Stjarnan - 01.12.1951, Síða 7
STJARNAN
95
a<5 greiða úr flækjunni svaraði Kleuker:
„Ef ég gæti hjálpað þér yfir þessi vand-
rseði mundu önnur fljótt koma í þeirra
stað. Það er til betri, styttri og öruggari
vegur til að sigra efasemdirnar. Meðtaktu
Jesúm sem Guðs son og frelsara þinn, höf-
und hins eilífa lífsins. Ef þú stendur ör-
nggur á þessum trúargrundvelli, þá munu
engin auka-atriði raska rósemi þinni.
Ljósið frá Kristi mun hrekja alt myrkur
°g efa í burtu“.
Svo lásu þeir orð Páls postula: „En hon-
um, sem eftir þeim krafti sem í oss verkar,
megnar að gjöra langsamlega fram yfir
alt það sem vér biðjum eða skynjum".
Letta hjálpaði D’Aubigné yfir alla erfið-
leikana. Eftir að lesa versið bað hann til
Guðs þessu viðvíkjandi.
„Þegar ég stóð upp frá bæninni í her-
berginu í Kiel“, segir þessi nafnkunni
niaður, „þá fanst mér að vængir mínir
væru endurnýjaðir eins og arnarinnar.
Upp frá því varð mér ljóst að röksemda-
leiðsla var gagnslaus, en Jesús gat fram-
kvæmt alt fyrir mig með sínum krafti,
svo ég hélt mér stöðugt við kross hans . . .
Eg varð heldur ekki fyrir vonbrigðum.
Allar efasemdir mínar hurfu, ég var ekki
aðeins frelsaður frá þeirri hjartans angist,
sem að lokum hefði yfirbugað mig hefði
Guð ekki bjargað mér, heldur veitti hann
^nér einnig djúpan innilegan frið. Þegar
ég segi frá þessu þá er það ekki einungis
mín eigin reynsla, heldur margra ungra
nianna á Þýzkalandi og annarstaðar, sem
hafa orðið að berjast við hinar voðalegu
bylgjur efnishyggjunnar. Margir hafa, því
miður liðið skipbrot á trú sinni, og sumir
hafa í örvæntingu stytt sér stundir“:
Þessi lærdómsríka frásögn bendir á að
vörn hins kristna móti árásum vantrúar
°g falskrar speki er fremur innifalin í
lifandi trú á Guðs son heldur en veraldleg-
um vísindum. Auðmjúk bæn verður sterk-
ari til að varðveita oss í sannleika kristin-
úómsins, heldur en nokkur röksemda-
leiðsla. Sá sem fyrir Guðs anda er styrktur
1 sínum innra manni og líka rótfestur og
grundvallaður í kærleikanum, hann er
miklu betur fær um að standa móti fals-
henningum, heldur en sá sem mætir þeim
með veraldlegri vizku. Röksemdafærsla
hygð á sannleika, til varnar trúnni er
mikilsverð, en það er lífskraftur Krists í
hjarta hins trúaða sem er betri vörn móti
efasemdum og veitir meiri sigur, heldur
en beztu tilraunir málsvara kristindóms-
ins.
Lestur Guðs orðs og bæn, sem þroskar
heilagt hugarfar eru bezta vörnin gegn
öllum afvegaleiðslum og falskenningum.
—ERNEST LLOYD
----------☆----------
Rétt í tíma
Ég notaði eftirmiðdaginn til að heim-
sækja námumennina og gefa þeim kristi-
leg smárit. Þeir voru úti í sólskininu að
njóta hreina loftsins eftir að hafa unnið
alla vikuna í hinu óheilnæma lofti niðri
í námunum.
Ég var nú á heimleið og gekk beint yfir
völlinn sem lá næst heimili mínu, þá mætti
ég tveimur ungum mönnum senv gengu
í hægðum sínum. Ég staðnæmdist er ég
mætti þéim og valdi tvö smárit meðal
þeirra fáu sem eftir voru og gaf þau sitt
hvorum þeirra. Þeir tóku móti þeim og
þökkuðu mér fyrir. Annar þeirra, stór,
hraustlegur ungur maður um 25 ára að
aldri staðnæmdist og las fyrirsögnina:
„Rétt í tíma“.
Ég fann til djúprar alvöru, leit á hann
og sagði: „Já, vinur minn, Guð gefi þú
verðir rétt í tíma til að öðlast hans dýrð-
lega ríki“.
Þegar ég kom heim bað ég fyrir þess-
um manni: „Drottinn frelsaðu hann“.
Tveimur dögum seinna þegar ég var
rétt komin í rúmið var barið hranalega
að dyrum, svo ég opnaði gluggann og
hrópaði: „Hver er þar?“
„Herra minn, ert þú maðurinn sem
gafst ungum manni smárit á sunnudaginn
með fyrirsögninni: „Rétt í tíma?“
Ég kannaðist við það. Þá bað hann:
„Gjörðu svo vel að koma strax“.
Ég klæddi mig í flýti og fór með mann-
inum. Á leiðinni sagði hann mér að vinur
sinn hefði orðið fyrir slysi niðri í nám-
unni, bringubeinið væri brotið og hann
gæti naumast dregið andann. Hann þjáðist
ákaflega og var rétt fyrir dauðans dyrum.
Þegar fylgdarmaðurinn hafði lokið
sögunni vorum við komnir að heimili