Stjarnan - 01.07.1954, Síða 2
50
STJARNAN
beit saman og kálfar og húnar liggja
hvorir hjá öðrum; og ljónið mun hey éta
sem naut“. Jes. 11:6.—9.
Ibúar hinnar nýju jarðar hafa ekkert
að óttast. „Ég mun gjöra friðarsáttmála
við þá og reka öll illdýri úr landinu, svo
að þeir skulu óhultir búa mega í eyðimörk-
inni og sofa í skógunum“. Ez. 34:25.
í þessum heimi þjáumst við af vesöld
og volæði, líðum söknuð og sársauka, en
þar munu allar vorar óskir verða upp-
fyltar. Þar verður aldrei kvíði né órósemi,
og enginn verður sjúkur. „Þá munu augu
hinna blindu uppljúkast og opnast eyru
hinna daufu; þá mun hinn halti létta á
sér sem hjörtur og tunga hins mállausa
fagna lofsyngjandi, því að vatnslindir
spretta upp í eyðimörkinni og lækir á
öræfunum“. Jes. 35:5.—6.
Munum vér þekkja vini vora? Vissu-
Íega. Þeir munu hafa einstaklings einkenni
sín. „Nú er þekking mín í molum, en þá
mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur
gjörþektur orðinn“. „Þér elskaðir. Nú
erum vér Guðs börn, og það er ennþá
ekki orðið bert, hvað vér munum verða.
Vér vitum, að þegar hann birtist, þá
munum vér verða honum líkir, því að
vér munum sjá hann eins og hann er“.
1. Jóh. 3:2.
Hve dýrðlegt það verður á lifenda landi,
laus við öll saknaðartár. Með söng á vör-
um og hörpu í hendi, að hitta ástvinina
þar.
Höfuðborg þessa lands verður ímynd
fegurðar og fullkomleika. „Og ég sá borg-
ina helgu, nýju Jerúsalem, stíga niður af
himni frá Guði búna sem brúði, er skartar
fyrir manni sínum. Og ég heyrði raust
mikla frá hásætinu, er sagði: Sjá, tjaldbúð
Guðs er meðal mannanna, og hann mun
búa hjá þeim, og þeir munu vera folk
hans, og Guð sjálfur mun vera hjá þeim
Guð þeirra“. Op. 21:2.—3.
Imyndið yður borgina, sem bygð er í
íerhyrning, 375 mílur á hverja hlið, og
tekur yfir nær því einst stórt svæði eins
og Californíu-ríkið. Hugsið yður borgar-
veggina að skærum jasper steini um-
hverfir alla borgina, sem er 1500 mílur
umhverfis, og hinir 12 undirstöðusteinar
borgarinnar eru skreyttir alskonar dýr-
mætum gimsteinum, litfegurðin skarar
fram úr fegurð regnbogans. Borgarhliðin
eru 12, þrjú á hverri hlið borgarinnar, og
hvert borgarhlið er ein perla. Op. 21:
12,—21.
Hvílík unun það verður að ganga um
hin konunglegu stræti lögð skýru gulli,
gagnsæ eins og gler. Ibúar borgarinnar
þurfa hvorki kerti, lampa, rafmagnsljós né
radíum geisla, því dýrð Guðs uppljómar
hana og lambið er hennar ljós. Fyrir utan
borgina mun sól og tungl skína með
skærari birtu heldur en nokkru sinni fyr.
„Þá mun tunglsljósið verða sem sólarljós,
og sólarljósið sjöfaldast, eins og sjö daga
ljós, þann dag er Drottinn bindur um sár
þjóðar sinnar og græðir hennar krömdu
undir“. Jes. 30:26.
Postulinn lýsir fegurðinni umhverfis
hásæti Guðs á þennan hátt: „Og hann sýndi
mér móðu lífsvatnsins, skínandi sem
kristall, og rann hún frá hásæti Guðs og
lambsins, á miðju stræti borgarinnar og
beggja vegna móðunnar var lífsins tré,
sem ber tólf sinnum ávöxt, á mánuði hverj-
um gefur það ávöxt sinn, og blöð trésins
eru til lækningar þjóðunum“. Op. 22:1.—2.
Þetta eftirvænta heimilisréttarland
vort veitir oss fögnuð og tækifæri langt
fram yfir það sem oss getur í hug komið.
Ár eilífðarinnar munu stöðugt leiða í ljós
nýja dýrð og fegurð. „Auga hefir ekki séð
né eyra heyrt hvað Guð hefir fyrirbúið
þeim, sem hann elska“. 1. Kor. 2:9.
Hér getum vér orðið hrifnir af hinum
tignarlegu fjöllum, fegurð hafsins, útsýn-
inu og skrautlegum byggingum, en í þess-
um heimi hefir auga ekki séð neitt, sem
kemst í samjöfnuð við dýrð og fegurð
hinnar nýju jarðar. Hér getum vér glaðst
af að skoða fegurstu listaverk, heyra hljóð-
færaslátt og samsöng æfðra söngmanna,
en hér hefir ekki eyra heyrt neitt, sem
jafnast á við þann fögnuð, sem Guð heíir
fyrirbúið börnum sínum. Yér getum lesið
um borgina helgu, strætin úr gulli og
veggi úr jasper, með perluhlið, fljót lífs-
vatnsins og glersjóinn, en hér er ómögu-
legt fyrir oss að skilja undrafegurð þessa
framtíðarheimilis Guðs barna.
Skilyrðin fyrir borgararétti og inn-
göngu í þessa dýrðlegu borg eru skýrt
fram sett í Op. 22:14. og Op. 21:27.
„Sælir eru þeir, sem breyta eftir hans
boðorðum, svo þeir nái að komast að lífs-