Stjarnan - 01.10.1951, Síða 2
74
STJARNAN
ir veitt honum, heldur hefir Guð veitt hon-
um þá stöðu til að halda við reglu og friði
í félagslífi manna. Tvíræð orð, ósann-
indi, eða þögn um það, sem þú veist og átt
að vitna um er glæpur, ekki einungis gagn-
vart mönnum heldur gagnvart Guði, sem
veitt hefir dómaranum vald sitt. Þú lýgur
ekki einungis að mönnum heldur Guði.“
„Boðorðið móti ljúgvitni er ekki ein-
ungis bundið við réttarsalinn. Að segja
eitthvað um náungan sem er ósatt er brot
á þessu boðorði. Ósannindi í hverju sem
um er að tala, sérhver tilraun til að svíkja
eða sverta náungann er falsvitni,“ segir
E. G. White. „Með augna tilliti, hreifingu
handarinnar eða líkamans geta menn bor-
ið falsvitni ekki síður en með orðum. Alt
sem er af ásetningi orðum aukið, eða
borið fram á þann hátt að gefa ranga hug-
mynd hjá öðrum og um aðra í því skyni að
láta þá misskilja sig, er lýgi.“
Nói Webster gaf þessa reglu: „Vér ætt-
um aldrei að segja neitt um mann í fjar-
veru hans, sem vér ekki vildum segja ef
hann væri viðstaddur“.
Sá, sem flytur slúður um náunga sinn
er rógberi. Sá sem segir ósatt um náunga
sinn er rógberi. „Hver sem rægir náunga
sinn í leyni honum eyði ég.“ Sálm. 101:5.
Að hafa eftir öðrum illan orðróm um ná-
ungann án þess að vita hvort það er sann-
leikur eða lýgi, það er falsvitni, sem því
miður kemur oft fyrir nú á dögum.
„Þú skalt ekki ganga um sem rógberi
meðal fólks þíns,“ segir Drottinn.
Önnur tegund af falsvitni er skjall. Það
meiðir bæði þann ser^ lætur það úti og
þann, sem fyrir því verður. Einlæg viður-
kenning þess, sem vel er gjört er mikils-
verð. Það gengi margt betur í heiminum
ef menn létu í ljósi velþóknun og viður-
kenningu þar sem slíkt er verðskuldað.
En það er hætt við að sá sem altaf hrósar
og skjallar sé ekki sannleikanum sam-
kvæmur. Um hann er sagt: „Hálla en
smjör er andlit hans, en ófriður er í hjarta
hans. Mýkri en olía eru orð hans og þó
trugðin sverð.“ Sálm. 55:22.
Tortryggin spurning er náskyld fals-
vitni. Þegar satan spurði um Job: „Ætli
Job óttist Guð fyrir ekki neitt?“ þá gaf
hann í skyn að guðhræðsla Jobs væri
vegna eigin hagsmuna, en hann bar ekki
fram beina ásökun. Slíkar spurningar
geta vakið efa, sem erfitt er að uppræta,
um einlægni einstaklingsins.
Svo kemur útásetning og aðfinsla, þeg-
ar menn leita eftir og benda á hið versta í
stað hins besta í fari náungans. Menn
finna það sem þeir leita að. Og ef vér
finnum það versta þá festum vér augun á
því svo vér getum ekki séð hið góða, og á
þann hátt getur vitnisburður vor um ná-
ungann orðið falsvitni.
Af þessu sjáum vér að tungan er vold-
ugt afl í lífi manna og erfitt mjög að
stjórna henni. Jakob postuli skildi þetta
er hann sagði: ,Allir hrösum vér margvís-
lega. Hrasi einhver ekki 1 orði er hann
maður fullkominn, fær um að hafa stjórn
jaínvel á öllum líkama sínum. Ef vér
leggjum hestunum beisli í munn til þess
þeir hlýði oss, þá getum vér stýrt öllum
iíkama þeirra. Sjá einnig skipin, svo stór
sem þau eru og rekin af hörðum vindum,
þeim verður stýrt með mjög litlu stýri
hvert sem stýrimaðurinn vill. Þannig er
einnig tungan lítil limur, en lætur mikið
yfir sér. Sjá hversu lítill neisti getur
kveikt í miklum skógi. Tungan er líka
eldur. Tungan er ranglætisheimur meðal
lima vorra, hún flekkar allan líkamann og
kveikir í hjóli tilverunnar, en er sjálf
tendruð af helvíti.“ Jak. 3:2.6.
Sérhver kristinn maður ætti því dag-
lega að biðja alvarlega: „Set þú Drottinn
vörð fyrir <munn minn og gæslu fyrir dyr
vara minna.“ Sálm. 141:3.
Guð mun gjöra þetta fyrir hvern sem
biður hann. Þótt maðurinn af eigin krafti
geti ekki stjórnað tungu sinni', þá þarf
hann ekki að örvinglast. Guð getur hjálpað
honum. Vér erum fullvissir um að þjónar
Guðs fyrir kraft hans geta stjórnað tungu
sinni.
Spámaðurinn segir: „Leyfar ísraels.
munu engin rangindi fremja, né heldur
tala lygar, og í munni þeirra mun ekki
fmnast svíksöm tunga.“ Zef. 3:13.
Jóhannes postuli þegar hann sá hina
frelsuðu á Zíonsfjalli sagði: „í munni
þeirra var enga lýgi að finna, þeir eru
]ýtalausir.“ Op. 14:5.
F. A. SOPER.