Stjarnan - 01.12.1956, Blaðsíða 6
94
STJARNAN
Hvað myndi gerast ef við yrðum
allir kristnir menn?
„Við köllum okkur kristna menn, en
mikið vantar á að við séum sannkristnir.
Eigum við að athuga ofurlitla stund,
hvaða breyting myndi verða hér á landi,
ef við tækjum allir sinnaskiptum og yrðum
sannkristnir menn?
Fyrst af öllu yrði allt líf okkar miklu
einfaldara. Minni íburður í mat og drykk,
og minni lúxus í húsagerð og á ýmsum
sviðum, og minni fátækt. Enginn myndi
krefjast meira kaups en sanngjarnt er og
nauðsynlegt til sæmilegrar afkomu í ein-
földu lífi. Dýrtíð myndi minnka og hagur
þjóðarinnar stórbatna. — Allir myndu
vinna af stakri trúmennsku og dyggð, eins
og drottinn ætti í hlut en ekki maður, at-
vinnuvegir þjóðarinnar myndu bera sig
ágætlega og blómgast ríkulega. Skatta-
iöggjöf myndi þá verða réttlát og skattsvik
hverfa. Fjársvik, okur og gróðabrall myndi
hverfa gersamlega. Stéttabarátta og
flokkarígur myndi líða undir lok, allur
rógur og allt níð í ræðu og riti myndi
hverfa, en sannleikur og hreinskilni í
kærleika verða ráðandi í öllum viðskiptum
manna og allri sambúð.
Áfengisbölið myndi úr sögunni
Fleira markvert myndi gerast. Allt
áfengisböl væri þá líka úr sögunni. Enginn
sannkristinn maður fengist til að selja
áfengi, og engin sannkristin þjóð myndi
láta sér detta slíkt í hug. Enginn myndi
byrla öðrum slíkan eiturdrykk og enginn
sannkristinn maður neyta hans. Slíkan böl-
vald, sem áfengið er, sem rænir menn dóm-
greind og viti en leiðir til glæpa, slysa og
eymdar, myndi enginn sannkristinn maður
styðja á neinn hátt.
Þá myndu menn og kynda víða bjarta
elda og bera þangað allan versta sora
bóka og blaða, bera á elda öll glæpa-
ritin, sorpblöðin og klámritin, hreinsa þjóð-
félagið gersamlega af þessum óþverra, sem
auðnuleysingjar framleiða og selja til
ræktunar spillingu og glæpa. Og sama veg
myndu kvikmyndaauglýsingar fara, sem
nú saurga glugga og húsveggi bæja og •
borga, þar sem daglega blasir við upp-
vaxandi kynslóð glæpalíf og siðspilling.
Við myndum þá allir lifa hreinu lífi.
Kvíði, sem uppetur menn, væri þá einnig
úr sögunni. Hreint líf á öllum sviðum
myndi stórbæta heilsufar manna og menn
verða andlega og líkamlega heilir.
Mesta ánægju myndu menn finna í dag-
legum skyldustörfum og því, að rækja þau
af alúð og trúmennsku. Vinnusvikin gætu
þá ekki átt sér stað, og enginn yrði frá
vinnu sökum óreglu. Þetta myndi mjög
bæta hag þjóðarinnar og hver maður una
hag sínum hið bezta í friðsömu þjóðfélagi,
grundvölluðu á réttlæti og kærleika.
Hugsunarháffur og orðbragð
Allir myndu þá kosta kapps um að
breyta samkvæmt hegðunarskrá kristn-
innar, og skulu talin hér aðeins nokkur
ákvæði hennar. Fyrst er þá ákvæðið um
hugsunarhátt og orðbragð:
„Nú er þér hafið lagt af lygina, þá talið
sannleikann hver við sinn náunga.
Látið ekkert svívirðilegt orð líða yður
af munni, heldur það eitt, sem er gott til
uppbyggingar.........Látið hvers konar
beiskju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli
vera fjarlægt yður og alla mannvonzku
yfirleitt, en verið góðviljaðir hver við
annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrir-
gefa hver öðrum“.
„Skuldið ekki neinum neitt nema það
eitt, að elska hver annan“. Þetta er góður
leiðarvísir í viðskiptum.
„Gerið allt án mögls og efablendni“,
Þannig skal gengið að hverju verki og
það unnið.
„Gerið ekkert af eigingirni né hégóma-
girnd, heldur metið með lítillæti hver
annan meira en sjálfan sig“. Þetta gildir
um allt félagslíf.
Á einu mesta vandamáli manna er á-
kvæði kristninnar örugg lausn:
„Ef vér höfum fæði og klæði, þá látum
oss það nægja. En þeir, sem ríkir vilja
verða, falla í freistni og snörur og marg-
víslegar fýsnir og skaðlegar, er sökkva
mönnum niður í tortíming og glötun, því
að fégirndin er rót alls þess, sem illt er“.
Heilsa og líkamsrækt
Um heilsusamlegt líf og líkamsrækt er
meðal annars þetta ákvæði: