Stjarnan - 01.10.1951, Qupperneq 6
78
STJARNAN
Sonur höfðingjans
Frumbyggjar Arizona ríkisins voru oft
áreittir af Indíánum. Margir nýbyggjar
mistu líf sitt í viðureign við þessa herskáu
menn. Það var nauðsynlegt að byggja
varnarvirki sem fólkið gæti flúið í sér til
varnar.
Eitt af þessum varnarvirkjum var bygt
í Tucson þar sem altaf var bardagi af og
til við Apache Indíána. I einum af þessum
bardögum voru margir Indíánar drepnir
og sonur höfðingjans var hertekinn.
Ekkert gat hrygt eða sært Indíánann
meir en það. Þó hann hefði mist hestana
sína eða þá bestu af hermönnum sínum
hefði hann ekki látið það á sig fá. En að
vita son sinn hertekinn, það svifti hann
allri gleði.
Nú fóru Indíánarnir strax að leitast
fyrir um samninga til að fá son höfðingj-
ans látinn lausann. Að lokum lofaði Col-
onel Carbon að láta unga manninn lausan
vissan tiltekinn dag.
Colonel Carbon kallaði saman alla
menn sína sem hann gat fengið frá ná-
grannaþorpunum. Og Indíánarnir ætluðu
líka að verða við öllu búnir og fjölmentu
mjög. Svo þegar hinn ákveðni dagur rann
upp, voru slétturnar umhverfis borgina al-
þaktar Indíánum með örfar og boga. Þeir
ætluðu að ná í son höfðingjans þó það
skyldi kosta líf þeira.
Að lokum sendi Colonel Carbon orð til
Indíánanna, að ef þeir vildu fá son höfð-
ingjans látinn lausann, þá yrðu þeir að
leggja niður vopnin og mæta þeim sem
vinir. Indíánar voru óttaslegnir. Hvernig
gátu þeir lagt niður vopnin meðan sonur
höfðingjans var fangi Spánverja. Var ekki
betra að ráðast á borgina og neyða þá til að
láta unga manninn lausann. En gamli
höfðinginn hristí höfuðið. Ef þeir nú réð-
ust á Spánverja þá voru líkindi til að þeir
dræpu unga manninn, svo hans vegna
urðu þeir að eiga á hættu að leggja níður
vopnin.
Indíánar lögðu niður vopnin þó ófúsir
væru til þess, og stóðu nú vopnlausir
frammi fyrir óvinum sínum. Svo sendi
Colonel Carbon menn sína vopnlausa út
til þeirra, og þegar hann varð þess fullviss
að engin brögð voru í tafli, þá sendi hann
son höfðingjans út til þeirra, og þar
frammi fyrir mannfjöldanum föðmuðust
faðir óg sonur og grétu báðir.
Innan skamms voru Indíánarnir tilbún-
ir að snúa heim, en þá kom nokkuð óvænt
fyrir. Sonur höfðingjans vildi ekki fara
með þeim. Þennan stutta tíma sem hann
hafði verið með hvíta fólkinu geðjaðist
honum svo vel að því að hann vildi ekki
yfirgefa það. Allar fortölur föðursins
breyttu ekki skoðun hans, þetta voru vinir
hans. Loks voru Indíánar neyddir til að
snúa heim án hans. Því er bætt við sög-
una, að svo lengi sem sonur höfðingjans
var þar hélst við friður milli þessara þjóða.
Indíánadrengurinn varð til þess að
stofna frið milli Apache Indíána og Spán-
verja. Þannig hefir Jesús sonur Guðs sætt
oss við Guð, vér sem áður vorum óvinir
hans.
Vér vorum óvinir Guðs af því syndin
hafði fjarlægt oss frá honum. Kærleikur
hans til vor var æ hinn sami.
Athugum nú þetta: Jesús fórnaði sjálf-
um sér fyrir oss. Óvinir hans atyrtu hann,
hræktu í andlit hans, húðstrýktu og kross-
festu hann. Englar himinsins hefðu hæg-
lega getað eyðilagt hina vondu menn og
heim þeirra. En þeir höfðu ekkert leyfi til
þess. Þeir gátu aðeins grátið. Hvers vegna?
Af því stjópandi alheimsins vildi gefa son
sinn til að deyja fyrir syndarana.
Jesús var fús að fórna sjálfum sér. Því
„eins og hann elskaði sína svo elskaði hann
þá alt til enda“. Jafnvel meðan hann hékk
á krossinum bað hann fyrir óvinum sín-
um: „Faðir fyrirgef þeim því þeir vita
ekki hvað þeir gjöra“.
Jesús dó til að sætta oss við Guð, og
meir en það. Hann lifir til að biðja fyrir
oss. Hans vegna getum vér komið fram
fyrir Guð, og fyrir náð og kraft Guðs
sigrað syndina og öðlast fyrirgefning og
frelsun.
Jesús er sonur Höfðingjans, stjórnara
alheimsins.
M. C. HAMILTON
íbúar Bandaríkjanna reyktu 355 biljón
vindlinga frá 30. júní 1949 til 30. júní 1950.
Það var þrem biljónum fleiri heldur en
árið áður.