Stjarnan - 01.07.1953, Qupperneq 1

Stjarnan - 01.07.1953, Qupperneq 1
STJARNAN t. JÚNí, 1953 LUNDAR, MANITOBA Kristur og framtíðin Jesús leit á ókomna tímann, ekki eins og menn sem gizka á eftir líkindum, heldur sem Guð er sér endann frá byrjuninni. Hvers vegna sagði Jesús fyrir atburði þá sem mundu eiga sér stað frá því hann var hér í holdinu, alt til þess tíma er hann kemur aftur? Hann hefir án efa haft vissan tilgang með það. Plver var tilgangur hans? Án efa sá, að sannfæra þá sem lifa mundu á seinni tímum, sem ekki sáu hann sjálfan eða voru vitni til hinna voldugu krafta- verka hans, til að gefa þeim óyggjandi sönnun fyrir því, að hann væri Guðs ein- getni sonur, hinn fyrirheitni Messías. Þessi tilgangur hans kemur skýrt í ljós í Jóh. 13:19. „Héðan af segi ég yður það áður en það kemur fram, til þess að þér trúið, þegar það er komið fram, að ég er hann.“ Sjá einnig Jóh. 14:29. og Jóh. 16:4. Jesús sagði þeim að hann yrði svikinn af einum lærisveina sinna. Þegar það kom fram styrkti það trú þeirra. Þannig var það með alla spádóma Krists, jafnvel þá sem sögðu fyrir ofsóknir eða fráfall. Alt þetta benti á að hann vissi hvað verða mundi. Ef þér athugið það þá skiljið þér að kraftaverk hans sýndu vald hans yfir öllu. Fyrst sneri hann vatni í vín, og fram- kvæmdi þar á augnabliki það sem nátt- úruna tekur fleiri mánuði til að framleiða. Með þessu sýndi hann að hann var Guð og herra náttúrunnar. Næsta kraftaverk hans var lækning, þar sýndi hann vald sitt yfir sjúkdómum. Hið þriðja var hinn óvænti fiskidrátur, sem benti á vald hans yfir sköpuðum skepnum. Hið fjórða var að kasta út óhreinum anda, það bar vott um vald hans yfir andaheiminum. Þannig framkvæmdi hann hvert kraftaverkið eftir annað, þar til hann einnig reisti menn frá dauðum og sýndi þannig, að hann hafði vald yfir hinum síðasta óvini, dauðanum. Eftir öll þessi kraftaverk kemur spá- dómur hans í Matteus 24. kap., sem einnig er skráður í Mark. 13. og Lúkas 21. Kap. Þessi spádómur er í rauninni stærsta kraftaverkið. Kraftaverk Krists voru framkvæmd að tiltölulega fáum viðstöddum,' sem uppi voru samtímis honum, en spádómurinn í Matteus 24. Kap. tekur yfir alt tímabilið frá því hann var hér á jörðinni alt til vorra tíma og lengra fram, og miljónir manna hafa lifað til að sjá uppfylling þessara atburða, sem hann sagði fyrir. Stundum segja menn, að þeir mundu trúa ef þeir sæju kraftaverk. En þeir ættu að athuga spádóminn í Matt., Mark. og Lúkas. Sá sem getur séð uppfylling þess- ara spádóma en trúir þó ekki, hann mundi heldur ekki láta sannfærast, þó hann sæi önnur kraftaverk. Jesús sjálfur sagði: „Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum munu þeir heldur ekki láta sannfærast þótt einhver risi upp frá dauðum.“ Lúk. 16:31. Lesið 24. Kap. Matteusar og athugið hvern einstakan spádóm, fyrst viðvíkjandi eyðileggingu Jerúsalemsborgar, sem átti sér stað árið 70 eftir Krist. Því næst um endir heimsins eða núverandi tímabil. Vér höfum vitnisburð Jósefusar sagnritara Gyðinga um uppfyllingu spádóma Krists um Jerú- salem. Hann var sjónarvottur að því sem fram fór. Til að byrja með barðist hann móti Rómverjum og var tekinn til fanga, en Títus lét hann lausan seinna. Jósefus var viðstaddur þegar Jerúsalem var um- kringd af herflokkum Rómverja og frá- sögn hans var næstum því orð fyrir orð það sem Jesús hafði sagt fyrir, þó Jósefus

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.