Stjarnan - 01.10.1951, Qupperneq 7
STJARNAN
79
Veljið -réttu leiðina
Þegar báturinn lenti fann Jesús fjölda
fólks samankominn. Hann bauð fólkinu að
setjast niður í grasið. Nú tók hann brauðin,
óraut þau og fékk þau lærisveinum sínum
pð þeir legðu þau fyrir fólkið. Að lok-
mni máltíð bauð hann lærisveinum sínum
að fara í bátinn og yfir vatnið meðan hann
væri að koma fólkinu frá sér. Eftir að hann
hafði sent fólkið í burtu fór hann sjálfur
UPP á fjallið til að biðjast fyrir.
t nærri þrjú ár hafði Jesús læknað og
kent fólksfjöldanum sem daglega safnað-
ist kring um hann. Nú hvíslaðist fólkið á
sín á milli, allir voru hrifnir. Hver gat tal-
sð slík huggunarorð sem Jesús? Hver gat
framkvæmt slík kraftaverk? Hér í fjalls-
hlíðinni hafði hann satt hungur þeirra. Nú
voru þeir alráðnir í að gjöra hann að kon-
ungi.
Fögnuður vonarinnar fylti hjörtu
þeirra. Eflaust hafa hinir tólf borið sömu
°sk í brjósti, jafnvel þó að þeir hafi ekki
stungið upp á að gjöra hann að konungi.
Dr. Gordon segir í bók sinni: „Hugleið-
ingar um bæn“. „Ekkert talar jafn aðlað-
andi til fjöldans í öllum löndum, á öllum
°ldum eins og tryggingin fyrir því að fólkið
hafi nóga fæðu. Tugir þúsunda mannkyns-
ins fara hungraðir að sofa á hverju kvöldi.
Svo hér var stungið upp á að gjöra þenn-
an undraverða mann að konungi og kasta
sf sér oki Rómverja. Ef þeir aðeins gætu
fengið samþykki hans til að taka konung-
hóm, þá yrði þetta hægðarleikur, héldu
þeir. Líktist ekki þetta freistingunni sem
satan lagði fyrir Krist í eyðimörkinni? . . .
Það var freisting, en Jesús hrinti henni
frá sér.
Þetta var freisting að öðlast veraldlegt
vald með því að miðla málum við synd.
Það er einhver hin þyngsta freisting, sem
hýður fram, auð, vald og heiður, ef menn
vilja víkja af vegi ráðvendninnar og rétt-
iastisins.
Pjöldinn safnaðist í kring um hann.
Hann sendi lærisveinana í burtu og lét
iolkið líka fara frá sér. Svo fór hann sjálf-
Ur upp á fjallið til að biðjast fyrir, og þegar
hvöld var komið var hann þar einsamall.
Hann var þreyttur eftir erfiði dagsins og
svo kom þessi freisting þar á ofan. Hann
bað. Hann hélt áfram að biðja þar til dag-
ur rann. Hann bað um kraft til að standast
freistingarnar, og til að gjöra í öllu föðurs-
ins vilja.
Hann varð að sigra freistinguna sem
feldi Lúsífer. Dramb og valdafíkn hafði
útrekið þennan fyrverandi höfuðengil frá
himni. „Ég vil upp stíga ofar skýjaborg-
um“, hafði hann sagt, „gjörast líkur hin-
um hæðsta“. Jes. 14:14. Dramb Lúsífers
og löngun hans til að upphefja sjálfan sig
eyðilagði alveg innræti hans, svo að hann
misti traust og álit sitt og honum var kast-
að niður af himni:
„Leitið fyrst Guðs ríkis“, býður Jesús
okkur. Vér eigum að hafa áhuga fyrir
Guðs vilja, Guðs málefni og réttlæti hans,
eins og Jesús hafði á sinni löngu nætur-
vöku í bæn til Guðs. „Nægja má lærisvein-
inum að hafa sömu kjör og meistri hans,
og þjóninum eins og húsbóndi hans“. Ef
frelsari mannkynsins með guðdóms eðli
sínu fann þörf fyrir bæn, hversu miklu
framar þurfa ekki veikir, syndugir, dauð-
legir menn að biðja alvarlega og óaflátan-
lega .... Hann fól sig Guði, og í fullkom-
inni undirgefni undir föðursins vilja gekk
hann sigrandi af hólmi. „Ég vil varðveita
þig“, er loforð Guðs til vor.
Líf sannkristins manns er laust við
dramb og sjálfsálit. Hann gjörir enga til-
raun til að upphefja sjálfan sig. Minnist
Páls postula, sem ungur maður hafði hann
heiðursverða stöðu. Á leiðinni til Dama-
skus mætti hann Jesú augliti til auglitis.
Það breytti algjörlega stefnu hans og á-
hugamálum. Eftir það var Guðs vilji og
Guðs málefni hans eina áhugamál, svo
hann seinna gat skrifað hinum trúuðu í
Efesus: „Þéss vegna er það að ég beygi
kné mín fyrir föðurnum . . . . að hann gefi
yður af ríkidómi dýrðar sinnar að styrkjast
fyrir anda sinn að krafti hið innra með
yður, til þess að Kristur megi fyrir trúna
búa í yðar hjörtum, og þér verðið rót-
festir og grundvallaðir 1 kærleika, svo þér
fáið ásamt öllum heilögum skilið hver sé
breiddin, lengdin, hæðin og dýptin og kom-
ist að raun um kærleika Krists, sem yfir-
gnæfir þekinguna, og náið að fyllast allri
fyllingu Guðs“. Efes. 3:14.—19.
INEZ BRASIER