Fréttablaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 10
Hveitibrauðsdagarnir búnir Paris Saint-Germain vann 0-2 sigur á Manchester United í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Þetta var fyrsta tap United undir stjórn Ole Gunnars Solskjær. Þetta var jafnframt fyrsti sigur fransks liðs á Old Trafford í Evrópukeppni. Presnal Kimpembe og Kylian Mbappé skoruðu mörk PSG með sjö mínútna millibili í seinni hálf leik. Paul Pogba var rekinn af velli undir lok leiksins. NORDICPHOTOS/GETTY Fram - ÍBV 39-27 Markahæstar: Þórey Rósa Stefánsdóttir 8, Ragnheiður Júlíusdóttir 8/4, Unnur Ómars- dóttir 8, Steinunn Björnsdóttir 8 - Ester Óskarsdóttir 6, Ásta Björt Júlíusdóttir 5/1, Greta Kavaliuskaite 5, Arna Sif Pálsdóttir 4. Valur - Stjarnan 23-23 Markahæstar: Sandra Erlingsdóttir 5/3, Lovísa Thompson 4, Díana Dögg Magnús- dóttir 4, Íris Ásta Pétursdóttir 2 - Kristín Guðmundsdóttir 10, Þórey Anna Ásgeirs- dóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 2. Haukar - Selfoss 27-20 Markahæstar: Hekla Rún Ámundadóttir 6, Berta Rut Harðardóttir 5/2, Maria Pereira 4, Berta Lind Jóhannsdóttir 4 - Hulda Dís Þrastardóttir 5, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Sarah Sörensen 3, Carmen Palamariu 3. Nýjast Olís-deild kvenna Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit Man. Utd. - PSG 0-2 0-1 Presnel Kimpembe (53.), 0-2 Kylian Mbappé (60.). Rautt spjald: Paul Pogba, Man. Utd. (89.). Roma - Porto 2-1 1-0 Nicolo Zaniolo (70.), 2-0 Zaniolo (76.), 2-1 Adrián López (79.). KÖRFUBOLTI Það kemur í ljós í kvöld hvaða lið leika til úrslita í Geysisbik- ar kvenna í körfubolta. Þá mætast annars vegar Breiðablik og Stjarnan og hins vegar Valur og Snæfell. Ljóst er að allavega eitt lið mun leika til úrslita í keppninni í fyrsta skipti í sögunni. Valur, sem lék til úrslita árið 2013 og laut þá í lægra haldi fyrir Kefla- vík, mætir Snæfelli sem er eina liðið af þessum fjórum sem þekkir það að vinna bikarmeistaratitil. Það gerðist árið 2016. Þá var Baldur Þorleifsson aðstoðarþjálfari Inga Þórs Steinþórs- sonar, en nú er Baldur í brúnni hjá Snæfellsliðinu. „Það er mikill heiður að fá að stýra Snæfelli í bikarúrslitum og það eru forréttindi að fá að spila þennan leik. Við erum að fara að leika við mjög öf lugan andstæðing sem verður erfitt að leggja að velli,“ segir Baldur í samtali við Fréttablaðið um leikinn í kvöld. „Í þeim leikjum þar sem við höfum farið eftir því leikplani sem sett hefur verið upp hefur okkur gengið vel. Þegar þú mætir jafn sterku liði og Valur er, þá er ofboðslega mikil- vægt að fara eftir leikplaninu. Það verður lykillinn að sigrinum. Snæfell er mikill körfuboltabær og ég er viss um að bæjarbúar munu fjölmenna og styðja okkur til sigurs.“ Valur mætir í þennan leik með blússandi sjálfstraust, en liðið hefur haft betur í síðustu tíu leikjum sínum og fann síðast fyrir þeirri til- finningu að tapa leik í lok nóvember á síðasta ári. Guðbjörg Sverrisdóttir, leikmaður Vals, segir hins vegar að það verði dagsform og baráttuandi sem muni ráða úrslitum. „Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og það er fátt annað sem hefur komist að í huga mér undanfarna daga. Ég mæti til vinnu og reyni að einbeita mér þar, en ég er mest- megnis að hugsa um þennan leik og leiðir til þess að vinna hann. Þetta mun ráðast af því hvaða lið mætir betur stemmt til leiks, nær upp betri baráttu og hittir á betri dag. Ég finn fyrir mikilli stemmingu og samhug í þá átt að fara alla leið og vinna bik- arinn í fyrsta skipti í sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um verkefnið. Hinum megin eru það nýliðar sem mætast og leika til bikarúrslita. Liðin hafa átt ólíku gengi að fagna í vetur, en Stjarnan er að berjast um að komast í úrslitakeppni Domino’s- deildarinnar á meðan Blikar verma botnsætið. Bæði Sóllilja Bjarna- dóttir, leikmaður Breiðabliks, og Danielle Rodriguez, leikstjórnandi Stjörnunnar, voru aftur á móti sam- mála um að það sem á undan hefði gengið í vetur skipti engu máli í þessum leik. „Þó svo að það hafi gengið illa í vetur finnst okkur við hafa spilað á köflum vel og eiga meira skilið. Við förum fullar sjálfstrausts inn í þenn- an leik og höfum trú á að við getum unnið. Ég hef áður farið í höllina með Val í meistaraflokki og það er sterkur kjarni leikmanna í hópnum sem hefur orðið bikarmeistarar í yngri flokkum. Við erum því vanar þess- ari umgjörð og stærð leikjanna og það verður ekkert vesen að höndla verkefnið,“ segir Sóllilja. „Það er mikill spenningur í öllu félaginu þar sem bæði kvenna- og karlaliðin eru í undanúrslitum og svo einnig nokkrir yngri f lokkar. Við höfum aldrei komist alla leið í úrslitin og ég hef aldrei áður leikið bikarúrslitaleik þannig að eftirvænt- ingin er mikil. Þetta verður hörku- leikur og staða liðanna í deildinni skiptir engu máli. Við verðum að eiga toppleik til þess að vinna,“ segir Danielle Rodriguez. hjorvaro@frettabladid.is Nýtt lið í úrslitum um helgina Hér að ofan má sjá fulltrúa liðanna sem leiða saman hesta sína í undanúr- slitum Geysisbikarsins í körfubolta kvenna og berjast um sæti í úrslitum. Mikil körfuboltaveisla er fram undan næstu daga í Laugardalshöll þar sem leikið verður til úrslita í bikarkeppni meistaraflokks kvenna og karla. Þá verður líka leikið í yngri flokkum. Af þeim liðum sem leika til undanúrslita er það einungis Snæfell sem hefur orðið bikarmeistari. Valur hefur leikið til úrslita. Þróttarar í þjálfaraleit FÓTBOLTI Gunnlaugur Jónsson er hættur þjálfun mei s t a r a f lok k s karla hjá Þrótti R. Í tilkynningu kemur fram að Gunnlaugur hafi óskað eftir því að láta af störfum af persónulegum ástæðum og vegna anna á öðrum vettvangi. Gunnlaug ur tók við Þrótti skömmu fyrir síðasta tímabil eftir að Gregg Ryder hætti störfum. Undir stjórn Gunnlaugs enduðu Þróttarar í 5. sæti Inkasso-deildar- innar. Þeir fóru á mikið f lug um mitt tímabil, voru ósigraðir í átta leikjum í röð og gerðu sig líklega í baráttunni um Pepsi-deildar sæti. Þórhallur Siggeirsson, sem var aðstoðarmaður Gunnlaugs, tekur tímabundið við liðinu. – iþs Willum á leið til BATE Borisov FÓTBOLTI Breiðablik hefur sam- þykkt tilboð hvítrússnesku meist- aranna BATE Borisov í Willum Þór Willumsson, efnilegasta leikmann Pepsi-deildar karla í fyrra. Willum heldur til Hvíta-Rúss- lands á næstu dögum þar sem hann mun skoða aðstæður hjá BATE Borisov sem hefur orðið meistari í Hvíta-Rússlandi 13 ár í röð. Willum, sem er tvítugur, skoraði sex mörk í 19 leikj- um í Pepsi- deildinni á síðasta tíma- bili. Hann lék sinn f y r s t a A- landsleik í síðasta mán- uði og hefur a u k þ e s s leik ið f y r ir yngri landslið Íslands. – iþs 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 1 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 4 F -0 8 0 8 2 2 4 F -0 6 C C 2 2 4 F -0 5 9 0 2 2 4 F -0 4 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.