Stjarnan - 01.10.1951, Side 4
76
STJARNAN
að ástunda sannleikann í kærleika
og vaxa í öllu upp til hans, sem er
höfuðið, Kristur.“ Efes. 4:15.
2. Fyrir skírnina verðum vér limir á
líkama Krists, sem er söfnuðurinn.
„En þér eruð líkami Krists og limir
hver fyrir sig.“ 1 Kor. 12:27.
3. „Með einum anda erum vér allir
skírðir til að vera einn líkami hvort
sem vér erum Gyðingar eða Grikkir,
þrælar eða frjálsir.“ 1 Kor. 12:13.
4. Ætti nokkur að verða skírður nema
einu sinni?
í Postulasögunni 17:1-5 er getið um
menn, sem voru skírðir aftur eftir
að þeir höfðu fengið meiri þekkingu
á Guðs orði, fagnaðarerindi Krists.
Skírn sem er framkvæmd sam-
kvæmt kenningu Nýja Testamentis-
ins er minning um upprisu Krists.
Sunnudags helgihald er falskt minnis
merki sett af mönnum. Flestir sem
fara að halda Guðs heilaga hvíldar-
dag óska því eftir að verða skírðir
eins og Jesús var skírður, til minn-
ingar um upprisu hans og trú sína á
hann og kenningu hans.
VII. Jesús innsetti kvöldmáltíðina jyrir
lœrisveina sína.
1. „Og hann sagði við þá: Hjartanlega
hef ég þráð að neyta þessarar páska-
máltíðar með yður áður en ég líð
. . . Og hann tók brauð, gjörði þakk-
ir, braut það og gaf þeim og sagði:
Þetta er líkami minn sem fyrir yður
er gefinn, gjörið þetta í mína minn-
ingu. Og á sama hátt, tók hann eftir
kvöldmáltíðina bikarinn og mælti:
Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í
mínu blóði, sem fyrir yður er úthelt.
Lúk. 22:19.20.
2. Kvöldmáltíðin m i n n i r á dauða
Drottins.
„Því að svo oft sem þér étið þetta
brauð og drekkið af bikarnum boðið
þér dauða Drottins þangað til hann
kemur,“ 1 Kor. 11:26.
3. Kvöldmáltíðin minnir á endurkomu
Krists.
„Þetta er sáttmálablóð mitt, sem út-
helt er fyrir marga til synda fyrir-
gefningar. En ég segi yður að héðan
í frá mun ég als ekki drekka af þess-
um ávexti vínviðarins til þess dags,
er ég drekk hann ásamt yður nýjan
í ríki föður míns.“ Matt. 26:29.
VIII. Maöurinn á að búa sig undir kvöld-
máltiðina.
1. Sjálfs rannsókn á undan kvöldmál-
tíðinni.
„Hver maður prófi því sjálfan sig og
síðan eti hann af brauðinu og drekki
af bikarnum. 1 Kor. 11:28.
2. Annars afla menn sér sektar.
„Hver sem þessvegna étur brauðið
eða drekkur bikar Drottins óverðug-
lega, hann verður sekur við líkama
og blóð Drottins.“ 1 Kor. 11:27.
3. Jesús gaf oss fyrirmynd uppá auð-
mýkt er hann þvoði fætur lærisvein-
anna. „Hann tók líndúk og gyrti sig.
Eftir það hellir hann vatni í mund-
laug og tók að þvo fætur lærisvein-
anna, og þerra með líndúk þeim er
hann var gyrtur.“ Jóh. 13:4.5.
4. Hann gaj oss jyrirmynd til að breyta
ejtir.
„Skiljið þér hvað ég hef gjört við
yður? Þér kallið mig meistara og
herra og þér mælið rétt því ég er það.
Ef þá ég herrann og meistarinn hef
þvegið fætur yðar, ber einnig yður
að þvo hver annars fætur. Því að ég
hefi gefið yður eftirdæmi, til þess að
þér breytið eins og ég hef breytt við
yður. Ef þér skiljið þetta eruð þér
sælir ef þér breytið eftir því.“
Jóh. 13:13.17.
IX. Kærleiks þjónusta Krists viðhelst til
eilíjðar.
„Sælir eru þeir þjónar er húsbónd-
inn finnur vakandi þegar hann kem-
ur. Sannlega segi ég yður hann mun
binda belti um sig, láta þá setjast við
borð og fara til og þjóna þeim.“
Lúk. 12:37.
„Verið því og viðbúnir, því manns
sonurinn kemur á þeirri stundu sem
þér eigi ætlið.“ Lúk. 12:40.
X. Fórnar Krists verður altaj minst.
1. Fyrirheitið um hann var gefið frá
öndverðu.
„Þér vitið að þér eruð eigi leystir