Stjarnan - 01.07.1953, Blaðsíða 5
STJARNAN
53
þeim gjöra“, er ein reglan fyrir hamingju-
sömu lífi. Það er ekki ætíð létt að vera
vingjarnlegur við alla sem vér mætum, en
það er læknismeðal fyrir hjartað.
Það var skógur á landi föður míns. Ég
hafði gaman af að ganga í gegn um hann
á vorin, sumrin og haustin, en ekki á
veturnar, því þá sást hvorki blóm, blöð
né gras. Árstíðirnar minna mig á eigin-
leika fólksins. Sumir eru aðlaðandi, aðrir
fráhrindandi, sumir þreyta þig en aðrir
skemta þér. Kristnir menn ættu að líkjast
sólargeislunum, sem bera með sér birtu og
hita til að frjógva sæðið, sem sáð var að
vorinu, þroska ávöxtinn að sumrinu og
tryggja góða uppskeru á haustin. Kristnir
menn ættu aldrei að líkjast frosti og kulda
vetrarins.
Salómon segir: „Glatt hjarta gjörir
andlitið hýrlegt.“ Orðskv. 15:13.
Einu sinni hafði ég skrifstofu í næsta
herbergi við mann, sem hafði á veggnum
bak við sig mynd af brosandi barni. Ég
hafði stöku sinnum viðskifti við mann
þennan, og í hvert skifti, sem ég gekk
fyrir dyr hans, sem ætíð voru opnar, þá leit
ég á brosandi barnsmyndina. Einn dag tók
ég eftir því að þessi maður við skrifborðið
brosti til mín. Ég spurði hálf feiminn hví
hann brosti að mér. „Af því þú gengur
aldrei fyrir dyrnar án þess að brosa að
drengnum á myndinni. Ég setti myndina
þarna til að vita hvað margir sem koma
brosa að myndinni; flestir gjöra það og
mér er ánægja að eiga viðskifti við þá.“
Hugsaðu, talaðu og gjörðu einungis það,
sem getur glatt þitt og annara hjörtu.
■—NEW OUTLOOK
---------•☆■--------
Mentun hefir hjálpað fjölda fólks að
læra að lesa án þess að veita því þekking
á hvað er þess vert að lesa.
—NEW ÖUTLOOK
☆ ☆ ☆
Frjálsræði líkist sandpoka, ef nokkurs
staðar er gat á honum þá rennur allur
sandurinn út. Ef nokkur hluti fólksins er
sviftur rétti sínum, þá munu allir fyr eða
seinna missa réttindi sín. Alt frjálsræði
rennur út. —N. Y. SUPERVISOR
„Guð er oss hæli og styrkur'7
Menn eru hræddir við sínar eigin upp-
götvanir nú á dögum. Ótti fyrir sprengju-
árásum fer vaxandi. Miklu starfi er varið
til varnar, bæði í Bandaríkjunum og ann-
arstaðar. Fjölda fólks er kent að veita hjálp
í viðlögum, og skólabörn eru æfð í að
leita skýlis ef óhöpp eiga sér stað. Menn
byggja neðanjarðarskýli sér til varðveizlu
og til að geyma dýrgripi, listaverk og
áríðandi skjöl.
Inst í hjarta allra manna er þrá eftir
öryggi og friði. Ef til væri staður, þar sem
menn væru óhultir fyrir öllum vandræð-
um, árásum, sorgum og slysum, þá mundi
hver maður eflaust reyna að komast þang-
að. Allir, ungir og gamlir, ríkir og fátækir,
trúaðir og vantrúaðir mundu flykkjast
þangað.
Nú er slíkur staður til. Guð er eilíft at-
hvarf. „Treystið honum allur þjóðsöfnuð-
urinn. Úthellið hjörtum yðar fyrir honum.
Guð er vort hæli.“ Sálm. 62:9.
\
Þeir sem ekki þekkja G'uð og ekki hafa
fengið sýndir sínar fyrirgefnar ættu að gefa
gaum að þessari áminningu: „Leitið Drott-
ins meðan er að finna. Kallið á hann
meðan hann er nálægur. Hinn óguðlegi
láti af breytni sinni og illvirkinn af vél-
ráðum sínum og snúi sér til Drottins, þá
mun hann miskunna honum, til Guð vors
því hann fyrirgefur ríkulega.“ Jes.
55:6,—7.
Ef þú hefir verið frelsaður ,„fyrir blóð
lambsins“, ef „líf þitt er falið með Kristi í
Guði“, þá getur þú tekið undir með Davíð
og sagt: „Hjá Guði er hjálpræði mitt og
vegsemd. Minn örugga klett og hæli hef ég
í Guði.“ Sálm. 62:8.
Guðs börn hafa loforð um varðveizlu
hans: „Sæll er sá maður, sem situr í skjóli
hins hæsta, sá er gistir í skugga hins al-
máttuga, sá er segir við Drottinn: Hæli
mitt og háborg, Guð minn er ég trúi á.“
Sálm. 91:1.—2. Lesið einnig 46. sálm
Davíðs. Hvað sem á gengur þá annast Guð
börn sín.
Sá sem hlýðir Guði og treystir honum,
hann er öruggur. „Hann óttast eigi ill
tíðindi. Hjarta hans er stöðugt og treystir
Drotni.“ Sálm. 112:7. „Þú veitir ævarandi
frið því þeir treysta á þig.“ Jes. 26:3.