Stjarnan - 01.12.1956, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.12.1956, Blaðsíða 4
92 STJARNAN mig? „Þess vegna getur hann líka ætíð frelsað þá sem koma til Guðs fyrir hann, þar hann æ lifir til að tala þeirra máli.“ Vill hann frelsa þá? „Jesús Kristur er kominn í heiminn til að frelsa synduga menn.“ 1. Tím. 1:15. Hvernig get ég öðlast eilíft líf? „Sá, sem trúir á soninn hefir eilíft líf.“ Jóh. 3:36. Get ég nú strax orðið frelsaður? „Sjá, nú er sú æskilega tíð, sjá, nú er dagur hjálpræðisins.“ 2. Kor. 6:2. Má ég koma til Jesú eins og ég er? „Þann sem til mín kemur mun ég ekki burt reka.“ Jóh. 6:37.’ Er ekki hætt við að ég falli frá? „Honum sem megnar að varðveita yður frá hrösun .... honum sé dýrð og heiður, kraftur og veldi.“ Júd. .24. Þegar ég er frelsaður hvernig á ég þá að breyta? Jesús „dó fyrir alla, til þess að þeir sem lifa, ekki framar lifi sér, heldur honum sem fyrir þá er dáinn og upp- risinn. “2. Kor. 5:15. Hvaða von höfum vér gegnum dauðann og eilífðina? Jesús segir: „Ég fer að tilbúa yður stað .... svo að þér séuð þar sem eg er.“ Jóh. 14:2.—3. —X. X. ------------☆------------- Hvöt til trúboðsstarfs Austurlanda þjóðirnar eru vaknaðar. Þær eru að hætta við handvefnaðinn, en eru að koma sér upp ullarverksmiðjum. í stað örfa og boga eru þær farnar að nota nýtízku hernaðartæki með það eina tak- mark fyrir augum að hrinda af sér yfir- ráðum vesturlandaþjóðanna. Þeim miðar vel áfram í þessa átt. Þjóðernistilfinningin brennur í hjörtum fólksins. Það minnist þess hvernig vestur- landaþjóðirnar hafa komið fram meðal þeirra. Það rifjar upp ágirnd og eftirsókn Austur-indverska félagsins eftir gulli og verzlunarviðskiptum og hvílíka fyrirlitn- ing það sýndi hinum innfæddu, hvernig það setti sig upp á móti mentun og trúboði meðal þeirra. Kína segir að landganga og verzlunar- 'leyfi hafi verið heimtað af sér fyrir opnum fallbyssukjöftum. Afríka minnist þræla- verzlunar Vesturlandaþjóða til að afla sér fjár og útvega sér ódýran vinnukraft, og hvernig þær hefðu grætt á þrælaverzlun- inni. • Þetta þurfum við að athuga þegar vér lítum á starfssvið vort og flutning fagnað- arerindisins í þessum löndum. Trúboðsfélögin hafa unnið göfugt starf meðal Austurlandaþjóðanna, sent þangað syni sína og dætur og fórnað fé sínu til að bjóða fólkinu mentun, lækningar og benda þeim á nýja lífsstefnu gegnum fagnaðar- erindi Krists. Þetta sjálfsfórnandi fólk, menn og konur gáfu líf sitt, krafta sína og alt sitt til að flytja gleðiboðskapinn. Hugs- ið yður Adoniram Judson og konu hans Ann, sem fóru til Burma, William Carey til India, Livingstone til Afríku, og svo brautryðjendur endurkomu boðskaparins, sem fórnuðu lífi sínu fyrir málefni Krists. Þeir lifðu og störfuðu einungis fyrir vel- ferð fólksins, bæði andlega og tímanlega. Austurlandaþjóðirnar minnast með þakklæti á starf þeirra, svo trúboðinn hefir gott tækifæri, ef til vill hið síðasta tæki- færi til að vinna fyrir þá innfæddu. Það er því brýnasta nauðsyn að vér marg- földum starfskrafta vora fyrir þessar þjóð- ir og aðra íbúa heimsins áður en það verður of seint. Vér þurfum að senda út miklu fleiri starfsmenn.*Til þess það sé mögulegt þurfa allir meðlimir safnaðanna að gjöra sitt ýtrasta til að hrinda starfinu áfram. Vér þurfum að undirbúa fleiri innlenda starfs- meiín meðal þessara þjóða, svo þeir geti unnið fyrir sína eigin þjóð. Til að gjöra þetta mögulegt þurfum vér í heimalönd- unum að leggja fram meira fé en nokkru sinni fyr. Ef vér drögum oss í hlé nú, þegar mest á ríður, og tækifærin gefast, þá mun Guð kalla oss til reikningsskapar fyrir vanrækslu vora. Spurningin sem vér þurfum að leggja fram fyrir sjálfa oss er: „Trúi ég því að vér eigum að flytja fagn- aðarerindið út til allra þjóða? Hvað mikið er ég fús og fær um að leggja til þess?“ Fagnaðarernidið um bráða endurkomu Krists verður að prédikast meðal allra þjóða, kynkvísla, tungumála og fólks, og um leið þarf að kenna þeim, hvernig menn verða að undirbúa sig, svo þeir finnist þess

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.