Fréttablaðið - 13.02.2019, Síða 24
Evrópska kauphallarsamstæðan
Euronext hefur hækkað tilboð sitt
í kauphöllina í Ósló og yfirboðið
þannig bandaríska kauphallar
risann Nasdaq.
Nýjasta tilboð Euronext hljóðar
upp á 158 norskar krónur á hlut
en samkvæmt tilboðinu er norska
kauphöllin metin á um 700 milljón
ir evra, jafnvirði um 95,3 milljarða
íslenskra króna. Til samanburðar
var fyrra tilboð Euronext, frá því í
síðasta mánuði, 145 norskar krónur
á hlut en stjórn kauphallarinnar í
Ósló hafði áður samþykkt tilboð
Nasdaq sem hljóðaði upp á 152
norskar krónur á hlut.
Ríflega helmingur eigenda hluta
bréfa í norsku kauphöllinni styður
tilboð kauphallarsamstæðunnar en
tilboð Nasdaq nýtur aðeins stuðn
ings hluthafa sem fara með saman
lagt um 35 prósenta hlut í kaup
höllinni. Hins vegar hefur stjórn
kauphallarinnar í Ósló sagst styðja
tilboð síðarnefnda kauphallarfyrir
tækisins.
Forsvarsmenn Euronext, sem
rekur meðal annars kauphallir í
París, Amsterdam, Brussel og Lissa
bon, hafa sagst ætla að halda sér
kennum norsku kauphallarinnar
og styrkja Ósló í sessi sem fjármála
miðstöð, verði tilboði þeirra tekið.
Til viðbótar við kaupverðið hafi
bæði Euronext og Nasdaq, sem
rekur kauphallir á Norðurlöndun
um, þar á meðal á Íslandi, lofað að
greiða seljendum um sex prósenta
árlega vexti þangað til viðskiptin
ganga í gegn. – kij
Euronext hækkar tilboð sitt
í kauphöllina í Ósló um 9 prósent
Lögmaðurinn Lee Buchheit, sem vann með íslenskum stjórnvöldum að lausn Icesavedeilunnar og losun fjármagnshafta og er talinn
einn fremsti sérfræðingur heims á
sviði endurskipulagningar ríkis
skulda, greindi frá því í liðinni viku
að hann hygðist láta af störfum í lok
næsta mánaðar. Lýkur þar með stór
merkilegum ferli hins 68 ára gamla
Bandaríkjamanns.
Buchheit, sem hefur starfað fyrir
alþjóðlegu lögmannsstofuna Cleary
Gottlieb Steen & Hamilton í ríflega
fjörutíu ár, hefur í störfum sínum
glímt við marga af þekktustu vog
unarsjóðum heims, núna nýlega
sem ráðgjafi argentínskra og grískra
stjórnvalda. Er það orðað svo í
umfjöllun Financial Times að með
starfslokum lögmannsins geti nú
umræddir sjóðir, sem sérhæfa sig
margir hverjir í að kaupa kröfur á
hendur skuldsettum ríkjum, andað
eilítið léttar.
„Lee er dáður af mörgum og hat
aður af sumum. Sumir telja að hann
sé djöfullinn holdi klæddur,“ segir
Whitney Debevoise, einn eigenda
lögmannsstofunnar Arnold & Por
ter og fyrrverandi stjórnarmaður
í Alþjóðabankanum, í samtali við
Financial Times.
Buchheit tilkynnti um starfslok
sín í bréfi sem hann skrifaði við
skiptavinum sínum síðasta mið
vikudag. „Ég er að hætta störfum
fyrir lögmannsstofuna. Ég er ekki
að hætta að lifa lífinu. Ég mun halda
áfram að fylgjast náið með þróun
mála á alþjóðlegum fjármálamörk
uðum,“ skrifaði lögmaðurinn.
Hann hefur skapað sér orðspor
sem einn virtasti lögfræðingur í
heimi á sviði þjóðarskuldbindinga
sem sýnir sig meðal annars í því að
á síðastliðnum þremur áratugum
hafa stjórnvöld í nær öllum ríkjum
– þó fyrst og fremst nýmarkaðs
ríkjum – sem glímt hafa við meiri
háttar skuldakreppu leitað liðsinnis
hans til þess að semja við kröfuhafa
um eftirgjöf skulda.
Ný aðferðafræði
Í umfjöllun Financial Times er til að
mynda bent á að í kjölfar greiðslu
falls argentínska ríkisins árið 2001,
og langvarandi deilna ríkisins við
bandaríska vogunarsjóðinn Elliott
Management sem fylgdu þar á eftir,
hafi Buchheit smíðað, ásamt öðrum,
tillögur að nýrri aðferðafræði til
þess að fást við endurskipulagningu
skulda ríkja sem eiga í fjárhags
örðugleikum.
Tillögurnar, sem þóttu á þeim
tíma byltingarkenndar, áttu að
koma í veg fyrir að minnihluti
kröfuhafa gæti tafið eða beinlínis
stöðvað samkomulag um niður
fellingu ríkisskulda ef þeir reynd
ust ófáanlegir til samninga. Leiddu
hugmyndir Buchheits í kjölfarið til
þess að ákvæði um að aukinn meiri
hluti kröfuhafa gæti gert bindandi
samkomulag fyrir hönd allra, svo
kölluð CACákvæði (Collective
Action Clauses), fóru smám saman
að ryðja sér til rúms við skulda
bréfaútgáfur ríkja.
Buchheit aðstoðaði, eins og kunn
ugt er, grísk stjórnvöld í viðræðum
þeirra við kröfuhafa landsins þegar
evrukreppan stóð sem hæst í byrjun
áratugarins en hann er talinn hafa
nýtt sér smugu í lögum landsins til
þess að láta CACákvæði gilda með
afturvirkum hætti um grísk ríkis
skuldabréf.
Áttu þau klókindi lögmannsins
stóran þátt í því að sátt náðist um
200 milljarða evra endurskipulagn
ingu á skuldum landsins árið 2012.
Síðan þá hefur Evrópusambandið
skyldað öll ríki á evrusvæðinu til
þess að hafa slík CACákvæði í skil
málum skuldabréfa sem þau gefa út.
Þrátt fyrir að lögmaðurinn hafi
öðru hverju starfað fyrir kröfu
hafa – nú nýlega fyrir breska vog
unarsjóði sem eiga súdanskar
ríkisskuldir – þá hefur hann yfir
leitt kosið fremur að vinna fyrir
stjórnvöld. Hann hefur sagt að það
sé einfaldlega „skemmtilegra“. „Það
er blanda af pólitík, fjármálum og
lögfræði sem og leikriti,“ sagði hann
eitt sinn í samtali við Reuters.
Fyrir vikið hefur hann skapað
sér þó nokkrar óvinsældir á meðal
margra harðsvíraðra vogunarsjóða
sem telja kænskubrögð hans við
samningsborðið skaðleg fjármála
kerfi heimsins.
En starfslok Buchheits þýða ekki
að sjóðsstjórar í vogunarsjóðum
heimsins geti tekið gleði sína á ný.
Nokkrir af færustu lögfræðingum
heims á sviði endurskipulagningar
ríkisskulda starfa á áðurnefndri
lögmannsstofu Buchheits í New
York en talið er að einn þeirra,
Rich Cooper, muni nú stýra vinnu
stofunnar í málum sem varða stór
skuldug ríki.
Að sögn kunnugra er talið senni
legt að Buchheit snúi sér að fræða
störfum og láti jafnvel meira í sér
heyra um sérsvið sitt á opinberum
vettvangi. Hann hefur til að mynda
rætt opinberlega á allra síðustu
árum um greiðslufall Venesúela
sem og skuldavanda Ítalíu.
Íslandsvinurinn lætur gott heita
Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit, sem er Íslendingum góðkunnur, lætur af störfum í lok næsta mánaðar. Hann hefur á ríflega
fjörutíu ára ferli aðstoðað stjórnvöld í skuldugum ríkjum í glímunni við vogunarsjóði. Hugmyndir hans þóttu byltingarkenndar.
Það er einfaldlega
skemmtilegra að
starfa fyrir ríkin í þessum
málum. Það er blanda af
pólitík, fjármálum, lögfræði
sem og leikriti.
Lee Buchheit, meðeigandi á lög-
mannsstofunni Cleary Gottlieb
Góðvinur Íslendinga
Vart þarf að kynna Lee Buch-
heit fyrir Íslendingum enda
hefur hann veitt þjóðinni
aðstoð í tveimur veigamiklum
málum frá fjármálahruninu
fyrir tíu árum.
Lögmaðurinn kom fyrst
hingað til lands haustið 2008,
aðeins fáeinum dögum eftir
hrunið, og var snemma árs 2010
fenginn til þess að leiða samn-
inganefnd íslenskra stjórnvalda
í Icesave-deilunni. Varð niður-
staðan mun betri samningur
en fyrri samningar en honum
var hins vegar hafnað í þjóðar-
atkvæðagreiðslu vorið 2011.
Fór málið því fyrir EFTA-dóm-
stóllinn sem sýknaði íslenska
ríkið af
öllum
kröfum
eftirlits-
stofnunar
EFTA, eins og frægt er orðið.
Um mitt ár 2014 mætti Buch-
heit aftur til Íslands – í það
skiptið til þess að vinna með
íslenskum stjórnvöldum að
viðræðum við kröfuhafa gömlu
bankanna.
Kröfuhafarnir, fyrst og
fremst erlendir vogunar-
sjóðir, féllust sem kunnugt er á
endanum á stöðugleikaskilyrði
sem fólu í sér framsal eigna
sem á þeim tíma voru metnar
á um 400 milljarða króna auk
annarra ráðstafana í því skyni
að hægt væri að leysa fjár-
magnshöftin.
Lét Buchheit hafa eftir sér að
niðurstaðan sem náðist hefði
verið „fordæmalaus í alþjóð-
legri fjármálasögu“.
Það kæmi ekki á óvart ef
áætlun íslenskra stjórnvalda
yrði notuð í kennslubókum í
framtíðinni. Verkefnið hefði
enda verið tröllaukið í sam-
hengi við íslenskt hagkerfi.
„Það leiddi af gríðarlegu
umfangi fjármálahrunsins á
Íslandi að höftin þurftu að vara
lengur en nokkur hafði reiknað
með. Við slíkar aðstæður eru
ekki mörg fordæmi fyrir því að
höftum sé lyft, Það kæmi mér
því ekki á óvart ef nemendur í
alþjóðafjármálum muni lengi
nota þetta sem kennslubókar-
dæmi,“ sagði bandaríski lög-
maðurinn.
Lee Buchheit sagðist í samtali við Viðskiptablaðið sumarið 2015 hafa bundist Íslandi traustum böndum. „Mér þykir
orðið mjög vænt um Ísland. Þið eruð búin að ganga í gegnum afskaplega erfitt tímabil, en ég finn það á mér að þið
eigið eftir að jafna ykkur betur og hraðar en nokkur hefði getað ímyndað sér í upphafi,“ nefndi hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Stórbankinn Deutsche Bank þarf
að greiða hæstu vexti allra leiðandi
banka á evrópskum skuldabréfa
markaði í ár, samkvæmt upp
lýsingum frá fréttaveitunni IFR.
Greinendur telja að hár fjármögn
unarkostnaður þýska bankans geti
dregið úr hagnaði hans um allt að
35 prósent.
Athygli vakti í liðinni viku þegar
Deutsche Bank seldi skuldabréf
fyrir samanlagt 3,6 milljarða evra
með 180 punkta álagi ofan á grunn
vexti tveggja ára skuldabréfa en það
þykir hátt álag fyrir skammtíma
fjármögnun.
Þá greiddi bankinn auk þess 230
punkta álag ofan á grunnvexti sjö
ára skuldabréfa en í frétt Financial
Times er bent á að það sé hærra álag
en hinn spænski CaixaBank hafi
nýlega þurft að greiða fyrir fimm
ára skuldabréf.
„Deutsche þarf að greiða tölu
vert hærra álag en næstum því
allir evrópskir stórbankar,“ segir
Michael Hünseler, sjóðsstjóri hjá
Assen agon, og bendir á að álagið
endurspegli miklar efasemdir fjár
festa um rekstur bankans sem hafi
farið versnandi.
Ódýr fjármögnun hefur um ára
tugaskeið verið eitt aðalsmerki
Deutsche Bank og átt stóran þátt
í örum vexti bankans. Hins vegar
hefur rekstrarumhverfi þýska stór
bankans gjörbreyst í kjölfar fjár
málahrunsins og er hár fjármögn
unarkostnaður nú talinn einn hans
helsti dragbítur. Greinendur hafa
bent á að hækkandi vaxtagreiðslur
bankans geti dregið úr samkeppnis
forskoti hans og gert það að verkum
að hann geti ekki lengur boðið
mikil vægustu viðskiptavinum
sínum samkeppnishæf kjör.
Amit Goel, greinandi hjá Barclays,
dregur upp dökka sviðsmynd af
áhrifum hækkandi fjármögnunar
kostnaðar Deutsche Bank í nýlegu
minnisblaði og segir að kostnaður
inn geti minnkað hagnað bankans
um allt að 35 prósent. – kij
Stórbankinn Deutsche Bank greiðir hæstu vextina
Deutsche Bank er í erfiðri stöðu þessi misserin. NORDICPHOTOS/GETTY
95
milljarðar króna er heildar-
virði kauphallarinnar í Ósló
samkvæmt tilboði Euronext.
Kristinn
Ingi Jónsson
kristinningi@frettabladid.is
1 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN
1
3
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
4
F
-2
A
9
8
2
2
4
F
-2
9
5
C
2
2
4
F
-2
8
2
0
2
2
4
F
-2
6
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K