Fréttablaðið - 13.02.2019, Side 8

Fréttablaðið - 13.02.2019, Side 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Umræðan um kjaramál, og raunar umræðan um svo margt annað, er komin í miklar ógöngur. Eins og hundur sem eltir skottið á sér. Nú fara aðferðir þeirra í nýjar hæðir þegar leitað er í gömlum blöðum. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SVS) telja sig hafa komist í feitt með frásögnum af 30 ára gömlum blaðagreinum eftir mig þó að um leið lýsi það mikilli málefnafátækt að gera mér upp skoðanir sem ég hvorki hef nú né hef nokkurn tíma haft. Sjálfsagt er tilgangur- inn að þagga niður gagnrýni mína um að þjóðin fái ekki þann arð af sjávarútvegsauðlindinni sem henni ber. Þekktar aðferðir útgerðanna til að þagga niður í fólki eru að segja því upp skiprúmi eða hringja í vinnuveitendur „óþægilegra“ einstaklinga og krefjast brottrekstrar þeirra. Meira að segja „læk“ á sjónarmið andstæð útgerð- inni á Facebook geta sett störf manna í hættu. Sérkennilegar textaskýringar Nú fara aðferðir þeirra í nýjar hæðir þegar leitað er í gömlum blöðum. Ég er SFS þakklátur fyrir að að rifja upp þessar gömlu blaðagreinar og get ég verið ánægður með framsýni mína og skoðanir sem þar birtast. Grein mín í Sjómannablaðinu Víkingi fjallaði um að eftir að kvótakerfinu var komið á þá dugði það eitt og sér ekki til að fækka skipum þannig að greinin yrði arðbær. Enn voru of mörg skip á höttunum eftir of fáum fiskum svo fleira þurfi að koma til. Sú lagfæring kerfisins átti sér stað stuttu síðar. Ef einhverjir vilja kynna sér greinina þá er hana að finna hér: http://timarit.is/view_page_init. jsp?issId=313629&pageId=4882494&lang=is&q=Bolli%20 Héðinsson Hins vegar grein í Ægi þar sem ég bendi á að með öllu sé ótækt að Hafrannsóknastofnun sé gerð að blóraböggli rangra stjórnvaldsákvarðana. Stjórnvaldsákvarðanir um hámarksafla verði að vera í höndum kjörinna ráða- manna sem þurfi að standa skil gjörða sinna frammi fyrir kjósendum og að sjálfsögðu eigi þeir að styðjast við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar: http://timarit.is/view_ page_init.jsp?issId=290017&pageId=4247565&lang=- is&q=Bolli%20Héðinsson Svo að næst þegar á að reyna að koma höggi á mig þá detta mér í hug útvarpserindi mín „um daginn og veginn“ frá áttunda áratugnum, þar er af nógu að taka. Eins gott að SFS eru öflug samtök með nægan pening til að grufla í segulbandasafninu. Þöggun á þöggun ofan Bolli Héðinsson hagfræðingur ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ Styrkir til verkefna og viðburða sem efla atvinnulíf og nýsköpun Við auglýsum eftir umsóknum um styrki á málefnasviðum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Styrkirnir eru ekki ætlaðir einstaklingum. Umsóknarfrestur til 11. mars. Allar nánari upplýsingar á anr.is Fréttir af hækkun mánaðarlauna banka-stjóra Landsbankans um 1,2 milljónir hinn 1. júlí 2017 og aftur um 550 þúsund í apríl 2018 koma á versta tíma inn í viðkvæmar kjaraviðræður. Verkalýðs-forystan hefur gagnrýnt hana harkalega, líkt og var fyrirséð. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur einnig gagnrýnt ákvörðunina og kallað hana taktlausa. Undir sjónarmið beggja er vel hægt að taka í þetta sinn. Stjórnmálamenn hafa einnig nýtt sér tækifærið undanfarna daga og gagnrýnt mjög launahækkun bankastjórans. Þar á meðal eru þingmenn og ráð- herrar. Þótt launahækkun bankastjórans sé full- komlega taktlaus og beinlínis hættulegt innlegg inn í þungan kjaravetur virðast stjórnmálamennirnir sem það gagnrýna einfaldlega of auðvelt skotmark, sérstaklega fyrir popúlista. Forsætisráðherra, sem kallaði launahækkun bankastjórans „óverjandi“, hefur ívið meira í mánaðarlaun en forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, þar sem um 66 milljónir manna búa. Það er vitaskuld umhugsunarefni, en það dæmir hana ekki sjálfkrafa úr leik þegar rætt er um kjaramál. Vandi vinnumarkaðarins er miklu djúpstæðari en samningar um launahækkanir nú. Kúltúrinn er allur í klessu. Þeir sem hafa sig mest í frammi úr ranni verkalýðsforystunnar leggja sig fram um að þagga niður í öllum þeim sem dirfast að koma fram á völlinn með skynsamar og hófstilltar skoðanir, og lemja þá niður með gífuryrðum og dónaskap. Ef marka má fullyrðingar sumra verkalýðsforingja má ekki einu sinni hlusta á seðlabankastjóra fjalla almennt um íslenskan efnahag. Einn verkalýðs- foringjanna lýsti borðleggjandi málflutningi Más Guðmundssonar um að verkföll og launahækk- anir umfram svigrúm yrðu hagkerfinu áfall sem ,,sjokkerandi“. Dæmdi seðlabankastjóra svo úr leik því hann er með svo há laun. Á hinum endanum situr bankaráð Landsbankans og virðist telja það forsvaranlega hugmynd og heppilegan tíma til þess að hækka laun bankastjóra ríkisbanka um 82 prósent, þvert á öll fyrirmæli úr fjármálaráðuneytinu sem fór fram á að fyrirtæki í ríkiseigu gættu varkárni við launaákvarðanir. For- sætisráðherra, sem ætlar að vanda um við banka- ráðið, er svo aftur ótrúverðug í augum þeirra sem hafa hæst í kjarabaráttunni. Umræðan um kjaramál, og raunar umræðan um svo margt annað, er komin í miklar ógöngur. Eins og hundur sem eltir skottið á sér. Menn skipa sér í fylkingar, öskra og æpa út í tómið og svo kemur nýr fréttadagur og sagan endurtekur sig. Þetta getur ekki verið vænlegt til árangurs. Kúltúrinn í klessu Bárufrí Hljóðritarinn ógurlegi, Bára Halldórsdóttir, brá sér til Dan- merkur þannig að nú er heldur betur lag fyrir vænisjúka kjörna fulltrúa að skandalísera í friði. Engin hætta er á ferðum á meðan Bára spókar sig í hvers- dagsklæðum sem í annarri vídd geta talist dulargervi. Eins og hún bendir sjálf á á Facebook þá hrekkur skammt að reyna að „dulbúast sem útlendingur“ í Danmörku. Bára verður sjálf- sagt seint njósnari í eigin föður- landi og enn síður í útlöndum þar sem hún getur þó engan veginn siglt undir fölsku f laggi verandi erlendur ferðamaður. Lágt að falla … Brynjar Níelsson, sem áður hefur séð ástæðu til þess að taka skýrt fram að hann eigi ekkert í Pírat- anum Snæbirni Brynjarssyni sem kom sér út í kuldann með dólgshætti á Kaffibarnum, tekur syndaselinn á beinið á Facebook. „Píratar eru voða ánægðir með að sinn maður axli ábyrgð og segi af sér. Menn sem hafa komið inn í þingsalinn í forföllum þing- manna eru ekki að segja neitt af sér enda ekki kjörnir þingmenn. Ef þessi ágæti þingmaður vill koma á framfæri hvað hann er siðferðislega ábyrgur ætti hann frekar að afsala sér listamanna- launum.“ Enginn veit hvað ekki átt hefur fyrr en ekki misst hefur, hvað Snæbjörn athugi. thorarinn@frettabladid.is 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 1 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 4 F -1 B C 8 2 2 4 F -1 A 8 C 2 2 4 F -1 9 5 0 2 2 4 F -1 8 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.