Stjarnan - 01.02.1954, Síða 7

Stjarnan - 01.02.1954, Síða 7
STJARNAN 15 Dan. 7:24. sýnir að þetta fjórða verald- arríki skiftist í 10 parta. Þetta kom fram á fimtu og sjöttu öld eftir Krist. Tíu sjálf- stæðar þjóðir mynduðust af því sem verið hafði Vestur-rómverska ríkið. Innan hundrað ára eftir að Róm féll höfðu 10 heiðnar þjóðir stofnað ríki, sem urðu grundvöllurinn undir nútíðar ríki Evrópu. Engilsaxar settust að á Englandi, Franks á Frakklandi, Alemanni á Þýzka- landi, Suevi á Portúgal, Burgundar á Sviss- landi, Vísigotar á Spáni og Lombarðar á ítalíu. Hinar þrjár þjóðirnar, Herúlar, Vandalir og Austurgotar voru seinna eyði- lagðar. Sjö af þessum 10 þjóðum haldast ennþá við í Evrópu. Þú veist, ég veit og allir vita, að það er ekki hægt að bræða saman járn og leir. Eins og járn og leir geta ekki samþýðst hvert öðru eins ómögulegt er það að þessi ýmsu ríki Evrópu verði sameinuð undir einni stjórn, eins og þau voru undir stjórn Rómverja. Spádómurinn segir þeir muni „ekki samþýðast hvorir öðrum eins og járnið samlagar sig ekki við leirinn". Dan. 2:43. Þetta er það sem Orðið segir muni eiga sér stað til tímans enda. Það hefir reynst satt um liðnar aldir. Allar tilraunir til að sameina ríkin í Evrópu undir eina stjórn hafa mishepnast. Ef Napóleon hefði skilið þennan spádóm og trúað því að þeir mundu „ekki samþýð- ast hvorir öðrum“, þá hefði hann vitað að allir sigurvininngar hans yrðu gagnslausir að lokum, því að hann gæti aldrei sam- einað Evrópuríkin undir sína stjórn. Ef Vilhjálmur Þýzkalandskeisari árið 1914 hefði skilið þennan spádóm og trúað hon- um, þá hefði hann vitað að Þýzkaland mundi aldrei ná yfirráðum yfir Evrópu. Ef Hitler 1939 hefði skilið þennan spádóm, þá hefði hann vitað að hann gæti aldrei lagt Evrópu undir sig gegn um seinna stríðið. Ó, hvað fólkinu gæti liðið miklu betur, ef það vildi gefa gaum að Guðs orði og hlýða því. Athugum nú þetta: Bæði fyrsta og annað alheims stríðið staðfesta áreiðan- leika þessarar bókar og vitna um að hún er Guðs orð. Hinir voldugustu herflokkar sem menn geta framleitt megna ekkert móti Guðs orði sem segir: „Þeir munu ekki samþýðast hvorir öðrum“. Ein einasta setning heilagrar Ritningar er kraftmeiri heldur en allir herflokkar heimsins. Jesús segir: „Ritningin getur ekki raskast“. „Himin og jörð mun líða undir lok, en mín orð munu als ekki undir lok líða“. Þegar skugginn af Rússlandi fellur yfir Evrópu og Austurlöndin þá undrast menn vfir hvort Rússar muni taka Evrópu. Getur þeim lánast það, sem Hitler mishepnaðist? Þetta Guðs orð: „Þeir munu ekki sam- þýðast hvorir öðrum“, gefur óyggjandi svar upp á þá spurningu. í ljósi þeirra orða getum vér verið fullvissir um, að þó Rússar tífaldi styrk sinn þá geta þeir aldrei yfir- unnið og haldið Evrópu til lengdar. Guðs orð er trygging móti yfirgangi Rússa í Evrópu. Vantrúaðir stjórnendur Rússlands þyrftu að athuga Dan. 2. áður en þeir senda her sinn vestur á við til að ná Evrópu uridir sig. Nú spyrja menn hvað verði útkoman á þessu vandræða, ófriðar ástandi heimsins? Guð svarar því í Dan. 2:44. „En á dögum þessara konunga mun Guð himnanna hefja ríki, sem aldrei mun á grunn ganga, og það ríki skal engri annari þjóð í hendur fengið verða, það mun knosa og að engu gjöra öll þessi ríki, en sjálft mun það standa að eilífu“. Þetta er Guðs svar upp á spurninguna hvernig og hvenær friður og hamingja verði stofnsett í heiminum. Á hinni nýju jörð verður engin synd, og þar sem engin synd er þar er enginn ófriður. Á þessari nýju jörð mun Jesús verða stjórnandinn, þar verður varanlegur eilífur friður og á hans ríki mun enginn endir verða. Það er aðeins einn maður sem er fær um að stjórna öllum heiminum. Hver er hann? Hann er mannsins sonur, maðurinn frá Nasaret, maðurinn frá Golgata. Nafn hans er Jesús. Hvar erum vér staddir í dag? Athugum tímatöflu Guðs. Vér lifum ekki á tímabili gullhöfuðsins. Babýlon var yfirunnin 538 fyrir Krist. Tímabilið táknmyndað með brjósti og handleggjum af silfri er undir lok liðið. Persía féll í hendur óvinanna árið 331 fyrir Krist. Vér lifum ekki á tíma- bili Grikkja, þeir mistu yfirráðin 168 fyrir Krist, þegar ríki þeirra féll í hendur Róm- verja. Vestur hluti rómverska ríkisins

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.