Stjarnan - 01.10.1951, Side 5

Stjarnan - 01.10.1951, Side 5
STJARNAN 77 með forgengilegum hlutum . . . held- ur með dýrmætu blóði Krists, eins og lýtalauss og óflekkaðs lambs. Hann var að sönnu þektur fyrirfram áður en veröldin var grundvölluð, en var opinberaður í lok tímanna vegna yðar.“ 1 Pét. 1:80.20. 2* Hann var fyrirmyndaður með fórn- um Gamla Testamentisins. Hebr. 9:13.14. 3. Jesús var fórnfærður á Calvary fyrir páskana. „Því að páskalambi voru er slátrað sem er Kristur.“ 1 Kor. 5:7. 4. Vér minnumst fórnar hans með skírninni og kvöldmáltíðinni. 5. Kristur, páskalamb vort verður ei- líflega vegsamaður. „Maklegt er lambið hið slátraða að fá máttinn og ríkdóm visku og kraft og heiður og dýrð og lofgjörð. Sér- hverja skepnu . . . heyrði ég segja: Honum sem á hásætinu situr og lambinu sé lofgjörðin og heiðurinn og dýrðin og kraftur um aldir alda.“ Op. 5:11.13. 6. 'örin á höndum og fótum Krists og á síðu hans munu um eilífð minna á kærleiksfórn hans. Hann sýndi læri- sveinum sínum þau eftir upprisuna. Þau verða eilíflega honum til dýrðar og vegsemdar. X -------------------- Lexía lífsins Það er óviðjafnaleg gleði að geta sigrað heimuglega freistingu, ráðið úr erfiðu við- fangsefni eða trúlega framkvæmt óþægi- legt skylduverk. Lífið fyrir mörgum líkist því að klifrast upp háa, bratta hæð, en þeir sem hugrakk- ir keppa áfram komast að lokum upp á fjallstindinn, hvaðan þeir hafa þá ánægju að líta yfir yndislega fagurt útsýni. Þegar þeir líta til baka yfir liðna æfi, l3ar sem oft var erfitt og torfært yfir að ^ara, þá finna þeir að það var vel þess vert, °g endurgjaldið fyrir vel unnið starf, er ^eir en þess vert sem það kostaði. Lífið er indælt, upplyftandi ferðalag fyrir hug- rakka ferðamenn. Eldra fólk ætti aldrei að segja: „Ég er °f gamall.“ „Ó, að ég gæti lifað lífið upp aftur,“ „Ég er þreyttur af lífinu.“ „Mér finst ég sé í vegi fyrir öðrum.“ „Ég er orðin gagnslaus.“ „Ég misti tækifærið.“ Slík orð eða hugsanir ættu aldrei að eiga sér stað. Þau eru bæði röng og hafa spillandi áhrif. Lífið ætti að verða fegurra og ánægjulegra með aldrinum, og ellin hamingjusamasti kafli allrar æfinnar. Þroskað hugarfar, rósemi og ánægja ættu að einkenna eldri ár þess lífstíma sem vel var notaður. Æskan er eðlilega 4 framgjörn, starfsöm og full eftirvænting- ar, en eftir því sem árin líða ætti þekking og reynsla að veita manni innri rósemi, kraft og frið. Lexía lífsins á að veita manni kraft til þess að fá eftirsóttan góðan árangur án þess að flýta sér of mikið. Á seinni árum þegar menn læra að meta dýrmæti lífsins og endurgjald þess, þá ættu þeir að gefa sér tima til íhugunar, þannig einungis er hægt að komast í samræmi við hið andlega. Ef þú finnur þig andlega niðurbeygðan þá snú huga þínum að einhverju öðru. Taktu þér fyrir hendur eitthvert gagnlegt starf, sem þú verður að hafa hugann við. Lestu skemtilega bók. Vertu ef unt er, með glaðlyndu fólki. Neyddu sjálfan þig til að brosa, þrátt fyrir hvað sem á móti blæs. Ásettu þér að verá glaðlyndur, líta ljós- um augum á lífið og kjör þess, þar sem hinn þunglyndi lítur altaf á skuggahliðina og væntir hins versta. Sá sem glaðlyndur er skilur vel erfið- leika og hættur lífsins, en hann mætir þeim hughraustur. Hann er vakandi, eftirtektasamur og vongóður. Hann lætur ekki bugast. Hanmgefst ekki upp. Sá þunglyndi hugsar aðeins um erfið- leikana og skuggahliðina. Hann sér að- eins svörtu skýin út við sjóndeildarhring- inn. Hann er fullur af ótta og kvíða og þarf lítið til að láta hugfallast. Þegar útlitið er dimt, þá minstu þess að þú ert fær um að mæta hverju sem að höndum ber ef þú ert hugrakkur og óhræddur. A Ef óþægilegar, hryggjandi hugsanir ráðast að þér þá sigraðu þær með því af ásetningi að temja þér glaðværan, hug- hreystandi hugsunarhátt. GRENVILLE KLEISER

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.