Stjarnan - 01.09.1956, Page 1

Stjarnan - 01.09.1956, Page 1
STJARNAN SEPTEMBER, 1956 LUNDAR, MANITOBA Hvaða mismun gjörir það? Einn dag þegar ég var á gangi í borg- inni heyrði ég lágan grát bak við auglýs- ingaskilti. Ég staðnæmdist og hlustaði, svo flýtti ég mér kringum skiltið, og bjóst við að finna einhvern, sem hefði verið meidd- ur eða rændur. En þarna var lítill tötra- lega búinn drengur á að gizka 10 ára gamall. Ég spurði undrandi: „Hvað ert þú að gjöra hér?“ Hann snökti og sagði: „Segðu engum frá því, ég er að fela mig.“ „Hvar er pabbi þinn og mamma?“ „Ó, segðu þeim það ekki“, bað hann með ákefð. „Líttu á.“ Nú sýndi hann mér hvernig hann var særður og marinn. Svo skýrði hann frá hvernig á því stóð. „Pabbi reiðist mér af því ég vil ekki stela fyrir hann.“ „Hvers vegna viltu ekki stela?“ „Kennarinn í kirkjunni þarna yfir frá segir okkur frá manni, sem heitir Jesús. Hann var góður maður. Hann meira að segja dó fyrir okkur, svo við gætum allir verið góðir. Hann vill ekki að við stelum, það er ein af reglum hans. Mig langar til að líkjast honum. Ég vil ekki stela jafnvel þó pabbi drepi mig.“ Þetta var ungur drengur frá fátækra- hverfi borgarinnar, en hann var ákveðinn í að forðast það sem ilt var. Hann vildi fylgja reglum Jesú Krists. Hlýðni við Guðs boðorð er bezta sönnunin fyrir því, að maðurinn elski frelsarann. Það er prófið sem sýnir hverjir eru lærisveinar Krists. Jesús segir: „Ef þér elskið mig, þá haldið þér mín boðorð.“ Jóh. 15:15. í fjallræðunni heldur Jesús skýrt fram hvað hlýðni er nauðsynleg er hann segir: „Ekki munu allir þeir sem til mín segja: Herra, herra, koma í himnaríki, heldur þeir einir, sem gjöra vilja míns himneska föður.“ Matt. 7:21. í 40. Davíðs sálmi og áttunda versi les- um vér að það var gleðiefni fyrir Jesúm að gjöra vilja föðursins, af því lögmál föðursins var í hjarta hans. 1 Róm. 2:18. lesum vér: „Og veizt vilja hans .... upp- fræddur af lögmálinu.“ Samkvæmt þessu auglýsir lögmálið vilja Guðs. Er Guð smámunasamur? Sumir afsaka sig frá að hlýða 10 boð- orðunum með því að segja: „Guð er ekki svo smámunasamur. Hvaða mismun gjörir það. Gjörðu það bezta sem þú getur, það er nógu gott.“ Það var svipaður hugsunarháttur, sem freistaði Evu í Eden aldingarði, þegar höggormurinn gaf það í skyn að Guð mundi varla svifta hana lífi fyrir svo lítil- fjörlegt sem það, að eta þennan ávöxt. Hvaða mun gjörir það af hverju trénu þú tekur ávöxtinn? Þú deyrð aldrei fyrir annað eins. En óhlýðni hennar gjörði allan mismun- inn fyrir Adam og Evu. Þau mistu hið indæla heimili sitt, liðu skelfileg vonbrigði, sonur þeirra var drepinn, hver sorgin á fætur annari, og ávalt síðan hefir heimur- inn verið fullur af hjartasorg, vonbrigðum, sjúkdómi, glæpum og dauða. Alt vegna þess að menn héldu að það gjörði engan mismun hvernig þeir breyttu. Velþóknun Guðs hvílir yfir þeim, sem hlýða honum nákvæmlega, gjöra það sem hann býður. Hann meinar það sem hann segir. Hann vill ekki falska mynt eða nokkra fórn í staðinn fyrir hlýðni, hversu einlægur sá er, sem ber hana fram. í stað þess að fara á skólann fór Tommy

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.