Stjarnan - 01.07.1953, Blaðsíða 8
56
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published rnonthly. Price $1.00
n year. Puhlishers: The Can. Union Conference
of S. D. A.. Oshawa. Ontario.
Ritstjórn og afgreiðslu a.nnast:
MISS S JOHNSON, Lundar^ Man.. .Can.
Innri friður
Rósemi er eiginleiki sem menn vænta
að finnist hjá reyndum Guðs börnum eða
gömlu fólki. En fólk á öllum aldri, í hvaða
stöðu sem er, getur öðlast rósemi og innri
frið.
Sumt fólk, sérstaklega hinir yngri, álíta
að sá sem á í mestu annríki og hraðar sér
frá einu til annars lifi hinu fullkomnasta
lífi, en ætla að kyrð og rósemi beri vott
um deyfð og áhugaleysi.
Sumir eru að náttúrufari rólegir í lund,
en flestir þurfa að afla sér þeirrar blessun-
ar, bæði með rólegri íhugun og þó sérstak-
lega fyrir trú á Guð. Ef vér látum Guðs orð
stjórna lífi voru og treystum gæzku vors
himneska föður, þá munum vér öðlast
þann frið sem er öllum skilningi æðri. Ef
vér athugum liljugrösin og alt sem fegurð
þeirra bendir á þá losumst vér við allan
ótta og kvíða fyrir framtíð vorri og ástvina
vorra.
Yér höfum ekki allir þá trú sem veitir
innri frið, en vér getum öðlast hana. Vér
getum vanið sjálfa oss á að hugsa og starfa
rólega, athuga lífið og umfram alt biðja
Guð um náð til að gjöra vilja hans og
treysta honum. Hófsemi í mat og drykk
styrlrir heilsu líkamans og leiðir oss feti
nær rósömu hugarfari. Hvert slrifti sem
vér stjórnum skapi voru og forðumst alla
gremju, þá færumst vér nær takmarkinu,
að öðlast sannan frið og rósemi.
Það er góð æfing að vera einsamall
burt frá annríki lífáins dálitla stund á
hverjum degi, helzt úti í náttúrunni þar
sem vér getum eins og gleymt sjálfum oss,
orðið svo Irrifnir af fegurðinni umhverfis
af söng, slíáldskap, listaverkum, eða af því
að íhuga Guðs kröftuga, almáttuga orð.
Þegar vér, eftir þessar kyrlátu stundir,
snúum aftur til vorra daglegu starfa, þá
finnum vér nýjan styrk til að mæta hinum
erfiðu viðfangsefnum dagsins.
Þegar ellin nálgast og allir kraftar fara
að dofna, þá er það að vér uppskerum
ávöxt þess að hafa aflað oss rósemi ig innri
friðar. Þá verðum vér ánægðir og ham-
ingjusamir þó vér getum ekki lengur fram-
kvæmt það, sem vér áður höfðum krafta
til. Vér munum hafa nóg að hugsa um og
gleðjast yfir þó vér getum ekki lengur
gegnt hinum almennu skyldum lífsins, eða
átt hlut í skemtunum liðinna daga.
—G. KLEISER S. T.
-----------☆•--------
„Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og
varðveita það.“
☆ ☆ ☆
Það bezta viðvíkjandi framtíðinni er
að hún liemur aðeins með einn dag í einu.
—LION
☆ ☆ ☆
Fjarlægðin frá New York til Australíu
með flugvél er sögð að vera 10541 míla.
☆ ☆ ☆
Grover Cleveland, forseti Bandaríkj-
anna, fékk einu sinni ávísun upp á eitt
cent, sem í ógáti hafði vantað upp á mán-
aðarkaup hans. Útborgunar var aldrei
lcrafist fyrir þessa ávísun.
☆ ☆ ☆
íbúar Chicago borgar líða árlega fjár-
hagsskaða, sem nemur 100 miljón dollur-
um, vegna tæringarsjúkdóma.
☆ ☆ ☆
Dóttir Indíána höfðingja af Sarsi kyn-
kvíslinni er ihin fyrsta konungsdóttir, sem
innritast hefir á búnaðarskóla Alberta
fylkis. Nafn hennar er Margaret Runner.
☆ ☆ ☆
Ný gullnáma hefir fundist þar sem gull-
molar liggja ofan jarðar. Þúsundir manna
hafa þyrpst inn í þetta pláss til að afla sér
fjár. Náman er í útjaðri Brazilíu.
☆ ☆ ☆
Bretar ráðgjöra að spara miljónir slrip-
punda af kolum með því að setja upp stór-
ar vindmyllur með ströndum fram til að
framleiða rafmagn. Turnarnir, sem eiga að
vera 250 fet á hæð, verða reistir á 60 stöð-
um í Cornwall, Wales, Hebridaeyjum,- á
vestur Skotlandi, vestur Irlandi og í Orkn-
eyjum. Kostnaður er áætlaður að verði 75
miljón pund Sterling.