Fréttablaðið - 18.02.2019, Side 2

Fréttablaðið - 18.02.2019, Side 2
Veður Norðan 10-18 m/s fyrri part dags, hvassast SA-til, og éljagangur, en léttskýjað sunnan heiða. SJÁ SÍÐU 18 Grjótglíma Þessi unga stúlka spreytti sig á erfiðri klifurleið á Íslandsmeistaramótinu í klifri sem fram fór í húsakynnum Klifurfélags Reykjavíkur í gær. Einbeitingin skein úr augum hennar eftir því sem hún fikraði sig ofar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGURARI Gul Gata skerpingehf.is þjónusta við tré- og málmiðnað í 36 ár og fræsi- hausar fyrir tré Formfræsitennur VIÐSKIPTI Stjórn- endur WOW air hafa beðið um frest fram í miðj- an mars til að gera upp ógreidd lendinga- og far- þegagjöld á erlendum flugvöllum, samkvæmt heimildum Túrista, en vefurinn greindi fyrst frá málinu. Skúli Mogensen, for- stjóri WOW, vildi ekkert tjá sig um málið við fjölmiðla í dag. Í frétt Túrista segir að flugfélagið hafi sent bréf til viðkomandi f lug- valla þar sem kemur fram að félag- ið óski eftir vilyrði fyrir því að notendagjöld f lugfélagsins verði greidd í næsta mánuði en ekki nú í lok febrúar eins og ráð var gert fyrir. Þá kemur fram að erfitt sé að leggja mat á upphæðirnar en bent er á að notendagjöld WOW air á Kef lavíkurf lugvelli, fyrir janúar, hafi verið á bilinu 250 til 300 millj- ónir króna. Í lok febrúar mun fresturinn sem eigendur skuldabréfa í WOW air veittu Indigo Partners og Skúla Mogensen til að ná samkomulagi um kaup félagsins á stórum hluta í íslenska flugfélaginu renna út. Upp- lýsingar hafa ekki fengist um stöðu viðræðnanna en gert er ráð fyrir því að flugfélagið sendi yfirlýsingu um stöðuna í síðasta lagi þann 28. febrúar. Auk þess er ekki ljóst hvort WOW verði heimilt að hætta við tólf ára leigusamning á fjórum nýjum Air- bus A330 breiðþotum, en leiguverð á einni slíkri er hátt í 100 milljónir króna á mánuði og eru tvær þotur af fjórum nú tilbúnar með merkj- um WOW við verksmiðju Airbus í Frakklandi. WOW gæti þurft að greiða á bilinu 300 til 500 milljónir króna til að losna undan leigusamn- ingi á hverri og einni breiðþotunni og því um umtalsverðar upphæðir að ræða. – oaeg WOW air óskar eftir greiðslufresti Fleiri myndir af mótinu er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS VIÐSKIPTI Pálmi Haraldsson, fjár- festir og fyrrverandi eigandi Fons, er orðinn stærsti einstaki einkafjár- festirinn í hluthafahópi Icelandair Group með rúmlega eins prósents eignarhlut. Þrjú félög í eigu Pálma, sem var áður aðaleigandi flugfélags- ins Iceland Express, áttu samanlagt um 51,3 milljónir hluta, jafnvirði um 423 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair, í lok síðustu viku, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Eignarhlutur Pálma í Icelandair er meðal annars í gegnum eignar- haldsfélögin Sólvöll og Ferðaskrif- stofu Íslands en það fyrirtæki rekur ferðaskrifstofurnar Sumarferðir, Úrval Útsýn og Plúsferðir. Pálmi var á sínum tíma stór hluthafi í Icel- andair og sat í stjórn flugfélagsins á árunum 2003 og 2004. Samkvæmt heimildum blaðsins mun Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals Útsýnar, bjóða sig fram til stjórnar á aðalfundi f lugfélagsins sem fer fram 8. mars næstkomandi og nýtur stuðnings Pálma. Þórunn starfaði um árabil hjá Icelandair, meðal annars sem stöðvarstjóri í Kaupmannahöfn og hótelstjóri Hótels Loftleiða. Ljóst er að breytingar verða á stjórn Icelandair en af sitjandi stjórnarmönnum félagsins hefur Ásthildur Mar- grét Otharsdóttir, sem hefur verið stjórnarmaður frá árinu 2012, ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn. Stærsti hluthafi Icelandair er Líf- eyrissjóður verslunarmanna með um 14 prósenta hlut en saman- lagt eiga íslensku lífeyrissjóðirnir meira en helmingshlut í félaginu. Innlendir einkafjárfestar hafa hins vega r löng u m verið hverfandi í hluthafahópi Icelandair. Á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félags- ins er þar núna aðeins að finna fjár- festingafélagið Væntingu, sem er í eigu Bláa lónsins, með eins prósents hlut og þá eiga félög í eigu Pálma sem fyrr segir samtals um 1,03 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Traðarhyrna, sem er meðal ann- ars í eigu Samherja og viðskiptafé- laganna Finns Reyrs Stefánssonar og Tómasar Kristjánssonar, átti um skeið nærri tveggja prósenta hlut í Icelandair í gegnum safnreikning hjá Kviku banka en óljóst er hversu stór hlutur félagsins er í dag. Rekstur Icelandair Group gekk erfiðlega á síðasta ári og nam tap félagsins 55,6 milljónum Banda- ríkjadala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna. Þá dróst EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagns- liði og skatta – verulega saman á milli ára og var 76,5 milljónir dala borið saman við 170 milljónir dala árið 2017. Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað um 14 prósent frá áramót- um og stendur nú í 8,25 krónum á hlut. Markaðsvirði félagsins er um 41 milljarður. hordur@frettabladid.is Pálmi í hópi stærstu fjárfesta í Icelandair Pálmi Haraldsson er orðinn stærsti einkafjárfestir í hlutahafahópi Icelandair. Hlutur hans metinn á 423 milljónir króna. Þórunn Reynisdóttir býður sig fram í stjórn flugfélagsins og hefur stuðning Pálma. Aðalfundur er 8. mars. 51,3 milljónir hluta í flugfélaginu eru í félögum í eigu Pálma. TÆKNI Það er góð tilfinning að spila í einni stærstu tölvuleikjakeppni heims, segir Finnbjörn Jónasson, atvinnumaður í tölvuleiknum Overwatch. Lið hans, Paris Eternal, keppir nú í fyrsta sinn í atvinnu- mannadeildinni Overwatch League en annað tímabil deildarinnar hófst um helgina. Parísarmenn unnu þá stórsigur á meistaraliði síðasta árs, London Spitfire. „Við spiluðum okkar leik og stóðum okkur mjög vel. Overwatch League er ein stærsta tölvuleikja- keppni í heiminum svo það er góð tilfinning að spila í henni.“ – þea Íslendingur vann meistara  í Overwatch Finnbjörn Jónasson, atvinnumaður í tölvuleiknum Overwatch. Pálmi sat í stjórn Icelandair á árunum 2003 og 2004. MYND/KIM NIELSEN 1 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 7 -D 1 1 0 2 2 5 7 -C F D 4 2 2 5 7 -C E 9 8 2 2 5 7 -C D 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.