Fréttablaðið - 18.02.2019, Side 12

Fréttablaðið - 18.02.2019, Side 12
Þeir eru í fullum rétti til þess að krefjast greiðslunnar eins og þeir hafa gert. Páll Kristjánsson hæstaréttar­ lögmaður Audi Q7 e-tron er umhverfismildur tengiltvinnbíll sem sameinar krafta dísilvélar og rafmagnsmótors með drægni allt að 56 km. (skv. NEDC). Verð frá 10.990.000 kr. Audi Q7 e-tron quattro Rafmagnaður Eigum nokkra Audi Q7 e-tron quattro hlaðna aukahlutum á einstöku tilboðsverði. Til afhendingar s trax! FÓTBOLTI Knattspyrnuheimurinn er enn að syrgja fráfall argentínska framherjans Emiliano Sala sem lést í janúar síðastliðnum þegar lítil f lugvél sem hann var um borð í hrapaði í Ermarsund. Sala var 28 ára þegar hann lést. Lík hans fannst 6. febrúar en lík flugmannsins, Davids Ibbotson, er enn ófundið. Nú þegar sárin eru hægt og rólega að gróa vakna upp ýmsar spurning- ar um eftirmála þess þegar leikmað- ur sem er nýgenginn úr einu félagi í annað lætur lífið á leið sinni á nýjan vinnustað. Franska félagið Nantes, fyrr- verandi vinnuveitandi Sala, hefur gert kröfu á velska félagið Cardiff City um kaupverðið á Argentínu- manninum. Gengið hafði verið frá félagaskiptum leikmannsins og því var hann orðinn leikmaður Cardiff sem hafði tekið yfir vátryggingar- samning. Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Cardiff hafi haft samband við önnur félög í ensku úrvalsdeildinni til að kanna hvort það geti komist hjá því að greiða fullt kaupverð fyrir Sala, sem var 15 milljónir punda. Hann er dýrasti leikmaður í sögu Cardiff sem landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leikur með. Flestir eru sammála um að það hafi verið harðneskjulegt af Nan- tes að senda Cardiff kröfubréf með hótunum um innheimtuaðgerð svo skömmu eftir hinn sorglega atburð. Páll Kristjánsson, hæstaréttarlög- maður og fyrrverandi knattspyrnu- þjálfari, segir hins vegar að franska félagið sé í fullum rétti til þess að gera það. „Ég man ekki eftir sambærilegu máli þar sem leikmaður lætur lífið þegar hann er ferðast frá sínu gamla félagi til hins nýja eftir að hafa geng- ið í gegnum félagaskiptin. Þarna hafa Nantes og Cardiff City hins vegar komist að samkomulagi um kaupverð á Sala og leikmaðurinn búinn að skrifa undir leikmanna- samning við velska félagið,“ segir Páll um málið. „Þegar þannig er í pottinn búið þá er hann orðinn leikmaður Cardiff City sem hefur yfirtekið allar þær skyldur sem því fylgja. Í raun bara hefðbundið vinnuréttarsamband þeirra á milli sem byggir á samningi aðila. Af því leiðir að Nantes hefur engar skyldur gagnvart leikmann- inum og í þessu tilfelli þarf Cardiff að tryggja sig fyrir öllu mögulegu tjóni. Það kemur yfirleitt fram í leikmannasamningi hvers leik- manns hver vátryggingarfjárhæð leikmannsins er og það er sam- komulagsatriði hverju sinni milli félagsins og vátryggingarfélags þess hversu há möguleg vátryggingar- fjárhæð er,“ segir hann enn fremur. „Það skiptir engu máli í þessum efnum hvort félagið það var sem skipulagði og útvegaði ferðakost leikmannsins. Af þeim sökum ætti Cardiff að greiða Nantes það kaup- verð sem samið var um og velska félagið á svo mögulega kröfu á vátryggingarfélag sitt fyrir þeirri vátryggingarfjárhæð sem samið var um að því gefnu að allt sé eðlilegt. Ég get verið sammála þeim sem segja að franska félagið hefði átti að fara mildari og manneskjulegri leið við innheimtu sína, en þeir eru í fullum rétti til þess að krefjast greiðslunnar eins og þeir hafa gert,“ sagði Páll um líklega framvindu málsins. „Það er svo spurning hvort annað hvort UEFA eða FIFA ætti að hafa einhvers konar fyrirkomulag sem gerir það að verkum að félög verði ekki fyrir f járhagslegum skaða þegar svona lagað gerist. Ég veit ekki alveg hvernig væri best að útfæra það eða hvort það sé nauðsynlegt. Annars eru félög almennt tryggð fyrir þess konar tjóni, sérstaklega þegar um svo háar fjárhæðir er að ræða eins og í þessu tilfelli,“ segir hann enn fremur. hjorvaro@frettabladid.is Harðneskjulegt en sanngjarnt  Emiliano Sala var á leið frá Nantes til Cardiff City þegar hann lést. Einn af þeim öngum sem þarf að leysa í eftirmála þessa atburðar er hvort franska félagið eigi enn heimtingu á greiðslu fyrir leikmanninn.    Jarðarför Emiliano Sala fór fram í heimabæ hans í Argentínu, Progresio, á laugardaginn. Neil Warnock, knatt- spyrnustjóri Cardiff City, og Ken Choo, framkvæmdastjóri félagsins, voru viðstaddir. NORDICPHOTOS/GETTY Naumt tap í bikarúrslitum KÖRFUBOLTI Martin Hermanns- son og félagar í Alba Berlin töpuðu með minnsta mun fyrir Brose Bamberg, 83-82, í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í körfubolta í gær. Nikolaos Zisis tryggði Brose Bam- berg sigurinn með þriggja stiga körfu þegar tvær sekúndur lifðu leiks. Martin lék í 26 mínútur í bikarúr- slitaleiknum. Hann skoraði sex stig og gaf sex stoðsendingar. Martin hitti úr tveimur af fimm skotum sínum utan af velli og nýtti bæði vítaskotin sín. – iþs Martin og félagar með silfurmed- alíur um hálsinn. NORDICPOTOS/AFP Fyrsta tapið kom í München FÓTBOLTI Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði og Íþróttamaður ársins 2018, var á sínum stað í byrj- unarliði Wolfsburg sem tapaði 4-2 fyrir Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fyrsta tap Wolfsburg í deildinni á tímabilinu en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum deildarleik jum sínum. Wolfsburg er með 35 stig á toppi deildarinnar, jafn mörg og Bayern en hag- stæðari markatölu. Sandra María Jessen lék sinn fyrsta leik fyrir Bayer Lever- kusen sem steinlá, 6-0, fyrir Freiburg. A k u rey r ing u r inn var í byrjunarliði Leverkusen og lék f y rstu 62 mínút- urnar. Leverkusen er í ellefta og næst- neðsta sæti deildar- innar með tíu stig, jafn mörg og Werder Bremen en lakari markatölu. – iþs 1 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 1 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 7 -C C 2 0 2 2 5 7 -C A E 4 2 2 5 7 -C 9 A 8 2 2 5 7 -C 8 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.