Stjarnan - 01.02.1954, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.02.1954, Blaðsíða 2
10 STJARNAN „Fús að leggja fram fé“. Ó, hversu margir eru fúsir að gefa lítilsháttar af fé sínu í stað þess að gefa Guði hjarta sitt heilt og óskift, þeir vona Guð muni gjöra sig ánægðan með það, en konungur kon- unganna segir það nægi ekki. Fjöldi fólks á Indlandi ímyndar sér það sé hægt að komast inn um hliðardyr til himnaríkis. Indverjar leggja á sig alls konar þjáningar og erfiðleika í von um að þeir á þann hátt geti áunnið sér inn- gang í Guðs ríki. Þeir vona góðverk og yfirbótarverk muni veita sálu þeirra frið. Þeir takast á hendur langar pílagrímsferðir til helgra staða í von um að öðlast sálu- hjálp. Sumir ganga berfættir yfir kolaglæður, aðrir hafa aðeins þunt vott klæði til að skýla sér með og láta svo hella glóandi kolum yfir höfuð sér. Einn þessara hindúa lofaði að gefa part af tungu sinni til guðs- ins. Hann settist fyrir framan goðið, skar sjálfur part af tungu sinni, lét hann í hnotuskel og setti þetta fram fyrir goðið. Áhorfendurnir dáðust að honum fyrir þetta. Vér aumkvum þetta vesalings fólk, en vér finnum í öllum löndum heimsins þús- undir manna, sem á einn eða annan hátt leitast við að frelsa sjálfa sig með góð- gjörðum og yfirbótarverkum. Margir vona að góðverk þeirra muni tekin gild á meta- skálum himinsins, aðrir reyna að breiða yfir einhverja uppáhalds synd með því að vera starfsamir meðlimir kirkju sinnar. Hvaða aðferð sem menn nota geta þeir al- drei áunnið sér inngang í Guðs ríki með sínum eigin verkum. Jesús segir berum orðum: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til Föðursins nema fyrir mig“. Enginn vor á meðal, hvort sem hann býr í Indlandi eða Ameríku getur frelsað sig sjálfur. „Ekki er hjálpræði í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað nafn undir himninum er menn kunna að nefna er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða“. Post. 4:12. Jesús er vor eina sálu- hjálpar von. Guð vill vér gefum honum hjörtu vor. Siðgæði, gjafmildi, góðverk, fé- lagsskapur Guðs barna, þetta kemur alt af sjálfu sér ef vér erum endurfæddir svo Jesús býr í hjörtum vorum. —R. H. PIÉRSON Guð stendur við loforð sín „Ég hef rétt lokið við að planta nýja grein á perutréð mitt“, sagði vinur minn glaður í bragði. „Hvers vegna gjörðir þú það?“ spurði ég. „Það var svo lélegt, eitt af þessum anjous, allir ávextirnir rotnuðu á því í stað þess að þrosisast11. „Plokkaðir þú ávextina af því meðan þeir voru grænir og lézt þá þroskast x myrkri?“ spurði ég. „Nei, hvers vegna skyldi ég gjöra það?“ „Þessi tegund af perutré ber hina beztu ávexti, sem seljast hæðsta verði í austur- ríkjunum. En það verður að láta ávextina þroskast í dimmu köldu plássi eftir að þeir eru teknir grænir af trénu“. Eitt ár leið og aftur heimsótti ég vin minn. „Manstu eftir Anjou trénu, sem ég plantaði greinarnar á í fyrra?“ spurði hann. „Maður verður altaf að skilja eftir nokkrar af hinum náttúrlegu greinum trésins, eins og þú veist. Ég reyndi það sem þú sagðir mér, og það eru beztu perur, sem ég hef nokkurn tíma étið. Ég iðrast eftir að hafa plantað hinar greinarnar“. Sumt tekur tíma, þannig er það með áform Guðs. Á sínum tíma mun Guð upp- fylla öll sín loforð. Ó, hve dýrðleg hans loforð eru. Vor himneski Faðir þráir meir en vér þann tíma þegar hann getur uppfylt öll sín loforð til vor. Ef til vill spyr þú sjálfan þig: Hvers vegna verður þetta að vera þannig?. En vertu hughraustur. Vér höfum hið spámannlega orð, og það er boðskapur Guðs til þín, boðskapur vonarinnar. Miljónir manna þjást af hungri og harð- rétti, en loforðið verður uppfylt fyrir þá: „Þeir skulu aldrei hungra framar“. Lof- orðið til hinna sjúku verður uppfylt: „Enginn sjúkdómur mun framar til vera“. En dýrðlegast af öllu er loforðið um fé- lagsskap við Jesúm sjálfan: „Og munum vér síðan með Drotni vera alla tíma“. —R. E. FINNEY, Jr.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.