Stjarnan - 01.12.1951, Side 2

Stjarnan - 01.12.1951, Side 2
90 STJARNAN 12:6.—7. Guð, sem ekki gleymir smáfugl- unum, mun hann ekki hafa auga á þér, sem sonur hans lét líf sitt fyrir á Golgata? Svaraðu þeirri spurningu í hjarta þínu. Þetta er fyrsta sporið til að öðlast veru- leika í andlegri reynslu. Guðs andi mun sannfæra þig þegar þú les Biblíuna. „Trú- in kemur af heyrninni og heyrnin fyrir Guðs orð“. „Það er of gott til að geta verið satt, þetta getur ekki átt við mig“, getur ein- hver sagt. Hefir þú nokkurn tíma lesið Guðs fyrirheit og hugsað þannig? Hefir þú les- ið: „Komið til mín allir þér sem erfiði og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld“, (Matt. 11:28.) og sagt með sjálfum þér: „Það er engin hvíld né friður fyrir mig“. Hefir þú heyrt að Guð sagði: „Gang- ir þú gegn um vötnin þá er ég með þér, gegn um vatnsföllin, þá skulu þau ekki flæða yfir þig“, (Jes. 43:2.) og samtímis fundið þig svo yfirgefinn og einmana eins og enginn í heiminum kærði sig um þig? Minnist þú þess hvernig Guð leiddi ísrael yfir Jórdan, lét hrafnana fæða Elía, lok- aði munni ljónanna þegar Daníel var í ljónagröfinni og læknaði tengdamóður Péturs af hitaveikinni, og hugsað um leið með sjálfum þér: „Það var undravert fyr- ir fólk á þeim tíma og fyrir aðra nú á dögum, en ekkert þessu líkt gæti komið fram við mig“. Hlustaðu nú á: „Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið og það mun veitast yður“. Jóh. 15:7. Trúir þú þessu? Það er veruleiki. Elías var ekki dýrmætari í Guðs augum heldur en þú ert. Reynsla Daníels í ljóna- gröfinni var dásamleg, en ekki meira kraftaverk heldur en varðveizla Guðs yfir þér þegar hann hefir verndað líf þitt á alfaraveginum eða jafnvel á heimili þínu. Læknandi hönd Krists hefir snert þig þeg- ar þú hefir verið of veikur til að veita því eftirtekt og veitt þér þá lækningu sem þú þakkaðir lækninum fyrir. Athug- aðu nú augnablik reynslu liðinna daga. Sér þú ekki handleiðslu Guðs í lífi þínu? Þetta meinar veruleika í þinni andlegu reynslu. Tvö atriði eru nauðsynleg svo að þú getir reynt veruleikan á uppfyllingu Guðs fyrirheita í lífi þínu. Fyrst, þú verð- ur að þekkja fyrirheit hans og skilyrðin sem þau eru bundin við. Þetta útheimtar Biblíulestur og bæn. Opinberun Guðs er í orði hans. Guðs andi leiðbeinir þér en þú verður að leggja það á þig að rannsaka orðið. Það er miklu meira vert heldur en fyrirhöfnin að finna út fyrir sjálfan þig hverju hann hefir lofað þér. Þú getur ekki gjört kröfu til loforðs eða tilboðs, sem þú veist ekkert um, og þú getur ekki vænst uppfyllingar þess nema þú mætir skilyrð- unum sem við þau eru bundin. Tökum til dæmis loforðið: „Blóðið Jesú Krists, hans sonar hreinsar oss frá allri synd“. 1 Jóh. 1:7. Þetta er loforðið og þú getur fengið það uppfylt fyrir þig eins áreiðanlega eins og það var fyrir þá, sem Jóhannes skrifaði bréfið í fyrstu. En það er skýrt ótvírætt skilyrði bund- ið við þetta loforð, það er í fyrri hluta versins: „En ef vér framgöngum í ljósinu eins og hann er sjálfur í ljósinu þá höfum vér samfélag hver við annan og blóð Jesú, sonar hans hreinsar oss af allri synd“. Sér þú hvaða mismun það gjörir? Ef vér ekki göngum í ljósinu sem Guð hefir gefið oss, þá getur ekki blóð sonar hans hreinsað oss. Skilyrðið og loforðið verða að fylgj- ast að. Þegar skilyrðinu verður mætt þá verður loforðið uppfylt. Þegar þú þekkir loforðið og skilyrðið sem. við það er bundið, þá er næsta sporið fyrir þig að gjöra kröfu til loforðsins fyrir sjálfan þig. Fyrir marga er erfiðast að meðtaka það loforð, sem þó er hið nauð- synlegasta til að byrja sannkristið líferni það er í lJóh. 1:9. „Ef vér játum syndir vorar þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti“. Það er ekki Guði að kenna ef vér ekki njótum fyrirheita hans, heldur hitt að vér erum ófúsir til að taka hann á orðinu og trúa því sem hann hefir lofað. Hvergi er þetta betur útskýrt heldur en í bók E. G. White „Vegurinn til Krists“. Lesið ná- kvæmlega kapítulann: „Trú mannsins og viðtökurnar hjá Guði“. Látið ekki nægja að lesa hann einu sinni, lesið hann aftur og aftur, grein fyrir grein, setningu fyrir setningu. Aðalþátturinn og hin kristilega reynsla í þessum kapítyla innifelst í þess- um orðum: „Bíddu ekki þangað til þú finnur að þér sé batnað heldur segðu: „Ég

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.