ekki sagt helminginn af því sem ég hef
séð.“
Það er ómögulegt að lýsa himninum
eins og hann er. Mannleg orð geta ekki
lýst dýrð hans.
Fyrir nokkru síðan var ég staddur á
járnbrautarstöð í Ómaha, Nebraska og
varð vottur að endurfundum hermanns