Stjarnan - 01.12.1956, Side 8
96
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price
Jl.OO a year. Publishers: The Can. Unlon
Conferenoe of S. D. A., Oshawa Ontario.
Ritstjórn og afgreiCslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man. Can.
veita óflekkað mannorð eins og að leiða á
réttan veg þær, sem fallið höfðu fyrir
freistingu.
Að endingu bætir Mrs. Sangster við, er
hún segir frá konu þessari: „Þegar ég
hugsa um sjúklingana, sem hún heimsótti,
hjartasorgir, sem hún hefir mýkt, trúnað-
armál, sem hún hefir þagað yfir, heimilið,
sem hún gjörði svo hamingjusamt, og alt
annað gott, sem hún gjörði í kyrþey, þá
er ég sannfærð um, að eina pundið hennar
ber mikinn ávöxt fyrir Meistarann.
—Sunday School Lesson Illustrator
--------------☆-------------
Hvernig notar þú frjálsræði
þitt?
Þú verður að taka ákvörðun þína um að
verða lærisveinn Krists og fylgja honum
ef þú vilt innganga í Guðs ríki. Það er
ákvörðun eða ásetningur, sem þú verður
að gjöra sjálfur, enginn getur gjört það
fyrir þig. Ert þú frelsaður frá synd? Synd
er lagabrot, yfirtroðsla Guðs boðorða, og
minstu þess, að sá sem brýtur eitt boðorð
er sekur við þau öll.
Ef yþú óskar að ferðast til New York
þá verður þú að fara ofan á járnbrautar-
"'töðina, kaupa farseðil og fara inn í lest-
ina sem fer til New York, eða þú verður
að hafa annan nauðsynlegan undirbúning
til að komast þangað. Óskin ein um að
komast í Guðs ríki nægir ekki, þú verður
að trúa á Jesúm Krist, að hann dó fyrir
þínar syndir. Þú verður að gefa þig honum
á vald ásetja þér og kjósa að fylgja honum,
láta leiðast af hans orði og anda. Þetta er
einstaklings ábyrgð sem enginn getur af
þér létt. —D. L. M.
------------☆-------------
Ein bílaverksmiðja þarf aðeins 28
klukkutíma til að framleiða fullgjörðan
automobíl.
„Verið ekki fávísir heldur vísir"
Það voru hinir ógleymanlegu dagar
þegar Frakkland hafði sigrað óvini sína,
þá skrifaði hermaður einn heim til sín og
sagði: „Við höfum verið á hraðri ferð og
mætt mörgum þýzkum, sem voru fagn-
andi yfir því að vera teknir til fanga. Þeir
voru orðnir svo þreyttir á stríðinu, þó voru
einstakir meðal þeirra sem voru gramir
og geðvondir.
Einn þessara manna var særður mjög,
svo hann þurfti að fá innsprauting af
blóði og læknirinn sagði honum það.
„Verður það Breta-blóð?“ spurði sjúkl-
ingurinn.
„Já, bezta tegund af brezku blóði“, sagði
læknirinn, og bætti svo við mjög alvöru-
gefinn: „Ef þú hafnar því þá deyr þú.“
„Ég vil þá heldur deyja,“ svaraði þýzk-
arinn. Stuttu seinna var hann borinn út
örendur.
Alstaðar finnast tveir flokkar manna.
Hinn fyrri veit að þeir eru dauðasekir og
snúa sér til Krists til að fá fyrirgefning
synda sinna og meðtaka gjöf eilífs lífs.
En svo er annar flokkur manna, sem
líkist hinum hrokafulla sjúklingi, sem áður
er nefndur. Þeir vita að þeir eru glataðir
syndarar. Þeir vita einnig að Jesús kom
til að leita þess sem glatað var og frelsa
það, en þeir hafna frelsun hans og van-
rækja að leita hans sér til hjálpar. Hví-
líkir heimskingjar. —X. X.
------------☆------------
Þella einiak, desember 1956, er hið sein-
asia sem kemur úi af STJÖRNUNNI. Ég
hef í liðugan f jórðung aldar hafi þá ánægju
að vinna við blaðið. Nú er því starfi lokið.
Innilegl hjartans þakklæii iil ykkar
allra, sem á einn eða annan háii hafið léil
undir með mér. Guð launi ykkur ali sem
þið hafið unnið og gefið iil að flýia fluin-
ingi fagnaðarerindisins nær og fjær úi um
heiminn. Blessun Drollins hvíli yfir ykkur
öllum.
Mæiið mér í Guðs ríki, vinir mínir.
—SIGRÍÐUR JOHNSON
-------------------------
„Sá sem hefir soninn hefir lífið, sá sem
ekki hefir Guðs son hefir ekki lífið.“
Jóh. 5:12.