Stjarnan - 01.12.1956, Side 3
STJARNAN
91
Hvernig lýsir nútíma rithöfundur sannri
iðrun?
„Guðs andi bendir á vanþakklæti manns-
hjartans þegar hann hefir lítilsvirt og
hrygt frelsara sinn með því að hafna
frelsun hans, svo syndarinn kemur iðrandi
og niðurbrotinn til krossins. Jesús er
særður að nýju með hverri synd sem
framin er, og þegar vér lítum á hann sem
vér höfum sært, þá hryggjumst vér yfir
að hafa valdið honum sársauka með synd
vorri. Þetta leiðir oss til að snúa frá synd?
inni.“ D.A.
Hvaða dæmi upp á sanna iðrun finnum
vér í Biblíunni?
„Af því hjarta þitt komst við og þú auð-
mýktir þig fyrir Drotni þá þú heyrðir hvað
ég hafði talað gegn þessum stað og hans
innbyggjendum, að þeir skyldu verða að
eyðileggingu og bölvan, og af því þú reifst
þín klæði og grétst fyrir mér, þá hefi ég
bænheyrt þig segir Drottinn . . . . þú skalt
komast í þína gröf í friði.“ (Jósía konungur)
2. Kon. 22:19.
Davíð — Sálm 51. „Miskunna mér Guð
eftir þinni gæzku og afmá mínar yfir-
troðslur eftir þinni miklu miskunnsemi.
Þvo mig hreinan af minni misgjörð og
hreinsa mig af minni synd. Ég þekki mína
yfirtroðslu og mín synd er ætíð frammi
fyrir mér.“
Job — Job 42:1.—6. „Þá anzaði Job
Drotni og sagði: Því hefi ég viðbjóð á
sjálfum mér og iðrast í dufti og ösku.“
ísrael á dögum Esra. Esra 10:1. „Og sem
nú Esra bað og játaðist grátandi og féll
fram fyrir framan Drottins hús safnaðist
til hans mikill skari ísraelsmanna, karlar,
konur og börn og grét þá fólkið mikilega.“
Hvaða tvenns konar iðrun nefnir Páll
postuli?
„Sú hrygð sem er eftir Guði aflar sálu-
hjálplegrar betrunar sem enginn iðrast
eftir, en veraldleg hrygð veldur dauða.“
Hvaða tvö dæmi höfum vér í Biblíunni
upp á veraldlega hrygð eða falska iðrun?
Balam — Mós. 22. kapítula, og Júdas,
sem sveik Jesúm. Matt. 27. kap.
Hvernig getum vér vitað hvort iðrun
vor er sönn eða fölsk?
„Sá sem felur yfirsjónir sínar mun ei
verða lánsamur, en sá sem meðgengur þær
og lætur af þeim mun miskunn hljóta.“
Orðskv. 28:13.
Hvaða samband er milli sannrar iðrunar
og svars upp á bæn?
„Ef mitt fólk auðmýkir sig . . . . og þeir
biðja og leita míns auglitis og snúa sér frá
sínum vondu vegum, þá vil ég heyra í
himninum.“ 2. Kron. 7:14.
Hrygð eftir Guði leiðir oss til að hafna
synd, og veitir oss fagnaðarríka reynslu,
svo vér fáum bænum vorum svarað og
öðlumst stöðugt nýjan kraft til að þjóna
Guði.
Hata ég synd af því hún stríðir á móti
Guði?
Hef ég sýnt í verkinu, með því að snúa
frá syndinni, að ég í sannleika iðrast
hennar? —S. T.
------------☆-------------
„Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf
sinn eingetinn son til þess að hver sem á
hann trúir ekki glatist heldur hafi eilíft
líf.“ Jóh. 3:16.
☆ ☆ ☆
„Hvers krefur Drottinn þinn Guð af þér
nema þess, að þú óttist Drottinn þinn Guð,
svo að þú gangir á öllum hans vegum,
elskir hann og þjónir honum af öllu hjarta
þínu, og haldir hans boðorð.“
------------■☆■-----------
Guð svarar spurningu mannsins
Hef ég ábyrgð gagnvart Guði? „Þess
vegna mun sérhver of oss standa Guði
reikningsskap af sjálfum sér.“ Róm. 14:12.
Veit Guð um alt sem ég aðhefst? „Engin
skepna getur falist fyrir honum, en alt er
opið og öndvert fyrir augum hans, sem
vér hér tölum um.“ Hebr. 4:13.
Er oss tilreiknuð synd? „Ritningin hefir
innilokað alt undir synd.“ Gal. 3:22.
Mun hann hegna fyrir syndina? „Laun
syndarinnar er dauði.“ Róm. 6:23. „Hver sá
maður sem syndgar hann skal deyja.“
Ez. 18:4.
Hlýt ég þá að glatast? Guð „vill ekki að
nokkur fyrirfarist heldur að allir komist
til sinnisbetrunar.“ 2. Pét. 3:9.
Hvernig get ég frelsast? „Trúðu á
Drottinn Jesúm Krist, þá verður þú hólp-
inn.“ Post. 16:31.
Getur hann frelsað stórsyndara eins og