Fréttablaðið - 18.02.2019, Side 39
LIND FASTEIGNASALA
Auglýsir eftir
fasteignasölum til
starfa.
Reynsla af sölu
fasteigna skilyrði.
Áhugasamir sendi
tölvupóst og ferilskrá á
hannes@fastlind.is
Hlíðasmára 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is/ /
Uppspretta ánægjulegra viðskipta
Hlynur Halldórsson, Löggiltur fasteignasali
Björt og falleg fjögurra herbergja endaíbúð á efstu hæð í þessu
vinsæla fjölbýli misvæðis í Hafnarfirði, glæsilegt útsýni, tvennar
svalir. Íbúðin er skráð 106,2 fm en þar af er mjög góð geymsla
í snyrtilegri sameign 9,7 fm, vel staðsett sér stæði í upphitaðri
bílageymslu innangengt. Verð 56.9 millj.
Allar frekari uppls veitir Hilmar Þór Bryde löggiltur fasteigna-
sali í síma 892-9694, hilmar@hraunhamar.is
Hilmar Þór Bryde Lög iltur teignasali.
Hringbraut 2a,
220 Hafnarfjörður
Mjög góð eign miðsvæðis í bænum, fallegt útsýni.
Opið hús: Mánudag 17:30-18:00
OPIÐ HÚS
Bikarúrslit karla
Stjarnan 84-68 Njarðvík
(41-32)
Stjarnan: Brandon Rozzell 30,
Hlynur Bæringsson 13/14 fráköst,
Antti Kanervo 11, Collin Pryor 9,
Ægir Þór Steinarsson 8/8 stoðs.
Filip Kramer 7, Tómas Þórður
Hilmarsson 4, Magnús Bjarki Guð-
mundsson 2.
Njarðvík: Mario Matasovic 19, Jeb
Ivey 12, Eric Katenda 11, Elvar Már
Friðriksson 8/8 fráköst/7 stoðs.,
Logi Gunnarsson 7, Ólafur Helgi
Jónsson 6, Kristinn Pálsson 3,
Maciek Baginski 1, Snjólfur Marel
Stefánsson 1.
KÖ R F U B O LT I St jör nu mönnu m
líður hvergi betur en í Laugardals-
höllinni. Þar hafa þeir aldrei tapað
leik og Höllin er vettvangur stærstu
stundanna í körfuboltasögu Stjörn-
unnar.
Á laugardaginn vann Stjarnan
sinn fjórða bikarmeistaratitil í
karlaf lokki eftir sigur á Njarðvík,
84-68. Fyrsti bikarmeistaratitilinn
vannst 2009 og Stjarnan hefur því
orðið bikarmeistari fjórum sinn-
um á síðustu ellefu árum. Aðeins
KR (12), Njarðvík (8), Kef lavík (6)
og Grindavík (5) hafa unnið f leiri
bikarmeistaratitla en Stjarnan. Ekki
amalegt hjá liði sem lék fyrst í efstu
deild tímabilið 2001-02.
Stjarnan réði ferðinni í bik-
arúrslitaleiknum gegn Njarðvík
og sigurinn var sanngjarn. Vörn
Garðbæinga var lengst af afar öflug
og hún lagði grunninn að sigrinum.
Bakverðir Njarðvíkinga, þeir Jeb
Ivey og Elvar Már Friðriksson, skor-
uðu aðeins samtals 20 stig og nýttu
fimm af 26 skotum sínum. Antti
Kanervo skoraði aðeins eina körfu
í leiknum en spilaði hörkuvörn á
Ivey. Ægir Þór Steinarsson fékk svo
það hlutverk að gæta hins eldfljóta
Elvars og gerði það frábærlega.
„Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem
ég er að eltast við Elvar heilan leik
og það er ekkert grín. Það þarf að
hrósa Njarðvík, þeir spiluðu vel í
dag og maður var alltaf á nálum að
þeir tæku áhlaup og settu þrjá þrista
í röð á okkur,“ sagði Ægir í samtali
við Fréttablaðið eftir leikinn.
„Þeir eiga það til að snúa leikjum
sér í hag með stemmingskörfum og
við vorum meðvitaðir um það að
halda áfram og sækja körfur í von
um að slökkva á þeim,“ bætti Ægir
við. Hann skoraði átta stig og gaf
átta stoðsendingar í úrslitaleiknum.
Liðsheild Stjörnunnar var sterk
og fyrir utan kaf la í 3. leikhluta
voru Garðbæingar með góða stjórn
á leiknum. Mario Matasovic var
eini Njarðvíkingurinn sem náði
sér almennilega á strik í sókninni.
Annað lokaði Stjörnuvörnin á.
„Þetta var verðskuldað. Okkur
tókst að gera þeim erfitt fyrir í
öllum sóknaraðgerðum og halda vel
aftur af bakvarðasveitinni þeirra.
Það losnaði aðeins um Mario en
okkar markmið var að gera Elvari
erfitt fyrir. Að mínu mati getum
við svo gott sem kæft lið varnarlega
þegar við spilum okkar bestu vörn
eða allavega gert þeim mjög erfitt
fyrir,“ sagði Hlynur Bæringsson,
fyrirliði Stjörnunnar. Hann skilaði
sínu og gott betur; skoraði 13 stig og
tók 14 fráköst. Hlynur varð einnig
bikarmeistari með Snæfelli 2008
og 2010.
Í Stjörnusókninni bar mest á
Brandon Rozzell sem var valinn
maður leiksins. Þessi 29 ára Banda-
ríkjamaður skoraði 30 stig og setti
niður fjölmörg stór skot. Arnar Guð-
jónsson vissi alveg hvað hann var að
gera er hann náði í Rozzell um ára-
mótin enda störfuðu þeir saman hjá
Svendborg Rabbits í Danmörku.
Rozzell hefur reynst algjör happa-
fengur fyrir Stjörnuna og gert
gott lið enn betra. Stjörnumenn
hafa unnið 14 leiki í röð í öllum
keppnum og eru langt frá því að
vera hættir. „Þetta gengur vel þessa
dagana en við getum enn gert betur.
Það eiga mörg lið eftir að bæta sig og
við verðum að gera það líka ef við
ætlum að vinna alla titlana. Við
ætlum okkur að vinna alla þrjá,“
sagði Hlynur.
ingvithor@frettabladid.is
Óstöðvandi í Höllinni
Frábær vörn skilaði Stjörnunni fjórða bikarmeistaratitlinum síðan 2009.
Stjörnumenn hafa verið óstöðvandi að undanförnu en ætla ekkert að slaka á.
Hundrað prósent
árangur í Höllinni
Karlalið Stjörnunnar í körfu-
bolta hefur leikið fimm bikar-
leiki í Laugardalshöllinni, fjóra
úrslitaleiki og einn undanúr-
slitaleik, og unnið þá alla.
Stjarnan varð bikarmeistari í
fyrsta sinn 2009 eftir sigur á KR,
78-76. Fjórum árum síðar varð
Stjarnan bikarmeistari í annað
sinn eftir sigur á Grindavík, 91-
79. Þriðji bikarmeistaratitilinn
kom svo í hús 2015 eftir sigur á
KR, 85-83.
Á fimmtudaginn vann
Stjarnan ÍR, 87-73, í undanúr-
slitum bikarkeppninnar í Höll-
inni og á laugardaginn bar liðið
svo sigurorð af Njarðvík, 84-68, í
úrslitaleiknum. – iþs
Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, hefur bikarinn á loft eftir sigur Garðbæinga á Njarðvíkingum, 84-68, í úr-
slitaleik Geysisbikars karla. Bikarhefð hefur skapast hjá Stjörnunni á síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
15S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M Á N U D A G U R 1 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9
HVER VANN?
Sportið á frettabladid.is færir þér
allar nýjustu fréttirnar úr heimi
íþróttanna.
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
1
8
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
5
7
-D
F
E
0
2
2
5
7
-D
E
A
4
2
2
5
7
-D
D
6
8
2
2
5
7
-D
C
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K