Stjarnan - 01.07.1953, Page 2
50
STJARNAN
tryði ekki á Jesúm. Tacitus, heiðinn róm-
verskur sagnritari, og Gibbon, vantrúar-
maður 18. aldarinnar, allir þessir vitna um
að það sem fram fór, og alt uppfyllir það
spádóm Krists.
Vér skulum nú athuga nokkra spádóma
Krists í Matteus 24.
1. Falskristar mundu upprísa. Þeir
mundu draga fólk með sér og afvegaleiða
marga. Sjá 11., 23. 24. og 26. vers. Slíkt
hafði aldrei áður átt sér stað í sögu ísraels-
manna. Eftir krossfestinguna kom fram
fjöldi falskrista svo sem Simon Magus og
Ðositheus báðir frá Samaría. Teudas, sem
lofaði að láta vatnið í Jórdan skifta sér eins
og Elías gjörði. H. L. Hastings gefur nöfn
á 24 öðrum, sem létust vera Messías.
2. Stríð. Það var friður í heiminum
undir stjórn Rómverja þegar Jesús fæddist,
og það var friður þegar Jesús spáði fyrir
um stríð. En nokkru seinna braust út upp-
reisn í Gyðingalandi, þegar Caligula keis-
ari skipaði að setja myndastyttu sína í
musterið í Jerúsalem. Stríð og blóðsúthell-
ingar dreifðust út alt til ítalíu, svo á tveim-
ur árum mistu fjórir keisarar líf sitt.
3 Jarðskjáljtar. Hallæri og landskjálft-
ar mundu verða á ýmsum stöðum (7:8.
vers). Tacitus og aðrir sagnritarar segja
frá að þetta átti sér stað. Jósefus segir frá
jarðskjálfta á Krít, ítalíu og 1 Litlu Asíu
og einn ákaflega snarpur kippur í Júdeu.
Minnist þess að þetta átti sér stað eftir
krossfestinguna, en áður en Jerúsalem var
eyðilögð af Rómverjum árið 70 eftir Krist.
4. Ofsóknir. Áður en Sál var umventur
ofsótti hann söfnuðinn. Pétur og Jóhannes
voru kallaðir fyrir rétt og settir í fangelsi
fyrir trú sína. Páll og Sílas voru húðstrýkt-
ir og settir í varðhald vegna Krists og
gleðiboðskapar hans. Stefán var grýttur og
Jakob bróðir Jóhannesar drepinn með
sverði.
Hér um bil 6 árum fyrir fall Jerúsalems-
borgar kom voðalegur eldsbruni fyrir í
Rómaborg, sem geysaði í 8 daga. Nero
keisari var grunaður um að hafa stofnað til
hans, svo hann fengi pláss fyrir nýja höll,
sem hann ásetti sér að byggja. Til þess að
snúa grun manna frá sjálfum sér sakaði
hann kristna menn um að hafa komið eld-
inum af stað. Af þessu leiddi voðalegar
ofsóknir; sagt er að Nero eitt kvöld hafi
keyrt upp að keisaragarðinum milli raða
af kristnum mönnum, sem voru bundnir
við staur og létu líf sitt á bálinu.
5. Útbreiðsla fagnaðarerindisins. „Þessi
fagnaðarboðskapur um ríkið mun prédik-
aður verða um alla heimsbygðina, til
vitnisburðar öllum þjóðum og þá mun end-
irinn koma.“ 14. vers. Fagnaðarerindið var
flutt út um allan heim á einum manns-
aldri. Þá voru hvorki prentsmiðjur né út-
varp, en á 40 ára tímabili útbreiddist boð-
skapurinn út um alt. Úthelling heilags anda
á hvítasunnudaginn flutti fagnaðarerindið
út um mörg lönd, og hinir kristnu, sem
dreifðust út um alt í ofsókninni, sem byrj-
aði þegar Stefán var grýttur; þeir prédik-
uðu boðskapinn hvert sem þeir fóru. Pétur
postuli ferðaðist austur á við til hinna út-
dreifðu af ísraelsætt, en Páll fór vestur í
heiðingjaheiminn, svo Tacitus segir að
á dögum Nerós keisara hafi kristna trúin
verið útbreidd í Júdeu og út um alt róm-
verska ríkið svo fjöldi kristinna manna hafi
verið handteknir og liðið píslarvættis-
dauða. Páll postuli sagði að fagnaðar-
erindið hafi verið prédikað allri skepnu
undir himninum. Kol. 1:23.
6. Eyðing Jerúsalemsborgar. Jerúsalem
átti að verða umkringd af herflokkum. Það
átti að vera merki fyrir alla kristna menn
að flytja burt úr borginni. Það var ein-
kennileg skipun, þegar borgin væri um-
kringd af óvinum, en Jesús gaf þessa
skipun. Þeir mundu fá tækifæri til að flýja,
en þeir urðu að flýta sér. Þetta kom fram.
Guðs orð bregt ekki. Jósefus segir svo frá:
„Cestus . . . kallaði hermenn sína burt frá
borginni . . . án þess hægt væri að sjá
nokkra ástæðu fyrir því.“
Þetta var merki fyrir hina kristnu, sem
trúðu orðum Jesú og þeir flýðu í skyndi.
Þetta var um haust, miðvikudaginn 7.
október. Jesús hafði ámint lærisveina sína
eins og stendur í Matt. 24:20. „Biðjið að
flótti yðar verði ekki um vetur eða á
hvíldardegi.“
Þessari bæn var svarað, því það var um
haustið á virkum degi sem þeir flýðu.
Eftirfylgjendur Krists mintust orða hans.
og hlýddu honum. Margir hinna kristnu
fóru til Pella fyrir austan Jórdan. Þegar
Rómverjar sneru aftur umkringdu þeir
borgina svo fullkomlega að enginn komst