Stjarnan - 01.08.1953, Qupperneq 5
STJARNAN
61
eins spámönnum Guðs. En vér höfum allir
þau einkaréttindi, þrátt fyrir dauðlegt eðli
vort, að vér getum komist í samband og
samfélag við Guð, fundið til nálægðar
hans og séð 1 anda veruleika og dýrð hins
himneska ríkis, sem Guð hefir fyrirbúið
þeim sem hann elska.
Hvernig getur návist Guðs orðið veru-
leiki fyrir oss? Fyrst og fremst með því,
að vér hugsum meira um hann. Margt sem
vér getum ekki séð með líkamlegum aug-
um getur orðið skýrt fyrir oss, er vér
heyrum lýsing á því og festum hug vorn
við Iþað. Hugsanir vorar geta eins og
það væri bygt brú yfir ófæra elfu. Vér
getum lifað í samfélagi við Krist, þar
sem hann situr til hægri handar Guði, ef
vér höfum hugann á því himneska en ekki
hinu jarðneska. Ef vér elskum Jesúm og
þráum að eignast hlut í hans dýrðarríki,
þá hljótum vér að hafa hugann hjá honum
og á 'því sem hans ríki tilheyrir. Veljum
það dýrðlega hlutskifti að lifa í samfélagi
við Jesúm hér og ríkja svo með honum
um eilífar aldir.
—X. X. X.
■----------☆----------
Gætið yðar. Vakið og biðjið
Listamaðurinn Leonardo da Vinci mál-
aði Jesúm við kvöldmátíðarborðið með
lærisveinum sínum. Hann leitaði uppi
nienn sem vildu sitja fyrir honum. Hann
þurfti að finna fallegan svipgóðan mann til
að mynda Jesúm, en illúðlegan, ljótan
ffiann til að vera Júdas.
Loksins fann hann ungan mann, sak-
leysislegan og fallegan, hann var söng-
maður, nafn hans var Petro Bandinelli.
Árin liðu og ennþá hafði listamaðurinn
ekki lokið við málverk sitt. Hann gat
hvergi fundið mann með nógu illilegu út-
liti til að sitja fyrir sem Júdas.
„Ég verð að finna spiltan mann, sem
sýnir á andliti sínu hve vondur hann er,“
sagði listamaðurinn við sjálfan sig.
Nokkru seinna sá hann betlara á götum
Rómaborgar, sem var nógu útlitsljótur.
Betlari þessi var fús til að láta hann mála
mynd sína. Þegar málverkinu var lokið
borgaði hann betlaranum og spurði um
nafn hans.
„Petro Bandinelli,“ svaraði betlarinn.
„Ég sat fyrir hjá þér líka, þegar þú málaðir
Kristsmyndina.“
Glæpalíf hafði svo gjörsamlega breytt
útliti þessa unga manns, sem áður var
ímynd sakleysis og hreinleika, en var nú
orðið svo illúðlegt, að það gat mint á Júdas.
Það var ekki fyrsta synd Júdasar að
svíkja herra sinn. Hann hafði leyft öfund
og ágirnd að búa um sig 1 hjarta hans.
Honum hafði mislíkað þegar Jesús ávítaði
hann fyrir eigingirni. Þetta gróf um sig
þar til hann fór svo langt að hann sveik
Jesúm í hendur óvinanna.
Vér þurfum að biðja Guð að sýna oss
ef synd býr í hjarta voru og svo biðja
hann um hjálp til að útrýma henni.
Unglingsdrengur einn sem gekk á skóla
vann í frítímum sínum hjá bónda einum
nálægt skólanum. Þeir urðu beztu vinir
og treystu hvor öðrum. Eitt kvöld var
pilturinn úti að keyra bíl og fann að hann
hafði svo sem ekkert gas. Hann var rétt
fyrir framan heimili bóndans, þetta þótti
honum regluleg hepni, því hann vissi að
bóndinn hafði gastunnu bak við húsið, og
hann mundi fúslega selja honum gas, því
gasstöðvar voru lokaðar. Hann hringdi
dyrabjöllunni til að biðja um gas og borga
fyrir það, því hann hafði peninga með
sér. En bóndinn var ekki heima. Dreng-
urinn hugsaði sig um augnablik, og sagði
svo við sjálfan sig: „Ég er viss um hann
gildir einu þó ég láni gas hjá honum, og
segi honum svo frá því á morgun og borga
fyrir það um leið.“ Hann tók gasið. Hann.
fékk það aðeins að láni. Húsbóndinn hefði
látið hann hafa það 'hefði hann verið
heima.
Næsta morgun mætti hann ekki hús-
bóndanum, svo hann hafði ekki tækifæri
til að segja honum frá gasinu. En næst.
þegar þeir mættust hafði hann ekki pen-
inga með sér, svo að hann minntist ekkert
á það, svo þetta gleymdist. Svo henti það
aftur að hann fékk lánað gas í fjarveru
húsbóndans. Þetta kom fyrir í fleiri skipti
þar til hann skuldaði Mr. Brown 5.00
dollara, en hann hafði aldrei svo mikla
peninga á sér, svo ’hann sagði húsbóndan-
um aldrei frá því. Einu sinni þurfti hann.
olíu og tók hana. Nokkru seinna er hann
var úti með fleiri drengjum tók hann
gúmmí hring, sem 'hann átti ekki, og loks
náði lögreglan honum meðan hann var