Stjarnan - 01.07.1954, Síða 4
52
STJARNAN
sem setur í hættu siðmenning vorra tíma.
Þegar þjóðasambandið var stofnað, stungu
menn upp á ýmsu til að viðhalda friði, en
ekkert dugði. Þó var ein uppástunga, sem
hefði lánast ef henni væri fylgt, en henni
var lítill gaumur gefinn. Uppástungan var
þessi: „Reynið Jesús“.
—S. T. — C.
-------------------------
Hver skapaði heiminn?
„í upphafi skapaði Guð himin og jörð“.
Var Guð einn í sköpunarverkinu? „Og
Guð sagði: Vér viljum gjöra menn eitir
vorri mynd, líka oss“. Mós. 1:26.
Hver var með Guði í sköpunarverkintí?
„í upphafi var orðið .... Það var í
upphafi hjá Guði. Allir hlutir eru fyrir
hann gjörðir“. Jesús var Orðið.
„Orðið varð hold og bjó með oss, fullur
náðar og sannleika“. Jóh. 1:14.
„Hann var í heiminum og heimurinn
var orðinn til fyrir hann“. 10. vers.
„Guð .... hefir á þessum síðustu dög-
um til vor talað fyrir soninn .... fyrir
hvern hann hefir og heimana skapað“.
Hebr. 1:1,—2.
„Því fyrir hann er alt skapað, sem er á
himni og jörðu“. Kol. 1:16.
Hvernig var heimurinn skapaður?
„Fyrir orð Drottins voru himnarnir
gjörðir, og fyrir anda hans munns allur
himinsins her“. Sálm. 33:6.
„Hann talaði og það varð. Hann bauð
þá stóð það þar“. Sálm. 33:9.
Hvað tók sköpun heimsins langan
tíma?
„Á sex dögum gjörði Drottinn himin
og jörð, hafið og vötnin og alt sem í
þeim er.“
Hver var tilgangurinn með sköpun
heimsins?
„Guð hefir myndað hana svo hún væri
byggileg“. Jes. 45:18.
Heimili vorra fyrstu foreldra.
„Og Guð Drottinn plantaði aldingarð-
inn Eden . . . . og setti þar manninn, sem
hann hafði myndað“. 1. Mós. 2:8.
Adam rekinn burt frá heimili sínu.
Vegna óhlýðni sinnar var Adam rekinn
burt úr aldingarðinum. „Og hann rak
manninn burt“. 1. Mós. 2:24.
Afleiðing óhlýðni Adams.
Guð sagði: „Þú munt vissulega deyja“.
1. Mós. 2:17. Adam lifði „níu hundruð og
þrjátíu ár, þá dó hann“. 1. Mós. 5:5.
„Þess vegna eins og syndin kom inn í
heiminn fyrir einn mann og dauðinn fyrir
syndina, og dauðinn er þannig runninn
til allra manna, því allít hafa syndgað“.
Róm. 5:12.
Árangurinn af hlýðni Krists.
„Því að eins og hinir mörgu urðu
synoterar fyrir óhlýðni hins eina manns,
þannig munu og hinir mörgu verða rétt-
lættir fyrir hlýðni hins eina“. Róm. 5:19.
„Því aðeins og allir deyja fyrir sam-
band sitt við Adam, svo munu allir lífgað-
ir verða fyrir samfélag sitt við Krist“.
1. Kor. 15:22.
„Og þetta er fyrirheitið, sem hann gaf
oss, hið eilífa lífið“. 1. Jóh. 2:25.
„Náðargjöf Guðs er eilíft líf í Jesú
Kristi Drotni vorum“. Róm. 6:23.
„Því svo elskaði Guð heiminn, að hann
gaf sinn eingetinn son,' til þess að hver
sem á hann trúir ekki glatist, heldur hafi
eilíft líf“. Jóh. 3:16.
------------■☆-----------
Loforð um endurkomu Krists
„Ég kem aftur og mun taka yður til
mín, svo þér séuð þar sem ég er“. Jóh. 14:2.
Kristur mun í annað sinn birtast, „til
hjálpræðis þeim, sem hans bíða“. Hebr.
9:28.
Hvernig mun hann koma?
„Þessi Jesús, sem var uppnuminn frá
yður til himins, mun koma á sama hátt og
þér sáuð hann fara til himins“. Post. 1:11.
Sj.á, hann kemur í skýjunum og hvert
auga mun sjá hann“. Op. 1:7.
„Því eins og eldingin, er hún leiftrar
.... svo mun verða um manns soninn á
degi hans“. Lúk. 17:24.
Mannsins sonur „kemur í dýrð sinni og
Föðursins og heilagra engla“. Lúk. 6:26.
Tákn upp á nálægð endurkomu Krists.
„Tákn munu verða á sólu, tungli og
stjörnum, og á jörðunni angist meðal þjóð-
anna á ráðaleysi við dunur hafs og brim-
gný, og menn munu gefa upp öndina af
ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir
heimsbygðina, því að kraftar himnana
munu bifast“. Lúk. 21:25.—28.
Þekking og framfarir á öllum sviðum.