Stjarnan - 01.12.1956, Síða 7
STJARNAN
95
„Svo áminni ég yður, bræður, að þér
vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram líkami
yðar að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri
fórn, og er það skynsamleg guðsdýrkun af
yðar hendi. Hegðið yður eigi eftir þessari
öld, heldur takið háttaskipti með endur-
nýjungu hugarfarsins, svo að þér fáið að
reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra
og fullkomna“.
„Hvort sem þér því etið eða drekkið,
eða hvað helzt sem þér gerið, þá gerið það
allt Guði til dýrðar“.
„Framgöngum sómasamlega eins og á
degi, ekki í ofáti né ofdrykkju“.
Viðvíkjandi einum mesta skaðvaldi
mannlegrar vellíðunar — áhyggjunum,
gildir þetta:
„Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur
gerið 1 öllum hlutum óskir yðar kunnugar
Guði með bæn og beiðni ásamt jjakkargerð.
Og friður Guðs, sem er æðri öllum skiln-
ingi, mun varðveita hjörtu yðar og hugs-
anir í samfélaginu við Krist Jesúm“.
F r iðar boðskapur
Svo eru hin altæku ákvæði: „Allt sé hjá
yður í Kærleika gert. Elskan sé flærðar-
laus, hafið andstyggð á hinu vonda, en
haldið fast við hið góða. Verið í bróður-
kærleikanum ástúðlegir hver við annan
og verið hver öðrum fyrri til að veita hin-
um virðingu“.
„Allt sem þið viljið, að aðrir menn geri
yður, það/skuluð þér og þeim gera“.
„Slíðra þú sverð þitt“. — Þetta er hið
konunglega boð til stríðandi þjóða heims-
ins og hin eina raunhæfa friðarhreyfing.
Kristur er betri fyrirmynd og leiðtogi en
allir „isma“höfundar nútímans. Honum
valdi spámaðurinn heitið „friðarhöfðingi“.
— Kveðjuorð hans til lærisveinanna voru:
„Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef
ég yður“. — „Hann er vor friður“. —
„Friður sé með yður“, var kveðjuávarp
hans.
Siðaboð kristninnar eru róttækari og
betri en allar lagabækur heimsins.
Hvað myndi gerast hér, ef við yrðum
allir kristnir menn? Eigum við að gera
tilraun? —EINING
------------☆------------
Cairo á Egyptalandi lagði 140,000 nýja
talsímavíra árið 1955
Eina pundið hennar
Margaret Sangster segir frá konu einni,
sem var hvorki ung, falleg né hraust,
ómentuð og ekki sérlega fullkomin. Hún
giftist. Hún, fann til þess hve mjög hún
stóð neðar manni sínum, sem var vel gef-
inn mikilhæfur maður.
„Ég hef ekki einu sinni eitt pund, sem
ég get vafið innan í sveitadúk,“ sagði hún.
En maður hennar elskaði hana og hún
elskaði hann og ásetti sér með Guðs hjálp
að gjöra hann hamingjusaman. „Það er
þó eitt, sem gleður mig. Ég get gjört hús-
verk,“ hugsaði hún með sér. Hún mat-
reiddi góðar, nærandi og lystugar mál-
tíðir, og hélt húsinu hreinu, þó ekki alveg
skínandi. Það var aðlaðandi fyrir mann
hennar að koma þreyttur heim að hvíla
sig og fylla alt upp með bókum og blöðum.
Þegar hann kom heim með verk sitt frá
skrifstofunni, þá sat hún hjá honum með
bros á vörum og vingjarnlegt orð til hans,
ef hann leit upp.
Einn dag sagði maður hennar við hana:
„Þú hefir eitt pund fram yfir alla aðra í
beiminum, elskan mín, þú hefir ætíð nógan
tíma til alls.“ Heimili hans var eins og
útjaðar Paradísar. Þaðan fór hann til að
mæta samkepni og skyldum lífsins, og
gekk alt vel, hvað sem hann tók sér fyrir
hendur, Kyrláta konan hans, sem hafði
tíma til að elska hann, taka þátt í áhuga-
málum hans, hlusta á ráðagjörðir hans og
gjöra hann hamingjusaman átti vissulega
meiri þátt í velgengni hans heldur en
hann vissi.
Það er sjaldgæft á þessum tímum að
finna manneskju, sem er fullkomlega ró-
leg, sem getur með þolinmæði hlustað á
aðra, glaðst með glöðum og hryggst með
hryggum. Þessi kona varði sínu eina pundi
vel. Hún varð til mikillar bfessunar í fé-
lagslífi þorpsins. Hún kendi mörgum
stúlkum í bekk hvíldardagaskólans. Við
og við hafði hún skemtun og veitingar
fyrir verksmiðjustúlkur þorpsins, sem
voru bæði þreyttar og fátækar. Með um-
hyggju sinni, vináttu og kristilegu eftir-
dæmi verndaði hún þær frá skaðlegum
íélagsskap. Hún áleit eins mikið kristin-
dómsstarf að hjálpa stúlkunum að varð-