Stjarnan - 01.12.1956, Side 5
STJARNAN
93
verðugir að standa frammi fyrir mannsins
syni þegar hann kemur í dýrð sinni til að
gefa sérhverjum eftir því sem hans verk
verða. —C. L. TORREY
--------------------------
Eftir 50 ár
Martin Hover frá Binghamton, New
York, hafði heimsótt borgina New York
árið 1904. Næst þegar hann kom þangað
var 1954. Hann talaði lítði um marglyftu
byggingarnar, en honum varð starsýnt á
bifreiðarnar. Þetta er auðskilið, því þegar
hann kom til borgarinnar 1904 þá sá hann
aðeins einn vagn, sem enginn hestur var
fyrir, því hann var knúður áfram með
rafmagni.
Mr. Hover hafði verið trésmiður. Nú
fékk hann ferðina til New York sem af-
mælisgjöf, er hann var 100 ára gamall.
Þrátt fyrir stutta dvöl í borginni, þá veitti
hann nákvæma eftirtekt öllu sem fyrir
augun bar. Sérstaklega vajð honum star-
sýnt á bifreiðarnar', um þær sagði hann:
„New York er ekki eins falleg nú eins og
hún var árið 1904. Maður getur ekki séð
borgina, hún er svo þakin bifreiðum.
Hugsið yður allar þessar bifreiðar síðan.“
Þetta hraðfleyga tímabil, sem við lifum
á, þar sem allir eru að flýta sér eins og líf
liggi við, það var sagt fyrir í heilagri Ritn-
ingu fyrir 2500 árum. Það er allt innifalið
í áformi Guðs. „Og þú Daníel, geym þú
spádóminn og innsigla bókina alt þar til
endirinn kemur, þá munu margir rann-
saka hann og verða vísari hins sanna.“
Dan. 12:4.
Þegar þú undrast yfir bifreiðunum, flug-
vélunum, járnbrautarlestunum og hinum
mörgu rafmagnstækjum og alskonar nú-
tíðar uppfyndingum, sem eru of margar
til að nefna, þá minstu þess að alt þetta er
uppfylling spádómanna.
Um þúsundir ára fyrir vorn tíma var
lítil eða engin framför í vísindum eða upp-
götvunum. Jafnvel fyrir einum hundrað
árum, þá lifðu menn og störfuðu á sama
hátt og gjört var um margar liðnar aldir.
Menn notuðu samskonar verkfæri og áður,
unnu og ferðuðust á svipaðan hátt og for-
feður þeirra. Svo varð breyting alt í einu.
Það var eins og íbúar heimsins vöknuðu
af dvala og nýtt tímabil rann upp. Þetta
var tími endisins, þegar þekkingin átti að
vaxa og menn ferðast með hraða aftur á
bak og áfram. Menn uppgötvuðu alskonar
vísindi, bjuggu til áhöld til að létta vinn-
una og flýta henni. Samgöngur urðu fljót-
ar og greiðfærar.
Framfarir eru undraverðar. Guð veitti
mönnum vizku og skilning. Hann hafði
vissan tilgang með að flýta samgöngum
vorra daga.
Jesús sagði að eitt táknið upp á nálægð
tilkomu hans mundi verða útbreiðsla
fagnaðarerindisins út um allan heim:
„Kenningin um Guðs ríki mun um gjör-
vallan heim boðuð verða til vitnisburðar
fyrir öllum þjóðum og þá mun endirinn
koma.“ Matt. 24:14.
Trúboðar ferðast nú til yztu endimarka
jarðar, þangað sem ómögulegt vár að kom-
ast fyrir einum mannsaldri síðan. Ferða-
tæki nútímans flýta fyrir flutningi fagnað-
arerindisins út um allan heim og flytja
mönnum þau fagnaðartíðindi að Jesús
kemur bráðum.
Innan skamms verður náðartíminn á
enda. Menn munu halda áfram með vísindi
og uppgötvanir, en slíkt kemur þeim að
engu gagni á degi dómsins. Dýrðarljómi
Krists verður eyðilegging fyrir þá, sem
ekki hafa búið sig undir komu hans, hverr-
ar þjóðar sem þeir eru.
Þeir sem af Guðs náð eru frelsaðir fyrir
trú á Jesúm Krist; og hafa látið stjórnast
af Guðs lifandi orði og anda, þeir verða
borgarar hins dýrðlega nýja heims, þar
sem réttlætið mun búa.
Til allra kemur í dag þessi áminning
heilags anda: „Leitið Drottins meðan hann
er að finna. Kallið á hann meðan hann er
nátógur. Hinn óguðlegi láti af sinni
breytni og illvirkinn af sinni hugsun og
snúi sér til Drottins, þá mun hann misk-
unna honum og til vors Guðs, því hann
er fús á að fyrirgefa.“ Jes. 55:6.—7.
—D. W. McKAY
-------------------------
Hinar fyrstu 50 stúlkur munu útskrifast
sem rafmagnsfræðingar frá skólanum í
Semarang í Indónesíu þetta yfirstand-
íandi ár.