Stjarnan - 01.08.1953, Síða 6

Stjarnan - 01.08.1953, Síða 6
62 STJARNAN að taka bíl, sem aðrir áttu. Hann var settur í fangelsi. Meðan hann var þar kom húsbóndi hans Mr. Brown að heimsækja hann og spurði hvernig þetta hefði at- vikast. Þá sagði Joe honum alla söguna hvernig það hefði byrjað, þegar hann hafði ætlað að biðja hann um gas og borga fyrir það. Joe varð ekki þjófur alt í einu. Hann ætlaði ekki að stela í fyrsta sinni, sem hann tók gasið. En þetta er satans aðferð til að svíkja bæði unga og gamla. —S. S. W. --------------------- Fátækur, blindur og nakinn „Þú segir: Ég er ríkur og er orðinn auðugur og þarfnast einkis — og þú veist ekki að þú ert vesalingur og aumingi og fátækur, blindur og nakinn.“ Op. 3:17. Fá Ritningarorð eru alvarlegri en þessi, og þau eru hin mest áríðandi fyrir kristna menn á yfirstandandi tíma, því hinn Trúi votturinn sendir þennan boðskap sérstak- lega til lærisveina sinna, sem uppi eru á síðustu dögum heimsins. í fimm orðum lýsir hann hinu voðalega ástandi, sem ein- kennir játendur kristindómsins á vorum tíma. Hér er lýsingin á þeim: Vesalingur, aumingi, fátækur, blindur og nakinn. Nakinn, ekki fáklæddur heldur klæðlaus. Hvað er synd þessa safnaðar? Það er varla hægt að ímynda sér verra ástand. Fátækur, þegar oss stendur til boða hinn yfirgnæf- anlegi dýrðarríkidómur Guðs. Nakinn, þegar hver sem vill meðtaka, getur öðlast réttlætis skykkju Krists. Blindur, sér ekki né skilur sitt eigið ástand, tákn tímanna, né tækifæri þau er bjóðast eða skyldur sem á honum hvíla. Vesalingur og aum- ingi, vegna skorts á andlegum krafti og skilningi, álítur sig ríkan, er hrokafullur og holdlega sinnaður, óhæfur fyrir Guðs ríki, en veit ekki að svo er. Getur þetta verið rétt lýsing? ‘Því miður er hún rétt. Það er sorgleg hálfvelgja og alvöruleysi hjá fjöldanum sem þó játa kristna trú. Hjá miljónum manna er guðs- þjónustan orðin kraftlaus, alvörulaus venja. Of víða hafa heimilisguðsþjónustur verið lagðar niður, og of sjaldan taka menn tíma til að biðja í einrúmi. Of margir safnaðarmenn eru að bíða þess að Guð gjöri eitthvað sérstakt fyrir þá, meðan Guð bíður þess að þeir snúi sér alvarlega til hans. Alt of margir vor á meðal nota pappírspeningana fyrir sjálfan sig, en fórna Guði smápeningunum. Alt of margt virðist vera oss kærara og taka upp meiri tíma í hugum vorum heldur en endurkoma Krists í dýrð og veldi. Hjá mörgum eru guðræknisiðkanir aðeins frítímavinna. í ræðustólnum og á ráðstefnum kirknanna er of mikið af því mannlega og jarðneska, en of lítið af því sem Guðs er. Oft eru þar framborin áheyrileg orð manna, en ekki orð innblásin af heilögum anda. Of margir þjónar líkjast Ahimas, sem fór í sendi- ferð, en hafði engan boðskap að flytja. Menn hafa metið lítið sannindi kristin- dómsins og dregið blæju fyrir hið dýrð- lega ljós fagnaðarerindisins. Margir dauf- heyrast við áminningum og áhrifum heilags anda. Efasemdir í trúarefnum og eftirsókn eftir jarðneskum munum hefir komið 1 stað heilagrar alvöru og sannrar guðrækni. Athugum nú þetta alvarlega. Slíkir lifnaðarhættir undirbúa oss ekki undir Guðs ríki. Með þessari aðferð verður ekki lokið við starf Guðs á jörðunni. Þar þarf meira til. Vér verðum að ganga með Guði, lifa í nánu samfélagi við hann. Það heimt- ar fullkomna undirgefni undir Guðs vilja og miklu meiri fórnfýsi en vér höfum ennþá sýnt. Þrátt fyrir hið sorglega ástand í heim- inum þá hefir Guð trúa þjóna sem út- dreifðir eru meðal allra þjóða, tungumála og fólks. Þeir eru nemendur í skóla sorgar og erfiðleika. Þeir líða ofsóknir og þján- ingar. Líf þeirra er reynsla erfiðleika eyði- merkurinnar. En fremur öllum öðrum hefir Guð auga á þeim og annast þá. Vinur minn, hver sem þú ert, hvar sem þú ert, hvaða stöðu sem þú hefir, þá kallar Guð þig til að lifa í hreinleika postula Drottins, og í krafti hans heilaga anda eins og honum var úthelt á hvítasunnu- daginn. Guð úthellir fyllingu síns heilaga anda í ríkara mæli en nokkru sinni fyr yfir alla þá sem vilja meðtaka hann. Vilt þú meðtaka þennan endurlífganda kraft, sem mun undirbúa Guðs útvöldu fyrir að verða ummyndaðir eftir Jesú dýrðarmynd. —SANFORD T. WHITMAN

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.