Stjarnan - 01.02.1954, Page 6
14
STJARNAN
Alt í einu skygði ský fyrir tunglið,
fjöllin sáust ekki lengur. Alt var svo dimt,
og það var svo langt til sólaruppkomu.
Hún dróg niður gluggablæjurnar, gekk
að rúmi sínu og opnaði Biblíuna, sem lá
þar á borðinu; fyrir henni urðu þessi orð:
„Sól þín mun ekki framar ganga til viðar,
og tunglið mun ekki verða byrgt, því Drott-
inn er þér eilíft ljós, og sorgardagar þínir
hafa enda tekið“. María lokaði augunum
og andvarpaði: „Það er svo ósköp dimt í
heiminum. Bíða eftir sólaruppkomunni,
bíða, bíða.“.
Þúsundir manna hafa svipaða reynslu
og María. Lífið sýnist gleðisnautt, þú virð-
ist ekki hafa neina tryggingu fyrir fram-
tíðinni, ekkert sem þú getur reitt þig á,
lífið framundan er eins og ráðgáta. Vinur
minn, minstu umhyggju Guðs og kærleika
hans. Hann hefir auga á þér. „Dimman
hylur ekkert fyrir honum, því nóttin er
eins björt og dagur. Fyrir honum er eng-
inn munur á myrkri og birtu“.
Á sorgar og reynslustundum vorum
þurfum vér að hafa hugfastan þann sann-
leika að „Grátur varir aðeins næturstund,
en gleðin kemur með morgninum“. Upp-
runi sólarinnar mun framleiða ljós sem
veitir oss skilning á ýmsum erfiðleikum
lífsins, sem vér höfum mætt, Ijós, sem al-
drei mun dvína eða daprast.
Heimurinn bíður uppkomu sólarinnar.
Ert þú vakandi, bíðandi og biðjandi? Bráð-
um munum vér sjá himininn opnast, Jesús
vinur vor og frelsari kemur til að taka
okkur heim til sín. Hann er vort eilíft ljós.
„Dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki
harmur né vein né kvöl er framar til“.
Op. 21:4.
—STANLEY COMBRIDGE
-----------☆------------
Leyndardómur framtíðarinnar
Alstaðar spyrja menn hvers þeir megi
vænta næst. Hvað liggur framundan?
Hvernig verður ráðið úr vandamálum
heimsins. Hvað verður Rússum leyft að
fara langt? Munu þeir ná Evrópu undir
sig? Er heimurinn á barmi glötunar og
eyðileggingar? Hvenær uppfyllist vonin
um frið og hamingju í heiminum?
Ég skal ekki reyna að svara þessum
spurningum frá mínu eigin brjósti, heldur
benda á hvað Guð hefir opinberað oss í
orði sínu.
í Daníel 2:31.—35. er lýst líkneski úr
ýmiskonar efni, sem Nebukaðnesar var
sýnt í draumi. Höfuð líkneskisins var af
skæru gulli, brjóst og handleggir af silfri,
kviður og lendar af eiri, og fæturnir sumt
af járni og sumt af leir. Svo féll steinn úr
lausu lofti og hitti fætur líkneskisins og
braut það alt í sundur, svo vindurinn
feykti því í burtu svo líkneskið var ekki
lengur til. En það undraverðasta var að
steinninn stækkaði, svo hann varð að fjalli
sem huldi alla jörðina.
Þetta var merkilegur draumur, útlegg-
ing hans finnur þú í Dan. 2:38.—44. Þar
getur þú skilið, að með þessum draum gaf
Guð táknmynd af sögu heimsins alt frá
dögum Daníels til tímans enda, eða frá
600 fyrir Krist alt til 1953 og þaðan til
enda heimsins.
í 38. versi skýrir spámaðurinn frá að
gullhöfuðið merkir Babýlonar ríki, sem þá
var undir stjórn Nebúkaðnesars. í 39. versi
er bent á að brjóstið og hándleggirnir af
silfri táknaði næsta alheims ríki, sem fylgdi
eftir Babýlon. Sagan sýnir að það ríki
var Medo Persía.
Svo skýrir spámaðurinn frá að hið
þriðja ríki af eiri muni stjórna heiminum.
Hversu einfalt og auðskilið þetta er. Sag-
an sýnir að þirðja ríkið sem kom næst
eftir Persíu var Grikkland.
Takið svo eftir hvað Daníel segir að
járnleggirnir þýði: „Þá mun hefjast fjórða
ríkið, sterkt sem járn“. Er ekki þetta auð-
skilið. Járnleggirnir táknuðu rómverska
ríkið. Skóladrengirnir geta vitnað um
áreiðanleika þessara spádóma Biblíunnar.
Þeir geta sagt þér að Persía kom næst
eftir Babýlon, og Grikkland kom á eftir
Persaríki, og Róm næst á eftir Grikklandi.
En svo voru fæturnir og tærnar, sumt
af járni og sumt af leir. í 41. versi segir
Orðið oss: „En þar er þú sást fæturnar og
tærnar að sumt var af pottaraleiri, sumt af
járni, það merkir að ríkið mun verða skift“.
Þannig bendir Daníel á að fjórða ríkið
muni sundurliðast í fleiri smáríki.