Stjarnan - 01.12.1951, Page 5

Stjarnan - 01.12.1951, Page 5
STJARNAN 93 XXX. Leyndardómur hins sigursæla lífs I. Menn vinna sigur fyrir frú á Krisí og samfélagið við hann. 1. Jesús sagði: „Ég er vegurinn, sann- leikurinn og lífið, enginn kemur til Föðursins nema fyrir mig“. Jóh. 14:6. 2. „Sá sem hefir soninn hefir lífið“. ljóh. 5:12. 3. Páll postuli sagði: „Að lifa er mér Kristur“. Fil. 1:21. 4. „Sjálfur lifi ég ekki framar heldur lifir Kristur í mér“. Gal. 2:20. 5. „Alt megna ég fyr-ir hjálp hans (Krists), sem mig styrkan gjörir“. Fil. 4:13. 6. Trúin er hreyfiaflið í kristilegri reynslu. „Án trúar er ómögulegt Guði að þóknast“. Hebr. 11:6. „Trú vor hún er siguraflið sem hefir sigrað heiminn“. lJóh. 5:4. II. Meðíak Jesúm í trú sem frelsara frá synd. 1. „Þann sem til mín kemur mun ég alls ekki burt reka“. Jóh. 6:37. 2. „Komið til mín . . . . og ég mun veita yður hvíld“. Matt. 11:28. 3. „Réttlættir af trú höfum vér frið við Guð“. Róm. 5:1. 4. Réttlæting meinar fyrirgefning um- liðinna synda. „Yður sé því vitanlegt bræður mín- ir, að yður er fyrir hann boðuð syndafyrirgefning, og hver sá er trúir réttlætist í honum af öllu því, er þér gátuð eigi réttlæst af við lög- mál Móse“. Post. 13:38.—39. 5. Réttlæting fæst fyrir trú á forþén- ustu Krists. „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, og þeir réttlæt- ast án verðskuldunar, af náð hans fyrir endurlausnina sem er 1 Kristi Jesú. Guð framsetti hann í blóði hans, sem náðarstól fyrir trúna, til að auglýsa réttlæti sitt, með því að Guð hafði í umburðarlyndi sínu umborið áður drýgðar syndir“. Róm. 3:23.—25. 6. „Ef vér játum syndir vorar þá er hann trúr .... svo hann fyrirgefur vorar syndir“. lJóh. 1:9. III. MeSíak Jesúm sem Droiiinn þinn og herra. 1. „Þér kallið mig Meisiara og Herra, þér mælið rétt. Ég er það“. Jóh. 13:13. 2. Thómas sagði við hann: „Drottinn minn og Guð minn“. Jóh. 20:28. 3. Jesús sagði: „Komið og fylgið mér . . . . og þegar í stað yfirgáfu þeir netin og fylgdu honum“. Matt. 4:19.-20. 4. „Þannig getur enginn af yður er eigi sleppir öllu sem hann á, verið lærisveinn minn“. Lúk. 14:33. 5. „Hver sem yfirgefið hefir heimili, bræður, systur, föður, móður, börn eða akra sakir míns nafns mun fá hundraðfalt og erfa eilíft líf“. Matt. 19:29. 6. „Hver sem því heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, honum má líkja við hygginn mann, er bygði hús sitt á bjargi“. Matt. 7:24.—25. IV. Meðialc Jesúm sem þinn volduga upprisna frelsara. 1. „Það er ég, sá er mæli réttlæti, og , mátt hefi til að frelsa“. Jes. 63:1. 2. Alt vald er mér gefið . . . . og sjá, ég er með yður“. Matt. 28:18.—20. 3. „Verið kyrrir í borginni unz þér íklæðist krafti frá hæðum“. Lúk. 24:49. 4. „Þér munuð öðlast kraft“. Post. 1:8. 5. „Til þess að ég geti þekt hann og kraft upprisu hans“. Fil. 3:10. 6. „Fyrir því getur hann og til fulls frelsað þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð, þar sem að hann ávalt lifir til að biðja fyrir þeim“, Hebr. 7:25. 7. „Beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullk,omnara trúarinn- ar“. Hebr. 12:1.—2. V. Treysíu Guðs orði. Lestu það hug- leiddu og hlýddu því. 1. „Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krists“. Róm. 10:17. %

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.