Stjarnan - 01.07.1954, Síða 1

Stjarnan - 01.07.1954, Síða 1
STJARNAN JÚLÍ, 1954 LUNDAR, MANITOBA FramHcfarheimili Guðs barna Emil Coue kendi sjúklingum sínum að segja: „Hvern einasta dag á allan hátt er ég að verða betri og betri“. Þessi hugmynd átti að leiða til meiri og meiri fullkomn- unar. Nú fara menn út í gagnstæðar öfgar Helztu vísindamenn og hernaðarleiðtogar halda því fram, að borgir og þjóðir verði gjöreyddar með sprengingum, svo að hnötturinn verði að rústum, og fáir vérði eftirlifandi við ill kjör. Coue hafði rangt fyrir sér. Eyðilegging sú, er vísindin framleiða verður slík, sem aldrei fyr hefir sézt í þessum heimi. Spá- mennirnir sögðu fyrir um slíkt ástand, sem verður táknmynd upp á algjörlega eyðileggingu á hinum mikla degi dómsins. Sannkristinn maður veit, að Guð stend- ur við stýrið, hið óskeikula orð Guðs er leiðarstjarna hans. Guð hafði ákveðið áform með sköpun jarðarinnar, og hann mun framkvæma áform sitt. Það eru hér um bil eitt þúsund spá- dómar í Biblíunni, flestir hafa verið bók- staflega uppfyltir, aðrir eru að koma fram. Enginn þeirra hefir brugðizt. Guð hefir skýrt og skiljanlega opinberað mönnum áform sitt í heilagri Ritningu. Tveir fyrstu kapítular Biblíunnar lýsa fyrir oss hinni dýrðlegu blessun, sem menn mistu vegna óhlýðni sinnar. Tveir síðustu kapítular hennar segja oss frá endurreisn Paradísar. Þriðji kapítuli Biblí- unnar segir frá hvernig syndin kom inn í heiminn, en í þriðja kapítula frá enda Biblíunnar segir frá hvernig synd og alt ilt verður afmáð að eilífu. Þessi blessaða bók flytur mann frá hliðinu, sem útilokaði hann frá hinni töpuðu eign og leiðir hann að opnu hliði hinnar nýju Jerúsalem þar sem allir eru velkomnir, sem vilja koma. Guðs orð heldur því skýrt fram að þessi vesæli hnöttur verði innan skamms ummyndaður í nýja jörð með heilögum innbyggjendum, þar sem réttlætið mun búa. Vér erum fullvissaðir um, að þar verður alt eins fagurt og fullokmið, og eins verulegt eins og heimili vorra fyrstu for- eldra í aldingarðinum. Biblían heldur því fram að hinir réttlátu muni fá endurgjald sitt á jörðinni. Jesús sagði sjálfur: „Sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa“. Matt. 5:5. Dásamíegt umhugsunar- efni. Þessi gamla jörð, sem hefir verið undir bölvun syndarinnar, verður um- mynduð og endursköpuð til að verða ei- lífðar heimkynni hinna endurleystu. Þar verður ekki aðgjörðaleysi heldur starfi og framkvæmdir. Þar munu menn vinna það, sem þeim geðjast bezt, og án þess að verða þreyttir. Víngarðar og jurta- garðar verða gróðursettir, hús verða bygð, skemtigarðar og skógarbelti munu skreyta landið. Jesajas spámaður lýsir nýju jörðinni þannig: „Eyðimörkin og hið þurra landið skal gleðjast; öræfin skulu fagna og gleðjast sem lilja. Þau skulu blómgast ríkulega og.fagna af unaði og gleði. Veg- semd Líbanons skal veitast þeim, prýði Karmels og Sarons; þau skulu fá að sjá vegsemd Drottins og prýði vors Guðs“. Jes. 35:1.—2. „Dýr af ýmsum tegundum munu vera þar um merkur og skóga, en eðli þeirra verður gjörbreytt frá því sem nú er. Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardus- dýrið liggja hjá kiðlingnum, kálfar, ung ljón og alifé ganga saman og smásveinn gæta þeirra. Kýr og birna munu vera á

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.