Stjarnan - 01.12.1951, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.12.1951, Blaðsíða 3
STJARNAN 91 trúi því að það er svo, ekki af því ég finni það heldur af því að Guð hefir lofað því“. Nýlega voru nokkrir háskólanemendur sem rannsökuðu þennan kapítula ná- kvæmlega. Nokkrum dögum seinna sagði einn af nemendunum frá því að hann hefði það kvöld farið heim með nýja vön og nýjar hugsjónir. Hann játaði syndir sínar einlæglega og alvarlega, eins og hann hafði gjört oft áð.ur. Þegar hann stóð upp frá bæninni fann hann enga breyting á tilfinningum sínum. Hið sama hafði oft átt sér stað áður. Svo sagði hann við sjálfan sig: „Ég veit syndir mínar eru fyrirgefnar og afmáðar, ekki vegna tilfinninga minna á nokkurn hátt, heldur af því Jesús hefir lofað því“. Rétt í þessu bili fann hann slíka rósemi, fögnuð og frið í sálu sinni, sem hann hafði aldrei fundið til áður. Og hvers vegna? Ekki af því Guð hefði gjört nokkuð yfir- náttúrlegt fyrir hann, heldur af því hann loksins tók Guð á orðinu og trúði loforði hans. Nú var loforðið uppfylt fyrir hann og það verður eins fyrir þig ef þú trúir því. „Finnið og sjáið að Drottinn er góður, sæll er sá maður er leitar hælis hjá hon- um“. Sálm. 34:8. Þú hefir ef til vill séð einhvern takast verk á hendur, sem þú efaðist um að mundi lánast og sagt: „Ég trúi því þegar ég sé það“. Sýnishorn er miklu meira virði heldur en frásögn um hlutinn eða mál- efnið. Þú veist sítrónur eru súrar af því þú hefir bragðað þær. Glas af köldu vatni sannfærir betur um að það slekkur þorsta, heldur en löng lýsing á eðli vatnsins og áhrifum þess. Beztaíýsingin á trúarreynslu þinni er hvað hún framkvæmir í lífi þínu. Páll postuli gefur ágætan mælikvarða fyrir kristilegt líferni í Galatabréfinu 5:22—23. „En ávöxtur andans er kærleiki, gleoi, friður, langlyndi, gæzka, góðvild, trúmenska, hógværð, bindindi, gegn slíku er ekkert lögmál“. Sama hugmyndin kem- ur fram hjá Jesú í Matt. 7:18.—20. „Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur skemt tré borið góða ávöxtu . . . . af avöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá“. Sannkristið líf er svo fullokmlega um- myndað að það ber góða ávexti ætíð og undir öllum kringumstæðum. Ef kristin- dómur þinn er veruleiki þá ert þú vin- gjarnlegur, hugsunarsamur, hluttekning- arsamur gagnvart óskum og þörfum ann- ara. Þá ert þú eins kurteis á heimili þínu eins og meðal ókunnugra, þá er ekki létt að erta þig til reiði, og þú finnur ekki til sársauka og gremju, þó þú getir ekki kom- ið vilja þínum fram. Ef Jesús stjórnar lífi þínu, þá nýtur þú friðar og ró- semi, sem ekki truflast af hinum erfið- ustu kringumstæðum. Þú treystir honum til að leiða þig þann veg, sem veitir mesta blessun að lokum. Þá ert þú hógvær eins og Móses, laus við allan hroka, og heldur rólegur stefnu þinni hvort heldur þú stjórnar eða ert undir annara stjórn. $ Eini vegurinn til að lifa sigursælu lífi er að meðtaka kraft frá Guði. Allur sá kraftur sem Kristur átti kost á þegar hann lifði flekklausu lífi hér á jörðinni stendur líka þér til boða. Áður en Jesú sté til him- ins sagði hann: „Alt vald er mér gefið á himni og jörðu“. Svo gaf hann þetta lof- orð: „Og sjá, ég er með yður alla daga alt til enda veraldarinnar“. Matt. 28:18.—20. Vér tilheyrum Kristi. Alt vald er hans. Það sem er hans það er vort. Alt vald hins al- máttuga Guðs stendur oss til boða, svo að við getum sigrað allar meðfæddar synd- ir og allar aðrar syndir og freistingar. Hann mundi heldur senda hvern einasta engil sinn þér til hjálpar, þegar þú ákallar hann um hjálp heldur en að sjá þig falla fyrir freistingu. En samt sem áður er hann ekki einn að verki með þetta, þú átt að vera samverkamaður hans. Vilji þinn sameinaður vilja Guðs er sá kraftur sem satan sjálfur getur ekki sigr- að. Gegn um bæn og Biblíulestur opinber- ar Guð þér vilja sinn, og um leið öðlast þú kraftinn til að lifa samkvæmt Guðs vilja þegar þú hefir gefið honum vilja þinn. Þú getur valið. Þú verður að kjósa að þjóna Guði. Ef þú notar vilja þinn rétti- lega þá getur líf þitt orðið gjörbreytt. Ef þú gefur Jesú vilja þinn þá sameinast þú þeim krafti sem er öllu æðri. Þú öðlast kraft frá Guði til að varðveita þig stöðug- an í trúnni, og með sífeldri undirgefni undir Guðs vilja fær þú kraft til að lifa nýju lífi, lífi trúarinnar. Þetta er eins verulegt og verzlunarviðskipti. Setjum svo að þú eigir erfitt með að stjórna hugsunum þínum. Þú ert freist- aður til að hugsa um það sem þú veist að

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.