Stjarnan - 01.07.1954, Síða 5

Stjarnan - 01.07.1954, Síða 5
STJARNAN 53 „Innsigla bókina þar til að endalokum líður. Margir munu rannsaka hana og þekkingin mun vaxa“. Dan. 12:4. Hættulegir tímar. „Á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir, því mennirnir munu verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, last- mælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakk- látir, vanheilagir, kærleikslausir, óhaldin- orðir, rógberandi, bindindislausir, grimm- ir, ekki elskandi það sem gott er“. 2. Tím. 3:1,—3. Auðsafn. „Heyrið nú, þér auðmenn. Grátið og kveinið yfir eymdum þeim, sem yfir yður munu koma. Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar mölétin. Gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið, og ryðið á því mun verða yður til vitnis og éta hold yðar eins og eldur. Þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögum“. Jak. 5:1.—3. „Spottarar munu fram koma, sem gjöra gys að sköpunarverkinu, að frá- sögninni um flóðið, að loforðinu um endur- komu Krists, að eyðileggingu jarðar í eidi og loforði Guðs um nýjan himin og nyja jörð“. 2. Pét. 3:1,—14. Fagnaðarerindið verður flutt út um allan heim og „þá mun endirinn koma“. -----------☆------------- Kraftaverk GySs náSar Það er dásamlegt kraftaverk Guðs náð- ar og kærleika, hvernig hann getur breytt lífi syndspiltra manna, svo þeir verða sönn Guðs börn, sem endurspegla kær- leika Krists í lífi sínu og starfi. Þegar Guðs andi fær inngöngu í hjarta manns- ins þá byrjar nýtt líf í réttlæti og heilag- leika. Reynsla Páls postula er skýrt dæmi upp á þetta. Hann hafði barizt móti Guði og orði hans, og ofsótt lærisveina Krists. í blindni sinni hélt hann, að hann væri að þjóna Guði, er hann ofsótti kristna menn. En þegar Jesús birtist honum á leiðinni til Damaskus, þá féll skýlan frá hans andlegu sjón. Frá því augnabliki var hann umventur nýr maður. Nú byrjaði önnur barátta hjá honum, og með svo góðum árangri, að hann að lokum gat sagt: „Ég hef barizt góðri baráttu11. Nú fór hann að byggja upp það, sem hann áður reif niður. Nú barðist hann fyrir sannleika og réttlæti og vann fræg- an sigur. Hann var dæmdur sem afbrota- maður, en hann ávann sér kórónu rétt- lætisins. Hann leið hungur og þorsta, kulda og klæðleysi. Hann hafði erfiði og áhyggjur. Oft var hann settur í fangelsi. Oft var hann í lífshættu. Hann var húðstrýktur og grýttur. Ofsóknir og hættur umkringdu hann hvert sem hann fór. Með alt þetta í huga og eilífðina fyrir framan sig gat hann sagt: „Ég hef barizt góðri baráttu, full- komnað hlaupið, haldið trúnni“. Hann lét líf sitt í þjónustu fagnaðar erindisins, en hann mun öðlast það aftur í upprisu réttlátra. Þetta er sá stærsti sigur, sem nokkur maður getur unnið. Páll fullkomnaði skeið sitt, varðveitti trúna og gladdist í voninni. Kæri vin, líður þú háð eða fyrirlitningu sannleikans vegna? Vertu hughraustur. Sannleikurínn sigrar að lokum. Ef þú mætir ofsóknum í einhverri mynd vegna hlýðni þinni við Guðs orð, þá láttu ekki hugfallast. Það er góð barátta. Ef þú stendur einn, þá minstu þess, að það er betra að standa einn sannleikans megin, heldur en fylgjast með fjöldanum í eyði- mörk ranglætisins. En þú ert ekki einn. Englar Guðs eru með þér og Jesús mun fylgja þér og leiðbeina þér alla leið heim til síns himneska ríkis. Daníel var ekki einn í Ijónagröfinni. Engill Guðs var hjá honum. Þeir þrír, sem kastað var í eJds- ofninn, voru þar ekki einir saman, Guðs sonur var með þeim. Hann er ennþá með lærisveinum sínum og verður með þeim alt til enda veraldar. Gakk þú áfram veg þinn í Guðs nafni. Haltu fast við sannleikans orð og berstu hinni góðu baráttu. Þú munt sigra eins og Páll og öðlast lífsins kórónu, þegar Jesús kemur. Páll leit með vonargleði fram til þess dags. Hvílíkur fagnaðardagur það verður. Þá er sigurinn unninn. Þá munum vér mæta forfeðrunum, spámönnunum og postulunum, sem börðust móti valdi synd- arinnar í heiminum og unnu frægan sigur. „Margir munu koma að austan og vestan og sitja til borðs með Abraham, Isak og Jakob í ríki himnanna". Matt. 8:11. Þá munum vér mæta postulunum, sem óttalausir fluttu gleðiboðskapinn um upp-

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.