Stjarnan - 01.07.1954, Qupperneq 7

Stjarnan - 01.07.1954, Qupperneq 7
STJARNAN 55 Hinir eilífu armar Guðs umvefja þá hversu breysk sem þessi sál kann að vera. sál, sem snýr sér til hans til að fá hjálp, Fjöllin með öllum auðæfum sínum munu íarast, en sú sál, sem lifir fyrir Guð, mun standast frammi fyrir honum. „Heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja varir að eilífu“. 1. Jóh. 2:17. Guðs borg mun opna hin gullnu hlið sín til að taka á móti þeim, sem á vegferð sinni hér á jörðunni lærðu að reiða sig á Guð, til þess að fá hjá honum leiðbeiningu og vizku, huggun og von í þrengingum og missi. Hann verður boðinn velkominn þangað með englasöng, og lífstréð mun veita honum ávöxt sinn. „Því að fjöllin munu færast úr stað, og hálsarnir riða, en mín miskunnsemi við þig skal ekki færast úr stað og minn friðarsáttmáli við þig ekki raskast, segir miskunnari þinn, Drottinn“. Jes. 54:10. —E. G. W. -----------■☆•--------- „Verið þvi ekki áhyggjufuliir um morgundaginn . . . " Ef þú hefir gefið Guði sjálfan þig til að vinna hans verk, þá þarft þú ekki að vera áhyggjufullur um morgundaginn. Hann, sem þú þjónar, þekkir endirinn frá upphafi. Atvik morgundagsins, sem eru hulin sjónum þínum, eru sýnileg augum hins Almáttka. Þegar vér leitumst sjálfir við að koma því í verk eða framkvæmd, sem á oss hvílir, og reiðum oss á það, að vizka sjálfra vor og dugnaður geti hrundið því áleiðis, þá leggjum vér á oss byrði, og reynum að bera hana án hjálpar hans. Vér tök- umst ábyrgð á hendur, er heyrir Guði til, og setjum oss í rauninni í hans stað. í slíkum kringumstæðum höfum vér í rauninni fulla ástæðu til að vera áhyggju- fullir og búast við háskasemdum og tjóni, er þá mun vissulega koma. En þegar vér í sannleika trúum því, að Guð elskar oss og hefir í hyggju að gjöra vel við oss, þá munum vér hætta að bera áhyggjur fyrir íramtíðinni. Vér munum reiða oss á hann eins og barn treystir kærleiksríkum föður eða móður. Þá hverfa erfiðleikar vorir og alt sem hvelur oss; því að vor vilji er uppsvelgdur af Guðs vilja. Kristur hefir ekki gefið oss neitt loforð um hjálp í dag til að bera byrðar morgun- dagsins .Hann hefir sagt: „Náð mín nægir þér“ (2. Kor. 12:9.); en eins og Manna var gefið á eyðimörkinni, þannig veitist náð hans daglega, sniðin eftir þörfum' dagsins. Eins og ísrael á eyðimerkurferðinni, get- um vér á hverjum morgni fundið vorn daglega forða af himna-brauðinu. Aðeins einn dagur í einu er vor, og þann dag eigum vér að lifa Guði. Fyrir þennan eina dag verðum vér að leggja öli áform vor og ráðagjörðir í Krists hönd með heils hugar þjónustu og varpa allri áhyggju vorri og sorg á hann, sem ber umhyggju fyrir oss. „Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður — segir Drottinn — fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð11. Jer. 29:11. „Fyrir afturhvarf og rósemi skuluð þér frelsaðir verða; í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera“. Jes. 30:15. Ef þú vilt leita Drottins og á hverjum degi snúa við til hans, ef þú kýs það, að vera glaður og frjáls í Guði, og ef þú kemur til hans með glöðu geði, hlýðir náð- arröddu hans og ber ok Krists — ok hlýðni og þjónustu — þá munu allar harmatölur þínar hætta, allir erfiðleikar þínir hverfa, og úr öllum hinum miklu vandamálum, sem þú ert nú riðinn við, leyst verða. , —E. G. W. ------------■☆■---------- Kærleiki Guðs til manna „Sjáið hvílíkan kærleika Faðirinn hefir auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn“. 1. Jóh. 3:1. „Varpið allri áhyggju upp á hann, þvi hann ber umhyggju fyrir yður“. 1. Pét. 5:7. „Guð er kærleikur". 1. Jóh. 4:8. „Dýrðina, sem þú hefir gefið mér, hefi ég gefið þeim, til þess að þeir séu eitt eins og við erum eitt, ég í þeim og þú í mér, svo skulu þeir vera fullkomlega sam- einaðir, til þess heimurinn komist að raun um, að þú hefir sent mig, og að þú hefir elskað þá eins og þú hefir elskað mig“. Jóh. 17:23. Hvernig sýndi Guð kærleika sinn til vor? „Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver sem

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.