Fréttablaðið - 13.02.2019, Qupperneq 2
Ég þarf að taka
veðmál 16 mánuði
fram í tímann um hvernig
þróunin á krónunni verður.
Þórarinn Ævarsson,
framkvæmdastjóri
IKEA
Veður
Breytileg átt 5-10 fyrir hádegi en
snýst í norðan 8-15 síðdegis með
éljum á stöku stað. Talsverð slydda
um landið SA-vert eftir hádegi,
en snjókoma NA-til undir kvöld.
Styttir að mestu upp fyrir austan.
SJÁ SÍÐU 14
Samkeppni
Hallgrímskirkja fær þó nokkra samkeppni þessa dagana enda teygja nokkrir
voldugir kranar sig nú upp til himins í nágrenni háhýsisins. Hið háreista guðs-
hús finnur þó vart fyrir neinni minnimáttarkennd. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Ófeigur • Skólavörðustíg 5 • ofeigur.is • S: 5511161
Valentine’s Day
Every story has a bead
HJARTA ARMBAND
sterling silfur
ARMBAND
með ástargauki & rósakvars
11.980 KR.
14.700 KR.
2019_Valentines_Retailer_AD_99,3x100mm.indd 1 08/02/2019 16:10
VIÐSKIPTI „Það má algjörlega heim-
færa þetta á krónuna,“ segir Þórar-
inn Ævarsson, framkvæmdastjóri
IKEA á Íslandi. Hann segir að þrátt
fyrir metár í sölu, þar sem heildar-
velta nam 11,4 milljörðum króna,
hafi EBIT-hagnaður engu að síður
dregist saman um næstum helming.
Var á síðasta rekstrarári 613 millj-
ónir samanborið við 1.175 milljónir
árið áður.
„Síðasta rekstrarár var metár í
sölu, bæði í krónum talið og rúm-
metrum, sem er raunar betri mæli-
eining en krónan því menn geta
alltaf hækkað og lækkað verð en
hver einasta vara sem við seljum er
mæld.“
Síðasta rekstrarári IKEA lauk
hinn 1. september síðastliðinn og
segir Þórarinn að laun og annar
rekstrarkostnaður hafi verið í takt
við væntingar. En kostnaður seldra
vara, sem er afleiðing veikari krónu,
hafði þau áhrif að framlegðin dróst
þetta mikið saman.
„Kostnaðarverð seldra vara jókst
um tæpa 1,3 milljarða og rúmlega
étur upp alla söluaukningu ársins.“
Þórarinn bendir á að líkt og fyrr
festi IKEA verð sín ár fram í tímann
í árlegum vörubæklingi sínum.
Raunar rúmlega það.
„Við ákveðum verðin fyrir árið
allt að 3-5 mánuðum áður en vöru-
listinn er gefinn út. Þá vorum við
á sterkasta stað en svo húrraðist
krónan niður eftir það. Við erum
búin að skuldbinda okkur 16 mán-
uði fram í tímann og ég þarf að taka
veðmál 16 mánuði fram í tímann
um hvernig þróunin á krónunni
verður.“
Hann segir veitingastaðinn vissu-
lega eiga stóran hluta metársins út
frá veltu en þar gildi önnur lögmál
þar sem stærstur hluti innkaupa þar
sé innlend framleiðsla og breyting-
ar á krónunni hafi því miklu minni
áhrif.
En kemur ekki til greina að breyta
þeirri aðferð að festa verð verslun-
arinnar svo langt fram í tímann í
ljósi þess að krónan rokkar sífellt
til og frá?
„Ég held að þrátt fyrir að þetta
sé mjög erfitt á köflum þá sé þetta
mjög ljúf svipa líka. Það þýðir að
ef illa árar þá get ég ekki farið að
hækka verð eins og allir gera og
það þýðir að ég þarf að taka til ann-
ars staðar. Og það er bara ofsalega
hollt. Það er óhollt að í hvert skipti
sem krónan hikstar, þá hækka allir
verðin. Það þýðir hærri verðbólgu
fyrir alla. Ég býst ekki við að breyta
þessu þó þetta skeri okkur vissulega
þrengri stakk en öðrum.“
mikael@frettabladid.is
Veik króna refsaði
IKEA á metsöluári
Þrátt fyrir metveltu á síðasta rekstrarári dróst hagnaður IKEA á Íslandi veru-
lega saman milli ára. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að
þessa mótsögn megi nær alfarið að skrifa á sviptingar í gengi krónunnar.
Þrátt fyrir metveltu á síðasta rekstrarári dróst hagnaður IKEA saman um
nærri helming. Gengisfalli krónunnar er kennt um. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SRÍ LANKA Ríkisstjórn Srí Lanka
auglýsir nú eftir tveimur böðlum.
Reuters greindi frá þessu í gær en
Maithripala Sirisena forseti lýsti
því yfir í síðustu viku að hann vildi
taka upp dauðarefsingar í eyríkinu
á ný til þess að refsa fíkniefna-
smyglurum, -framleiðendum og
-sölum.
Átakið sem Sirisena ætlar að
ráðast í er líklega að filippseyskri
fyrirmynd. Rodrigo Duterte for-
seti hefur háð grimmilegt stríð gegn
fíkniefnakaupmönnum og hefur
þarlend lögregla drepið þúsundir,
jafnvel án dóms og laga.
Dauðarefsingu hefur hins vegar
ekki verið beitt á Srí Lanka í 43 ár,
jafnvel þótt landslög heimili beit-
ingu hennar. Samkvæmt Reuters
sagði síðasti böðull landsins upp
störfum árið 2014, hafði þá aldrei
tekið neinn af lífi. Eftirmaður böð-
ulsins, ráðinn á síðasta ári, mætti
svo aldrei til starfa. – þea
Srí Lanka vill
ráða tvo böðla
SPÁNN Réttarhöldin yfir leiðtogum
katalónsku sjálfstæðishreyfingar-
innar hófust við hæstarétt Spánar
í Madrid í gær. Málið má rekja til
sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfir-
lýsingar haustið 2017. Áratuga fang-
elsisvistar er krafist fyrir meinta
uppreisn og uppreisnaráróður.
Verjendur fóru með opnunar-
orð sín og ræddu einna helst um
tvennt. Annars vegar sökuðu þeir
spænsk stjórnvöld um mannrétt-
indabrot. Hins vegar kvörtuðu
þeir yfir meintri hlutdrægni dóm-
stólsins, sögðu réttarhöldin pólitísk
og fóru fram á frestun þar sem verj-
endur hafa enn ekki fengið öll gögn
í hendur.
Quim Torra, forseti Katalóníu,
sagði á blaðamannafundi að hann
færi fram á að alþjóðlegum sam-
tökum yrði heimilað að stunda
eftirlit með hinum „farsakenndu
réttarhöldum“. Þeirri beiðni hefur
hæstiréttur áður hafnað og sagt nóg
að þeim sé sjónvarpað.
„Nú er fyrsta degi réttarhalda,
sem aldrei hefðu átt að fara fram,
lokið. Það að við séum að horfa upp
á kjörna fulltrúa fyrir dómi er árás á
lýðræðið,“ sagði Torra.
Torra krafðist þess einnig að
Pedro Sanchez forsætisráðherra
mætti til alvöru viðræðna til þess að
ræða um nýja atkvæðagreiðslu um
sjálfstæði. Ellegar gætu katalónskir
flokkar ekki stutt fjárlagafrumvarp
hans í atkvæðagreiðslu á þinginu í
dag. Fái hann ekki þann stuðning
er talið að frumvarpið verði fellt og
að stjórn sósíalista boði til nýrra
kosninga. – þea
Réttarhöldin
sögð vera farsi
Quim Torra,
forseti Kata-
lóníuhéraðs.
Fleiri myndir úr Reykjavík gærdagsins eru á +Plús-
síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta-
blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS
1 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
3
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
4
E
-F
9
3
8
2
2
4
E
-F
7
F
C
2
2
4
E
-F
6
C
0
2
2
4
E
-F
5
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K