Stjarnan - 01.10.1951, Síða 8
80
STJARNAN
STJARNAN AuUiorized aa second class
mall, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjðrn og afgreiBslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can.
Eitt er nauðsynlegt
/
Maður nokkur kom til Jesú og sagði:
„Meistari, seg þú bróður mínum að skifta
með mér arfi okkar“. Jesús gaf honum, og
lokkur þessa aðvörun: „Gætið þess að var-
ast alla ágirnd, því þótt einhver hafi alls-
nægtir, þá er líf hans ekki trygt með
eigum hans“. Lúk. 12:13.—15.
Annað skifti kom Marta til Jesú og
sagði: „Herra, hirðir þú ekki um að systir
mín lætur mig eina ganga um beina. Seg
þú henni að hjálpa mér“. Jesús svaraði:
„Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og
mæðist í mörgu, en eitt er nauðsynlegt.
María hefir valið góða hlutann“. Lúk.
10:40.-42.
Hvað er hið eina nauðsynlega? Hvað
er góða hlutskiftið? Jesús sagði: „Leitið
fyrst Guðs ríkis og hans réttlætis“.
Matt. 6:33.
Það veitti tímanlega blessun að vera
Guði trúr í tíundum og fórnum. Mal. 3:10.
Það er líka trygging fyrir tímanlegri bless-
un að leita fyrst Guðs ríkis og hans rétt-
lætis.
Að tilheyra „litlu hjörðinni“, gefur ör-
ugga tryggingu fyrir því, að Guð mun á-
byrgjast allar nauðsynjar lífsins handa
þeim. Drottinn segir til vor: „Vertu ekki
hrædd litla hjörð, því að föður yðar hefir
þóknast að gefa yður ríkið“. Þeir sem fyrir
Guðs ríkis sakir hafa lagt í sölurnar það
sem þeim var kærast í þessum, heimi,
munu fá það „margfalt aftur á þessum
tíma og í hinum komandi heimi eilíft líf“.
Lúk. 12:32 og 18:30.
Að leita Guðs, láta sér nægja það sem
menn hafa og þannig þroska kristilegt
innræti það „hefir fyrirheit bæði fyrir
þetta líf og hið tilkomanda“.
Hvort sem þú hefir mikið eða lítið,
þá er gott að vera ánægður með það sem
maður hefir. Ef vér eigum of annríkt til
að sinna andlegum efnum þá þurfum vér
að breyta til í því efni. Það er tími til kom-
inn að menn hætti að meta mest jarð-
nesk gæði og eignir í þessum heimi, en
leiti heldur sannra auðæfa, þekkingar á
Guði og hlýðni við vilja hans.
Guðs orð ætti að vera oss kærara held-
ur en dagleg fæða og hans lögmál dýr-
mætara heldur en þúsundir gulls og silfurs.
Alt sem hindrar guðsþjónustu vora og
samfélag vort við hann er skaði. Guðs orð
og þekkingin á skapara vorum veitir
oss alt sem þarf „til sannarlegs lífs og
, guðrækni“.
Það er ekkert loforð gefið um líf og
nægtir fyrir þá sem safna sér fjársjóðum
á jörðu, en eru ekki ríkir hjá Guði. Þeir
sem afsaka sig svo þeir geti litið betur eftir
eigin hagsmunum, í stað þess að þiggja
boðið til að sitja brúðkaup lambsins, munu
verða afsakaðir og útilokaðir.
Ef Guð hefir aðeins lítið pláss 1 hugs-
un þinni og lífi þínu, þá athugaðu alvar-
lega að þú líður skaða við það, þú getur
ekki treyst fallvöltum auði. „Gætið yðar
að hjörtu yðar ofþyngist ekki við svall og
drykkjuskap, og áhyggju fyrir lífinu“.
Lúk.' 21:34.
„Því að hverju gagni kæmi það mann-
inum, þó hann eignaðist allan heiminn,
en liði tjón á sálu sinni?“ Mark. 8:36.
Harvey C. Hansen
----------☆----------
Allir talsímar sem finnast í Thailand
eru í höfuðborginni Bangkok.
☆ ☆ ☆
Mentamálaráðgjafi Egypta, sem sjálfur
er blindur, hefir mikinn áhuga fyrir því
að allir Egyptar læri að lesa og fái yfh-
höfuð betri mentun heldur en kostur hefit
verið á að undanförnu. Hann er að berj-
ast fyrir því að skólamentun fáist ókeypis-
☆ ☆ ☆
Farallon eyjarnar, sem eru aðeins 26
mílur frá San Francisco hafa aðeins 30
íbúa. Frá 1812 til 1833 bjuggu rússneskif
selveiðamenn á eyjum þessum.
☆ ☆ ☆
„Leitið fyrsi Guð ríkis og hans rétt-
lætis“. Þá mun Guð ábyrgjast yður allaE
nauðsynjar lífsins hér, og innan skamms
gefa yður sitt Dýrðlega ríki þar sem alt
er réttlæti, friður og fögnuður í heilögum
anda.